Hækkun í hafi?

Það er einkar heppilegt í ljósi efnahagsástandsins að leið skuli hafa verið fundin til þess að láta 210 milljónir breytast í 650 milljónir á leiðinni til Kína. Reyndar hlýtur þessi "hækkun í hafi" að vera meiri, því einhver kostnaður hlýtur að falla til utan þátttökugjaldanna.

Svo er bara spurning hvað við ætlum að kynna á heimssýningunni. Hér eru nokkrar tillögur:

1. Tónlistarhúsið og sú nýja efnahagsstefna að styrkja atvinnulífið með byggingu tónlistarhúsa (væri ekki ráð að hafa þau fleiri?).

2. Hvalveiðar og sú nýjung að efla efnahagslífið með því að framleiða vörur sem hvergi er hægt að selja.

3. Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð ... ehemmm!


mbl.is Þátttaka Íslands vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Vissulega verða einhver samtök .. grænfriðungar og sea shepherd.. eða hvað sem þetta allt heitir.. og félagsmenn þeirra ofl ... ósáttir við að Ísland sé að hefja hvalveiðar...

En flest fólk..hlýtur að skilja að land sem er nánast gjaldþrota og er í miklum vandræðum nýti sínar auðlindir ...en það eru aðvitað alltaf öfgamenn sem mótmæla öllu...

ThoR-E, 27.2.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, en þetta er alltaf spurningin um það hvað er auðlind - hún verður að skapa einhvern auð til að vera auðlind er það ekki? Og ef hvergi er hægt að selja vöruna skapar hún tæpast mikinn auð.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2009 kl. 09:48

3 identicon

Þetta er fáránlegt hvað eru stjórnvöld að hugsa er Óli grís með puttana í þessu er ekki búið að eiða nóg í sendiráð þarna einn miljarð+? Getum við ekki notað netið til að auglýsa okkur og spara nei reka skúringakonuna og bruðla.Það á að selja allar mont sendiráðshallirnar um allan heim leigja ódýr hús í staðinn og fækka eins og hægt er með sameiningu ekki láta eins og við séum miljónir þessi ríkisstjórn er ekkert betri samþykktir þú þetta Jóhanna Sigurðardóttir það hlítur að vera og Ögmundur vertu núna harður á móti þessu þú ert allavega harður í niðurskurði á þjónustu við sjúka á Íslandi.Nei þið ættuð að skammast ykkar. 

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:53

4 Smámynd: ThoR-E

Þorsteinn... ég held nú að það væri varla farið út í svona umfangsmiklar veiðar ef ekki væri hægt að selja vöruna. Mér skildist að afurðin færi á japansmarkað.

Það var samt óþarfi að hafa þetta til 4-5 ára.. hefði verið OK að gefa út kvóta fyrir eitt ár og sjá hvernig það gengi. Hvað mundi seljast og hvað það skilaði miklu í tóman ríkiskassann.

En við sjáum hvernig fer.

ThoR-E, 27.2.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband