Furðulegur dómur

Í dómsorði Hæstaréttar segir:

"Samkvæmt 76. gr. laga nr. 2/1995 er stjórn hlutafélags óheimilt að gera neinar þær ráðstafanir, sem bersýnilega eru fallnar til að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Um gildissvið þessa ákvæðis, sem tekur mið af almennri reglu um að stjórn hlutafélags beri að gæta jafnræðis milli hluthafa, verður að líta til þess að í 55. gr. laganna er hlutafélagi heimilað að eignast með kaupum eigin hluti, sem megi þó ekki vera fleiri en sem svarar 10% af hlutafé þess, en til slíkra ráðstafana þurfi heimild hluthafafundar til félagsstjórnar, sem aðeins megi veita tímabundið. Áskilið er í þessari lagagrein að heimild hluthafafundar þurfi að taka til hámarksfjölda hluta, sem félagið megi eignast, og „lægstu og hæstu fjárhæð“, sem reiða megi fram sem endurgjald."

Og niðurstaðan í stuttu máli: 

"Í þessu felst að hluthafafundur getur að lögum heimilað stjórn að taka ákvörðun um að félag greiði í kaupum á eigin hlutum hærra eða lægra verð en nemur markaðsverði hverju sinni."

 Hæstiréttur kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þótt stjórn sé óheimilt að mismuna hluthöfum megi hún það þegar um hlutafjárkaup er að ræða.

Við þessa niðurstöðu er tvennt að athuga:

Í fyrsta lagi, eins og fram kemur í dómnum, grundvallast 76. gr. laganna á almennri reglu um að stjórn beri að gæta jafnræðis. Það að slík almenn regla sé til og hún liggi lögunum til grundvallar hefði maður ætlað að leiddi af sér að þegar lagagreinar stangast á væri litið til almennu reglunnar. En það er bersýnilega ekki gert hér.

Í öðru lagi er erfitt að sjá hvernig hægt er að túlka skilyrði um hámarksfjölda hluta og hámarksfjárhæð öðruvísi en þannig að heimildin leyfi kaup á ákveðnum fjölda hluta en þó ekki fyrir meira en hámarksfjárhæðina. Með þeirri túlkun væri þessi grein í samræmi við hina almennu reglu um að stjórn sé skyldugt að gæta jafnræðis hluthafa. Það þarf sumsé að seilast ansi langt til að draga þá ályktun að reglan um hámarksfjölda og hámarksfjárhæð leyfi greiðslu yfirverðs.

Ekki verður betur séð en Hæstiréttur telji skyldu til að gæta jafnræðis felast í meginreglu hlutafélagalaganna. Ég hélt satt að segja að þegar bein lagaákvæði stangast á bæri dómara að túlka þau í ljósi meginreglunnar. Þetta er því furðulegur dómur og vekur að óbreyttu spurningu um hæfni (ekki hæfi!) dómaranna sem málið dæmdu!


mbl.is Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkingarlaus viðmið og röng svör

Í fyrsta lagi eru það ekki heildarskuldir þjóðarbúsins sem skipta hér máli heldur nettóskuldir sem hlutfall landsframleiðslu eða, sem réttara væri, hlutfall vöruskiptajöfnuðar. Ástæðan er ósköp einfaldlega sú að eignir á móti skuldum skipta máli þegar staðan er metin. Fyrirtæki sem skuldar 100% af ársveltu er í ágætis málum ef eignirnar eru líka 100% af veltu. Séu þær hins vegar 10% er staðan verri. Því er allt tal um brúttóskuldir sem hlutfall landsframleiðslu einfaldlega merkingarlaust.

Í öðru lagi er tæpast hægt að tala um að íslenskt hagkerfi sé alþjóðavætt. Hafi það einhvern tíma verið það er amk. ekki svo nú. Og tæpast er hægt að halda því fram að staðan sé svo miklu betri nú en á sama tíma í fyrra. Með öðrum orðum: Yfirlýsingar þessa fugls eru því miður bara þvæla!

Er ekki kominn tími til þess að einhver skynsamur hagfræðingur sem tekið er mark á og ekki er í vinnu annað hvort hjá stjórnvöldum eða andstæðingum þeirra, laus við ofsatrú með eða á móti AGS, EB eða öðru sem efnahagsleg trúarbrögð snúast um nú til dags, gangi í að útskýra þessi mál á mannamáli?

Því fyrr, því betra!


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki á mannúðina logið!

Það er auðvitað afar mikilvægt að farið sé að lögum. Ekki síst þegar um skynlausar skepnur er að ræða - þá verður vitanlega að fara að dýraverndarlögum, en þau eru sett til að tryggja mannúðlega meðferð dýra. Samkvæmt lögunum felst mannúðleg meðferð þá væntanlega í eftirtöldu:

  • Skjóta á fæti þau dýr sem ekki næst til.
  • Hrekja fyrir björg þau sem leggja á flótta svo þau megi enda líf sitt limlest í urðinni.
  • Senda afganginn í sláturhús.

Það verður seint á mannúðina logið!


mbl.is Nítján kindur heimtar af Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig yrði dæmt?

Einn meginfyrirvarinn sem Alþingi setti við Icesave samninginn í sumar var að greiðsluskylduna mætti bera undir dómstóla. Hafi samningsaðilarnir talið líklegt að dómur í slíku máli félli þeim sjálfum í vil hefðu þeir vafalítið fallist á fyrirvarann enda hefði það auðveldað stjórnvöldum hér mjög að koma máliu í gegn. Það að þeir hafa ekki gert það sýnir aðeins að sjálfir trúa þeir ekki á greiðsluskyldu Íslands, heldur gera sér grein fyrir að kerfishrun eins og hér varð hlýtur að hafa úrslitaáhrif á leikreglurnar.

Þetti rennir stoðum undir þá skoðun að verulegar líkur séu á að dómur í slíku máli félli Íslandi í vil og staðfesti að okkur bæri ekki að standa undir tapi innstæðueigendanna, kannski að engu leyti, en amk. ekki að fullu.

Ekki verður betur séð en megináhættan sem tekin yrði með því að hafna samkomulaginu nú og láta Bretum og Hollendingum eftir að sækja mál sín fyrir dómi felist í að lán fáist þá ekki frá AGS og ill örlög bíði umsóknar um aðild að ESB.

Þótt vel kunni að vera skynsamlegt fyrir okkur að gerast aðilar að ESB er rétti tíminn til þess svo sannarlega ekki nú. Við þurfum að beita kröftum okkar í annað.

Hvað lánin frá AGS varðar mun þeim fyrst og fremst ætlað að mynda gjaldeyrisvaraforða sem á að styðja við gengi krónunnar. Ég held að öllu bærilega skynsömu fólki verði ljóst, velti það þessu máli fyrir sér, að gjaldeyrisvaraforði hefur nákvæmlega engin áhrif á gengi krónunnar til lengri tíma hvort sem hann er tekinn að láni eða ekki. Gengið ræðst af framboði á og eftirspurn eftir íslenskum krónum. Varaforðinn gegnir því eina hlutverki að draga úr sveiflum í genginu, en vandinn er að mikil hætta er á að honum verði misbeitt og þannig tapist stórfé.

Hvað tapast þá verði samningnum hafnað og samningsaðilar þvingaðir til að leita til dómstóla? Líklega minna en margan grunar, eða hvað?

 


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér föllum í öngvit ...

... þegar angan vitsmunanna tekur að berast úr Seðlabankanum.

Afstaða meirihluta nefndarinnar er þannig skýrð:

"Þeir bentu á að núverandi markmið peningastefnunnar væri gengisstöðugleiki og að gengisþróunin undanfarið væri ekki nægilega hagstæð til að rökstyðja vaxtalækkun. Að auki fannst þeim mikilvægt að sýna staðfestu í því að styðja við gengið."

Gleymdist að segja meirihluta nefndarinnar að a) markmið peningastefnunnar er að halda verðbólgu í skefjum og b) að í gildi eru gjaldeyrishöft og það eru þau sem halda genginu uppi, ekki vextirnir?

Eða var nefndarmönnunum sagt þetta, en þeir skildu það ekki?

 


mbl.is Tveir vildu lækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2009
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband