Mogginn taki sig saman í andlitinu

Um síðustu helgi birti Morgunblaðið "úttekt" á meintum breytingum á Glitni eftir að nýir eigendur komu að bankanum. Í greininni, sem skrifuð var af Agnesi Bragadóttur var því haldið fram að stefnu bankans hafi verið breytt til að þægja nýjum eigendum og því til stuðnings nefndar tölur um útlánaaukningu og lán til tengdra aðila.

Svo virðist, miðað við upplýsingar sem síðar hafa komið fram, að þær ályktanir sem blaðamaðurinn dregur séu vægast sagt hæpnar.

Umræddur blaðamaður hefur margoft komið fram opinberlega og látið sterklega í ljósi vanþóknun sína á tilteknum einstaklingum í íslensku viðskiptalífi, gjarna án þess að geta bent á neinar sérstakar staðreyndir máli sínu til stuðnings. Greinin um helgina virtist því miður þessu marki brennd.

-----

Forsíðufréttin daginn áður, ef ég man rétt, var uppsláttur um að sérstök eftirlaunaréttindi þingmanna og æðstu embættismanna hefðu verið afnumin. Slegið var upp samanburði á réttindunum fyrir og eftir lagabreytinguna sem samþykkt var fyrir síðustu helgi. Engin tilraun var hins vegar gerð til þess, að bera saman stöðuna áður en hin umdeildu eftirlaunalög voru sett og svo stöðuna nú, en slíkur samanburður er í rauninni það eina sem gæti gert lesanda kleift að átta sig á því hvort breytingin frá því fyrir helgi hafi raunverulega leiðrétt hið umdeilda misrétti eða ekki.

Hver einasti alvöru fjölmiðill hefði birt slíkan samanburð til að reyna að upplýsa lesendur sína um raunveruleika málsins. Forsíðufrétt Morgunblaðsins virtist hins vegar miklu fremur ætlað að fá lesendur til að trúa því að nú væri einfaldlega allt í himnalagi!

-----

Sem áskrifandi Morgunblaðsins geri ég þá kröfu að fréttaflutningur miði að því að upplýsa lesendur, en ekki að þægja hagsmunum, hvorki persónulegum hagsmunum blaðamanna, ritstjóra eða eigenda, né hagsmunum stjórnvalda eða einhverra tiltekinna stjórnmálaflokka. Ég vona að blaðið taki sig saman í andlitinu og fari að reyna að vera alvöru fjölmiðill.

 


mbl.is Útlánin jukust um 3.500 milljarða á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Afstaða þín til efnistaka Morgunblaðsins kemur ekki á óvart, miðað við þitt "skjól og vörn" við bitlingaborð kjötkatlanna og námunda við útrásarhyskið.

Halldór Halldórsson, 25.11.2008 kl. 11:59

2 identicon

Þorsteinn hjá hverjum vinnur þú eiginlega ?? Hef grun um hverjum þú ert að hygla og ef ég væri þú myndi ég skammast mín svo mörg eru þau orð

Guðrún (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Halldór, Guðrún: Yfirlýsingar um tengsl mín við útrásarmenn eru úr lausu lofti gripnar og aðeins til marks um vangetu ykkar til málefnalegrar umræðu. Athugasemdir ykkar hlýtur að verða að túlka þannig að ykkur þyki það sjálfsagt að fjölmiðlar fari með rangt mál.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2008 kl. 12:39

4 identicon

Verð að viðurkenna að ég sá ekki þessa umfjölunn um eftrilaunafrumvarpið í MBL en ég sá hana í DV og þvílíkkt krap hef varla nokurtíman séð eins grófa blekkingu með súlurit en þau voru mis há hjá fólki sem var með sömu krónutölur.

Þú sagðir reyndar að hver einasti alvöru fjölmiðill hefði birt slíkan samanburð og er það líklega rétt hjá þér, ég get bara ekki dæmt um það þar sem ég sé bara íslenska fjölmiðla.

Ingi (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta var síðan svipað í Fréttablaðinu. Þar var því hins vegar slegið upp að stjórnarandstaðan væri ósátt við breytinguna. En punkturinn er þessi: Ekkert þessara blaða reynir að upplýsa lesendur sína. Þau eru öll að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum. Það er orðið óskaplega þreytandi að þurfa alltaf að taka öllu með fyrirvara sem birtist í fjölmiðlum vegna þess að maður sér alltaf hagsmunina skína í gegn og brengla fréttaflutninginn!

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 287344

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband