Hver er skilningur femínista á mannréttindum?

Það er áhugavert að velta ofangreindri spurningu fyrir sér í samhengi við þessa ályktun.

Samkvæmt fréttum byggði dómurinn á því að orð stóð á móti orði og hallaði á hvorugan aðilann hvað trúverðugleika varðaði. Því var ekki hægt að sakfella manninn, enda er það grundvallarregla að allir eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.

Að baki fordæmingu á dómnum hlýtur því annað hvort að liggja sú hugsun að dómurinn hafi metið framburðinn rangt, en til að komast að þeirri niðurstöðu hlyti stjórn Femínistafélagsins að þurfa að hafa verið á staðnum. Hins vegar gæti legið að baki það sjónarmið að framburður kæranda skuli ávallt metinn meira en framburður ákærða í slíkum málum. Ef slík sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi væri reglan um sakleysi uns sekt er sönnuð fallin úr gildi. Vill Femínistafélagið það?


mbl.is Gagnrýna sýknudóm í kynferðisbrotamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Konur og börn hafa langa reynslu af því að réttarkerfið hér er ekki fyrir þolendur kynferðisbrota. Það er hér um bil ómögulegt að fá kynferðisbrotamann dæmdan hér á landi. Það þýðir að lögin eru nánast gagnslaus og konur og börn njóta ekki réttarverndar eins og þau ættu að gera. Réttur ofbeldismanna er meiri en réttur fólks til að vera ekki nauðgað. Vilt þú það? Eða hvernig á að túlka vörn fyrir handónýtt dómskerfi á annan veg?

Svo ég svari nú samt spurningunni þinni um hvað Femínistafélagið vill þá er svarið réttlátt og skilvirkt dómskerfi þar sem hinir seku eru kærðir og fá dóm og hinir saklausu eru sýknaðir. Það er hins vegar mjög langt frá þeim raunveruleika sem við búum við.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 12:47

2 identicon

Það er alls ekki það sem kom fram í dómnum. Það var sýknað afþví að dómurinn taldi háttsemi sakbornings ekki vera kynferðisleg áreitni. Þar með er verið að gjaldfella áreitnina og segja stelpunum að ef einhver vill snerta þær gegn þeirra vilja að þá sé það allt í lagi og að þær hafi ekki rétt á að ákveða hverjir fái að koma við þær og hvernig. Ég er nokkuð viss um að þér þætti það mjög óþægilegt ef vinnufélagi tæki upp á að faðma þig og strjúka, og ímyndaðu þér núna að þetta sé yfirmaður þinn. Og ímyndaðu þér líka að það sé uþb. 30cm hæðarmunur á ykkur og 50kg þyngdarmunur. Endilega mótmæltu ef þín persónulega skoðun er sú að ekki sé gengið á rétt þinn. Það sem þessi dómur sýnir mjög skýrt er að lögin varðandi þessi mál er ábótavant. Hvort sem áreitni er kynferðisleg eða ekki þá á réttur einstaklingsins til að fara með yfirráð yfir eigin líkama brotin og ætti þá að vera hægt að dæma samkvæmt því.

Anna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:55

3 identicon

Ég heyrði að maðurinn hafi strokið annarri utanklæða eftir bakinu og kysst hina á kinnina. Ef það er rétt, þá finnst mér bara fáránlegt að kæra það. Hvað þá að nöldra yfir sýknu.

 p.s. ég myndi akki kæra ef 150kg 2m kelling myndi faðma mig og kissa á kinnina. þótt mér myndi ekki finnast það gaman. Sé bara ekki ástæðu til að kæra út af svona titlingaskít.

Óli (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"... réttarkerfið hér er ekki fyrir þolendur kynferðisbrota..." segir þú, Katrín. Þetta er auðvitað alls ekki rétt. Réttarkerfið er fyrir alla. Kynferðisbrot getur hins vegar verið afar erfitt að sanna. Upphrópanir og fordæmingar á dómurum breyta engu um það og enn hef ég ekki séð neinar málefnalegar tillögur um hvernig auðvelda eigi slíka sönnunarfærslu án þess að ganga á rétt neins.

Sé það hins vegar rétt, eins og Óli segir, að ekki hafi verið kært fyrir eiginlegt kynferðisbrot snýst málið um löggjöfina og til lítils að áfellast dómarana fyrir hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2008 kl. 15:52

5 identicon

Dómar í kynferðisbrotamálum hafa í gegnum tíðina verið óþolandi vægir. Vísbendingar eru um að þetta sé að breytast. Ég ætla ekki að blanda mér í deilur um sönnunarbyrði, þær eru flóknar á erfiðar. En um þetta mál er gott að hafa í huga að óæskileg hegðun er ekki það sama og glæpsamleg hegðun. Prestur virðist þarna hafa farið yfir strikið í slepjuskap og kjassi og eflaust var þessi framkoma óþægilegt - en það gerir athæfið ekki sjálfkrafa að glæp. Manni virðist þetta mál vera þannig vaxið að heppilegra hefði verið að það hefði verið leyst innan kirkjunnar, t.d. með brottvikningu eða áminningu.

ábs (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 287382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband