15.11.2007 | 09:09
Ábending
Í þessari úttekt er tiltekið hversu mikið Íslendingar hafa tekið í erlend lán vegna húsnæðiskaupa. Hér væri athyglivert að sjá þessa upphæð setta í samhengi við innlendar lántökur. Þá myndi úttektin segja lesendum eitthvað um þróun mála.
Í gær birtist á forsíðu Mbl. samantekt um hækkun leiguverðs. Svipuð ábending þar: Til að samantektin hafi fréttaskýringargildi þarf að setja tölurnar í eitthvert samhengi. Þar væri t.d. eðlilegt að bera saman þróun leiguverðs og þróun fasteignaverðs yfir lengra tímabil, t.d. 10 ár.
Það er gott að Mbl. skuli leitast við að skrifa fréttaskýringar um húsnæðismarkaðinn. En það væri betra að þær hefðu meira skýringargildi.
![]() |
Erlend lán heimilanna eru komin í 108 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2007 | 08:40
Styðjum málfrelsið!
Pólitíska yfirlýsingin frá þessum bandarísku bridskonum er tvíþætt. Í fyrsta lagi gefa þær skít í andúð kínverskra stjórnvalda gagnvart sannleikanum. Í öðru lagi draga þær athyglina að því að Bush nýtur síður en svo óskoraðs stuðnings bandarísku þjóðarinnar og að stór hluti hennar skammast sín fyrir hann.
Ef ég kynni brids og væri félagi í íslenska bridssambandinu myndi ég hvetja til þess að sambandið gæfi út yfirlýsingu til stuðnings þessum hugrökku félögum sínum. Ég vona að það verði gert.
![]() |
Bandarískar bridskonur í kröppum dansi vegna Bush-mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 21:52
Dæmir sig sjálft
Þessi vefur sem margir hafa verið að hneykslast á undanfarið ber þess vissulega merki að aðstandendur hans eru mjög skyni skroppnir og skoðanirnar sem þeir lýsa í fullu samræmi við það.
Það er skiljanlegt að eðlilegu fólki ofbjóði sorinn sem þarna er birtur. Við megum samt ekki blindast af því og hvetja til þess að vefnum verði lokað bara af því að hann fer í taugarnar á okkur. Til að grípa til slíkra ráða hlýtur að þurfa meira til, til dæmis að miðillinn sé notaður til að hvetja til ofbeldisverka eða annars konar lögbrota. En heimska ein og sér getur varla nægt til að hefta málfrelsi fólks.
![]() |
Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 11:41
Svartahaf - Vestfjarðamið??
Þótt út af fyrir sig sé sjálfsagt að leitast við að byggja upp atvinnutækifæri á Vestfjörðum séu þau hagkvæm og fjármögnuð af einkaaðilum vekja svona fréttir ugg þegar kemur að fyrirhugaðri olíuhreinsunarstöð og umferð olíuskipa á svæðinu.
Ætli sé nokkuð hætta á að við sjáum svona frétt eftir nokkur ár:
"Björgunarlið vinna nú að því hörðum höndum að reyna að hreinsa upp olíu sem fyrst af ströndum og af hafi eftir að olíuflutningaskip brotnaði í tvennt á miðunum úti fyrir Vestfjörðum um síðustu helgi. 2000 tonn af olíu fóru í sjóinn og er reiknað með að mengunin muni valda vandræðum á Vestfjarðamiðum næstu 15 ár. Sjófuglar verða einkum fyrir barðinu á menguninni."
![]() |
Sjófuglar verða fyrir barðinu á mengunarslysinu í Azovhafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 10:50
Hin verstu fól
Það er auðvitað grafalvarlegur glæpur að keyra á 70. Veitir ekki af að taka þessa kóna til bæna!
En væri samt ekki gaman ef einhvern tíma bærust fréttir af því að löggunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvöru afbrot?
![]() |
Meirihluti ökumanna ók of hratt um Víkurveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 08:33
Með fjöll á herðunum
"Með [því að láta manninn flytja suður er] verið að skapa nýjan grundvöll fyrir umræðu um framtíð stofnunarinnar og horfa fram á veginn með opnum huga og jafnframt að svara kröfum stjórnsýsluúttektar sem gerð var á stofnuninni á síðasta ári.
Þetta eru greinilega þungvægustu búferlaflutningar sögunnar!
![]() |
Starfið á Akureyri lagt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2007 | 16:20
Verið að biðja um gott veður??
![]() |
Veðurstofan er góður vinnustaður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 16:07
Tillögur að ályktunum
Það verður gaman að sjá hvaða ályktanir verða dregnar af þessu. Hér koma nokkrar tillögur:
1. Það er neikvætt samhengi milli reykinga og áfengisneyslu. Drekkum meira, þá reykjum við minna (eða öfugt?)!
2. Aukin atvinnuþátttaka kvenna veldur meiri drykkju. Konurnar heim á bak við eldavélina (Guðni Ágústsson)!
3. Það er jákvætt samhengi á milli hagvaxtar og drykkju. Minni hagvöxt takk!
4. Áfengisneysla hefur aukist með auknum fjölda ferðamanna. Lokum landinu!
5. Ef áfengi verður selt í matvörubúðum verða allir fullir alltaf - augafullir!
![]() |
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2007 | 10:52
Almannahagur og orkuverð
Nú hef ég vissar grunsemdir um að þessar virkjanir kunni að vera hagkvæmar. Þó greinilega ekki hagkvæmari en svo að ekki virðist borga sig að selja orkuna frá þeim til áliðnaðar.
Með því að hafna samningum við LV ættu þó landeigendur að geta komið í veg fyrir þær. Það hlýtur í það minnsta að orka mjög tvímælis að hægt sé að réttlæta eignarnám á landi í þessum tilgangi, enda augljóst að hvort sem virkjanirnar standa undir sér eða ekki er langsótt að vísa til almannahagsmuna þegar ekki er um augljósa almannaþjónustu að ræða sem verður ekki vikist undan.
![]() |
Sól á Suðurlandi segir virkjanir og orkusölu tvö mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2007 | 10:02
Rétt hjá Gylfa
![]() |
Leysir ekki vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar