Þetta verður að hindra

Nú verðum við að treysta á að Alþingi hindri þá samningagerð sem hér er í uppsiglingu. Það er í besta falli ólíklegt að íslenska ríkinu beri að greiða nokkuð umfram lagalegar skuldbindingar til Breta vegna þessa máls. Í ljósi þess hlýtur samningagerð af þessu tagi að flokkast undir hrein og bein landráð.
mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýriverð - mun IMF vinna eins?

Kenningin um virkni stýrivaxta er alþekkt innan hagfræðinnar. Hún á hins vegar aðeins við í stórum, lokuðum hagkerfum. Útilokað er að hún geti átt við í litlu, opnu hagkerfi eins og okkar.

Til skýringar skulum við taka dæmi: Í þorpi einu er sjoppa og þar fæst sælgæti. Sjoppueigandinn veit að ef þorpsbúar borða mikið sælgæti fitna þeir og tennurnar skemmast. Bæjaryfirvöld vita þetta líka og setja því sjoppueigandanum fyrir það verkefni að tryggja að þorpsbúar fitni ekki um of, til dæmis ekki meira en um 2,5% á ári.

Til að ná þessu markmiði hækkar sjoppueigandinn verðið á sælgætinu, enda veit hann að verðhækkun dregur að öðru óbreyttu úr sölu. Hann kallar þetta stýriverð og byggir á ráðgjöf færustu sérfræðinga.

En vandinn er, að stutt er til næsta þorps. Nammihungraðir þorpsbúarnir streyma því þangað í löngum röðum og kaupa nammi á eðlilegu verði. Í stað þess að grennast og halda tönnum sínum heilum fitna þeir sem aldrei fyrr og tannlæknirinn fær nóg að iðja.

Til að hamla þessu á sjoppueigandinn ekki annað ráð en hækka verðið enn meira. Einu áhrifin eru auðvitað þau, að viðskiptin minnka enn. Nammiátið minnkar hins vegar að sjálfsögðu ekki. Sjoppueigandinn verður undrandi á þessu. En efasemdirnar dvína þegar hann skoðar í skólabækurnar sínar og sér að, jú, stýriverð á að virka!

Fjárfestar í hinu þorpinu veita því nú athygli að verð fer síhækkandi hjá sjoppueigandanum okkar. Af þessu draga þeir þá ályktun að reksturinn hljóti að skila umtalsverðum hagnaði. Þeir hefja því að kaupa hluti í sjoppunni og vonast eftir góðum hagnaði.

Sjoppueigandinn er vissulega ánægður með þetta, þótt hann velti því auðvitað fyrir sér hvers vegna stýriverðið virkar ekki. Hann hugleiðir líka hvers vegna enginn verslar lengur við hann nema þeir fáu sem eiga ekki bíl. En skyndilega berst honum liðsauki. Sjoppan í næsta þorpi lendir í rekstrarörðugleikum og þarf að hefja skömmtun. Sælgætisneysla dregst hratt saman í kjölfarið.

Sjoppueigandinn ræður nú færustu klæðskera til að sauma sér föt úr svo undursamlega léttu og fínofnu efni að einungis innvígðir geta séð það. Svo kaupir hann sér kórónu og fer í skrúðgöngu um götur bæjarins ásamt bæjarstjórninni, ráðgjöfum sínum – og hirðfíflinu. Hann klifrar að því búnu upp á kassa og tilkynnir bæjarbúum að þrátt fyrir allt hafi nú stýriverðið virkað.

Fáein börn hía að vísu á sjoppueigandann og segir að hann sé ekki í neinum fötum. En hver hlustar á einhverja krakkakjána? Þeir eiga líka ábyggilega einhverra annarlegra hagsmuna að gæta!

---------------

Undanfarin ár hefur Seðlabankinn fylgt þeirri stefnu að reyna að stýra neyslu og fjárfestingu með beitingu svonefndra stýrivaxta. Reynslan, og almenn skynsemi, sýna að umræddir vextir stýra hins vegar hvorki neyslu né fjárfestingu í litlu, opnu hagkerfi eins og hér. Fjöldi hagfræðinga hefur bent á þetta, en sérfræðingar, stjórnendur og bankaráðsmenn í Seðlabankanum hafa þó haldið fast við þá kenningu að vextirnir hafi áhrif. Nú síðast, þegar lausafjárkreppa reið yfir í heiminum, komu fulltrúar Seðlabankans fram sigri hrósandi og tjáðu okkur að nú væru stýrivextirnir byrjaðir að bíta! Ætli við eigum að túlka það þannig að íslenski seðlabankinn hafi hreinlega valdið lausafjárkreppunni í heiminum?

Ekki þar fyrir, að það væri svo sem eftir öðru!

---------------

Nú berast þau skilaboð að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi svipaðar hugmyndir um stýriverð og sjoppueigandinn í dæminu að ofan. Getum við treyst á einhverja sérfræðiþekkingu þar á bæ?


mbl.is Vonandi niðurstaða fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru alþjóðlegar skuldbindingar okkar?

Yfirlýsing ESB um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar er væntanlega runnin undan rifjum Breta. Almenna yfirlýsingu af þessum toga má vafalaust túlka með ýmsum hætti.

Margir hafa haft af því áhyggjur að gjaldþrot bankanna leiði sjálfkrafa til gríðarlegra skuldbindinga af hálfu ríkisins. Ég er ekki viss um að svo sé og langar að varpa fram eftirfarandi vangaveltum til umræðu:

Grundvallarreglan í félagarétti er sú, að þegar hlutafélag verður gjaldþrota geta lánveitendur gengið að eignum þess. Það er einnig grundvallarregla að ábyrgð hluthafa takmarkast við framlagt hlutafé og því er ekki hægt að ganga að öðrum eignum þeirra.

Um banka gildir, að sérstakur tryggingasjóður tryggir innistæður sparifjáreigenda, en aðeins að því marki sem fjárhagsleg staða hans leyfir

Af þessum sökum getur ábyrgð eigenda bankanna tæpast numið meiru en eignum þeirra og tryggingasjóðnum.

Vart getur verið um það að ræða að þriðji aðili, þ.e. ríkið, sé í ábyrgðum fyrir rekstri bankanna að öðru leyti en sem nemur eignum tryggingasjóðsins. Þar gildir einu þótt ríkisstjórnir hafi í sumum tilfellum ákveðið að ábyrgjast meira gagnvart sparifjáreigendum og kröfuhöfum en þeim ber, við gjaldþrot banka.

Ég velti því fyrir mér hvort vandinn sem við glímum nú við í samskiptum við Breta og aðrar þjóðir kunni að eiga sér rót í þeim neyðarlögum sem Alþingi setti og heimila ríkinu að yfirtaka innlenda starfsemi banka en skilja erlenda starfsemi eftir. Kann að vera, að skilningur margra sé sá, að með lögunum sé brotin sú grunnregla kröfuréttarins, að óheimilt sé að skjóta eignum í heild eða að hluta undan við gjaldþrot?

Rökin fyrir því að undanskilja innlenda starfsemi bankanna við gjaldþrot hafa væntanlega verið þau, að þannig yrði dregið sem mest úr tímabundnu óhagræði vegna gjaldþrotanna. Það er eðlilegt sjónarmið til skemmri tíma. 

Ég velti því þó fyrir mér hvort hugsanlegt sé, að ef stjórnvöld hefðu einfaldlega látið bankana fara í gjaldþrot í heild sinni, án þess að undanskilja innlendu starfsemina, kynni málið að horfa öðruvísi við þeim þjóðum sem við deilum nú við.

Við breytum ekki því sem þegar hefur verið gert, en það útilokar þó ekki að hægt sé að uppfylla grunnregluna um rétt lánardrottna við gjaldþrot. Það gerist með því að auk þess að kröfuhöfum sé veittur aðgangur að öllum eignum bankanna sem tilheyra þrotabúinu fá þeir aðgang að andvirði þeirra eigna sem ríkið hefur tekið yfir, en jafnframt er réttur þeirra til búanna takmarkaður við þetta.

Með þessu er sú grunnregla, að allar eignir þrotabús gangi upp í skuldir, virt, en ábyrgð ríkisins jafnframt takmörkuð. Þannig getur ríkið losnað við þær ábyrgðir sem nú er krafist. Í framhaldinu mætti svo taka um það sjálfstæða ákvörðun að nota skattfé til að bæta íslenskum innstæðueigendum tap þeirra.

Það væri áhugavert að fá fram viðbrögð lesenda við þessum vangaveltum.


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum okkar fólk!

Sjálfur hef ég alla tíð haft mestu vantrú á þessari tilraun til að komast í Öryggisráðið og talið kröftum okkar betur varið í aðra hluti.

Nú er þessari umfangsmiklu og kostnaðarsömu kosningabaráttu hins vegar að ljúka og ekki verður aftur snúið héðan af. Aðstæður hafa einnig breyst verulega, þar sem við glímum nú við tímabundna bankakreppu sem skaðað hefur orðspor okkar erlendis.

Eins og staða mála er nú kynni sæti í Öryggisráðinu að hjálpa okkur að byggja upp ímynd þjóðarinnar á ný. Árangur á þessum vettvangi myndi líka sýna að við getum staðið af okkur tímabundin áföll.

Einnig verður að líta til þess að fjöldi samlanda okkar leggur nú nótt við dag að vinna þessu markmiði brautargengi. Okkur ber skylda til að styðja þetta fólk í stað þess að gera lítið úr starfi þess.

Nú er ekki rétti tíminn til að nöldra yfir og hæðast að framboði Íslands til Öryggisráðsins. Nú þurfum við að standa saman og klára þetta mál með sóma!


mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg á Daily Telegraph

Ég setti áðan upp bloggsíðu á Daily Telegraph til að reyna að koma sannleikanum um Icesave málið á framfæri. Nokkrir Bretar hafa þegar sett inn komment og öll okkur vinsamleg.

Ég hvet alla sem hafa tækifæri til þess til að gera sitt til að koma okkar málstað á framfæri. Það er erfitt því eins og einn lesandinn bendir á erum við að fást við mjög öflugan skítadreifara, en hann segir "

...your officials have been not so much childish and silly as naive for believing the words of a government which has turned lying and spin into its primary tools of governance."

Meira á: http://my.telegraph.co.uk/tsiglaugsson/blog/2008/10/15/a_smelly_brown_object_and_the_little_little_darling


mbl.is Svalir Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúum nú vörn í sókn!

Föstudaginn 26. september, rétt áður en Glitnir var settur á hausinn, lék Sinfónían dagskrá þessara tónleika í Háskólabíói, utan tónleikaraða. Frammistaðan var frábær og efnisskráin afar vel samsett.

Ég á erfitt með að trúa því að Japanir séu orðnir svo andsnúnir Íslandi að þeir vilji ekki mæta á tónleika með hljómsveitinni okkar. Mig grunar fremur að áhyggjur af praktískum atriðum valdi þessum vanda, enda eru Japanir varkárir, sérstaklega þegar kemur að fjármálum.

En svona lagað má ekki láta gerast. Nú verða ráðherrar okkar, sem bera ábyrgð á utanríkis- og menningarmálum að hafa samband við Japani og koma í veg fyrir þetta slys.


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk hr. Brown

Sendi í morgun eftirfarandi grein til tveggja breskra blaða. Sjáum til hvort hún birtist:

 

"A smelly Brown object and little, little Darling

Sir:

On October 7th the Landsbanki of Iceland was declared insolvent and taken over by the government. For a few years the bank had operated the Icesave savings accounts in Britain, the Netherlands, Germany and other countries. The same day Chancellor Alastair Darling spoke with his Icelandic counterpart, Mr. Arni Mathiesen, who assured him Iceland would honour its legal obligations towards Icesave‘s deposit holders.

Still, the day after, in a BBC interview, Darling stated that „the Icelandic government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here.“

Since then, Icelandic officials have repeatedly made it clear that they have never issued such a statement and that Iceland has always intended to pay its lawful due, even though it amounts to the total annual GDP of the country.

2

In spite of this Alastair Darling and Prime Minister Gordon Brown have repeated their lies in the media day after day with a calculated disregard for the actual facts.

2

Perhaps our politicians are childish and silly to expect their British counterparts to have a minimal respect for the truth. Maybe they did believe in the myth of British gentlemanly behaviour, fair play being the cornerstone, only to find the sewers and their brownish contents to have taken over.

2

The same day Darling lied to the BBC about Iceland‘s intentions, he seized the Kaupthing Edge savings bank and the Singer and Friedlander bank, both owned by Kaupthing, Iceland‘s largest financial corporation, the remaining bank in good financial health after the collapse of two smaller banks. As a result, creditors had no option but to close Kaupthing‘s lines of credit, bringing the bank to bankruptcy. This was done based on the Terrorist Act. The strategy of terrorists is to create turmoil and destruction among the general public to further their own goals. This is probably the first time terrorism is based on the very laws against it!

2

By destroying Kaupthing Brown and Darling cost the Icelandic pension funds between 15 and 25 percent of their assets. The shareholders, half of the country‘s adult population, lost a large portion of their savings. Economists now expect a third of Icelandic businesses may go into bankruptcy as a result of Kaupthing‘s downfall. But the good news is that Gordon Brown enjoyed a small jump in long-awaited popularity, along with his little Darling!

2

While the two friends worked their sewer pumps, Icelandic officials negotiated with their British counterparts, not to decide if Iceland would pay it‘s dues, since this was never the question, but how and when. Meanwhile, our politicians were busy finding ways to prevent a total collapse of the economy. Should they perhaps rather have spent their time working with PR specialists to fend off the dirt being spouted by the two fine gentlemen?

2

It is important to point out that of all the countries where Icesave operated it is only in Britain that politicians have deliberately tried to cause damage to Iceland while settlements were being negotiated.

2

At Thingvellir, the Icelandic seat of Parliament for 1000 years, a deep pool is to be found, called Drekkingarhylur (Drowning pool). In the times of witchhunt, suspected witches were thrown in, to check if they told the truth about their innocence. If they sank, they were innocent. If they floated, the were presumed guilty. Having demonstrated what unsavoury material he seems to be made of, I do not expect PM Brown ever to have the guts to visit Thingvellir and take the test. His moment of truth will be the upcoming elections in Britain. Then we shall see if slander and lies against a fellow NATO country can keep him in power or not. Will he sink, or is he a floater?"


mbl.is Úrvalsvísitalan 715 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köllum sendiherrann heim!

Nú hafa rangfærslur þessara kumpána fengið að hljóma svo lengi, án nokkurra viðbragða frá Íslandi, að ég óttast að erfitt verði að leiðrétta þær nema með óvæntum og harkalegum aðgerðum.

Ég legg til að sendiherra Íslands í Bretlandi verði kallaður heim tafarlaust um leið og ríkisstjórnin sendir frá sér yfirlýsingu þar sem sannleika málsins verði komið á framfæri og ósannindi Browns og Darlings fordæmd. Jafnframt ætti þar að tilkynna um málssókn, bæði á hendur breska ríkinu og persónulega á hendur þessum kauðum tveim.

Þetta þarf að gera strax, áður en skaðinn verður meiri.


mbl.is Heitir sparifjáreigendum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að gera Brown og Darling upp

Það er gott að byrjað sé að undirbúa málssókn gegn Bretum. Nú þarf að tryggja að málið gangi hratt og snurðulaust fyrir sig. Raunar tel ég að eðlilegast væri að frysta hugsanlegar greiðslur vegna Icesave reikninganna þar til málaferlunum lýkur.

En annað er mikilvægt. Það er að láta ekki Brown og Darling sleppa persónulega. Þá ætti báða að draga fyrir dómstóla fyrir rógburð og láta í kjölfarið gera þá gjaldþrota.

Maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif þetta mál muni hafa á tengsl Íslands og Bretlands til lengri tíma. Ég hefði gaman af að vita hvort einhvern langi til að ferðast til London í bráð.


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrði til stýrivaxtalækkunar?

Maður er farinn að sjá eftir því að hafa ekki mætt á fundinn. Hann virðist hafa verið dramatískur í meira lagi.

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, benti á það í ágætri grein í Mogganum, að mig minnir á fimmtudag, að nú yrði að lækka stýrivexti án nokkurrar tafar. Það er hárrétt hjá Sigurði Kára. Þótt ekki sé nema vegna þess að atvinnulíf í landinu hefur einfaldlega stöðvast.

Ályktanir landsfunda Sjálfstæðisflokksins bera yfirleitt einkenni varfærni og málamiðlunar og er gjarna forðast að segja hluti hreint út. Ég óttast að sú einkennilega yfirlýsing fulltrúaráðsfundarins nú, að aðilar þurfi að beita sér til að "aðstæður skapist sem fyrst til lækkunar stýrivaxta" byggist á því að fundarmenn hafi haldið að þeir væru að semja einhvers konar landsfundarályktun.

Hafi aðstæður til stýrivaxtalækkunar ekki skapast nú, hvenær í ósköpunum gætu þær þá skapast? Hvað merkir þessi ósk? Er fundurinn að óska eftir loftárásum á landið? Vonast hann til þess að öll fyrirtæki skelli í lás og sendi starfsmenn heim? Æskja fundarmenn einhvers konar "Palli var einn í heiminum" ástands?

Það ástand sem nú ríkir í landinu kallar á aðgerðir, ekki varfærna tillögugerð. Slíkt er hlægilegt við þær aðstæður sem nú eru uppi og leiðir til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn missir völdin - og það kannski lengur en nokkurn gæti órað fyrir.


mbl.is Mikilvægt að skilyrði skapist fyrir vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2008
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband