21.10.2008 | 12:46
Stýriverð - mun IMF vinna eins?
Kenningin um virkni stýrivaxta er alþekkt innan hagfræðinnar. Hún á hins vegar aðeins við í stórum, lokuðum hagkerfum. Útilokað er að hún geti átt við í litlu, opnu hagkerfi eins og okkar.
Til skýringar skulum við taka dæmi: Í þorpi einu er sjoppa og þar fæst sælgæti. Sjoppueigandinn veit að ef þorpsbúar borða mikið sælgæti fitna þeir og tennurnar skemmast. Bæjaryfirvöld vita þetta líka og setja því sjoppueigandanum fyrir það verkefni að tryggja að þorpsbúar fitni ekki um of, til dæmis ekki meira en um 2,5% á ári.
Til að ná þessu markmiði hækkar sjoppueigandinn verðið á sælgætinu, enda veit hann að verðhækkun dregur að öðru óbreyttu úr sölu. Hann kallar þetta stýriverð og byggir á ráðgjöf færustu sérfræðinga.
En vandinn er, að stutt er til næsta þorps. Nammihungraðir þorpsbúarnir streyma því þangað í löngum röðum og kaupa nammi á eðlilegu verði. Í stað þess að grennast og halda tönnum sínum heilum fitna þeir sem aldrei fyrr og tannlæknirinn fær nóg að iðja.
Til að hamla þessu á sjoppueigandinn ekki annað ráð en hækka verðið enn meira. Einu áhrifin eru auðvitað þau, að viðskiptin minnka enn. Nammiátið minnkar hins vegar að sjálfsögðu ekki. Sjoppueigandinn verður undrandi á þessu. En efasemdirnar dvína þegar hann skoðar í skólabækurnar sínar og sér að, jú, stýriverð á að virka!
Fjárfestar í hinu þorpinu veita því nú athygli að verð fer síhækkandi hjá sjoppueigandanum okkar. Af þessu draga þeir þá ályktun að reksturinn hljóti að skila umtalsverðum hagnaði. Þeir hefja því að kaupa hluti í sjoppunni og vonast eftir góðum hagnaði.
Sjoppueigandinn er vissulega ánægður með þetta, þótt hann velti því auðvitað fyrir sér hvers vegna stýriverðið virkar ekki. Hann hugleiðir líka hvers vegna enginn verslar lengur við hann nema þeir fáu sem eiga ekki bíl. En skyndilega berst honum liðsauki. Sjoppan í næsta þorpi lendir í rekstrarörðugleikum og þarf að hefja skömmtun. Sælgætisneysla dregst hratt saman í kjölfarið.
Sjoppueigandinn ræður nú færustu klæðskera til að sauma sér föt úr svo undursamlega léttu og fínofnu efni að einungis innvígðir geta séð það. Svo kaupir hann sér kórónu og fer í skrúðgöngu um götur bæjarins ásamt bæjarstjórninni, ráðgjöfum sínum og hirðfíflinu. Hann klifrar að því búnu upp á kassa og tilkynnir bæjarbúum að þrátt fyrir allt hafi nú stýriverðið virkað.
Fáein börn hía að vísu á sjoppueigandann og segir að hann sé ekki í neinum fötum. En hver hlustar á einhverja krakkakjána? Þeir eiga líka ábyggilega einhverra annarlegra hagsmuna að gæta!
---------------
Undanfarin ár hefur Seðlabankinn fylgt þeirri stefnu að reyna að stýra neyslu og fjárfestingu með beitingu svonefndra stýrivaxta. Reynslan, og almenn skynsemi, sýna að umræddir vextir stýra hins vegar hvorki neyslu né fjárfestingu í litlu, opnu hagkerfi eins og hér. Fjöldi hagfræðinga hefur bent á þetta, en sérfræðingar, stjórnendur og bankaráðsmenn í Seðlabankanum hafa þó haldið fast við þá kenningu að vextirnir hafi áhrif. Nú síðast, þegar lausafjárkreppa reið yfir í heiminum, komu fulltrúar Seðlabankans fram sigri hrósandi og tjáðu okkur að nú væru stýrivextirnir byrjaðir að bíta! Ætli við eigum að túlka það þannig að íslenski seðlabankinn hafi hreinlega valdið lausafjárkreppunni í heiminum?
Ekki þar fyrir, að það væri svo sem eftir öðru!
---------------
Nú berast þau skilaboð að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi svipaðar hugmyndir um stýriverð og sjoppueigandinn í dæminu að ofan. Getum við treyst á einhverja sérfræðiþekkingu þar á bæ?
Vonandi niðurstaða fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað kallar IMF háa stýrivexti? Liggur það fyrir?
Sigurður Ásbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:50
En fjármagnið fer úr landi. Auðvitað leggja menn fyrir í evrum. Við treystum hvorki krónunni né íslenskum fjármálastofnunum.
Sigurður Ásbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:54
Snilldarsaga þetta er alveg eins og raunveruleikinn
Takk takk
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:55
Snildarlega sett upp hjá þér, hvert smábarn gæti skilið þessa útskýringu :)
A.L.F, 21.10.2008 kl. 12:56
Laissez-Faire: Það er að vísu þannig núna, að lokað er á erlendar lántökur. En það er aðeins til mjög skamms tíma.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2008 kl. 13:18
Bjartsýnn? Nei. Það er ég einmitt ekki
Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2008 kl. 13:24
Ég hef ekki séð neitt um langvarandi lokun á erlendar lántökur. Þú veist greinilega meira en ég.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.10.2008 kl. 13:37
Því miður er það svo að Íslendingar eru þekktir fyrir að vera vitleysingar í viðskiptum úti í Evrópu eins og stendur.
Nokkuð viss um að það á ekki eftir að breytast alveg strax. Eins hrikalega sorglegt og það er höfum við titilinn Zimbawbe norðursins.
Linda (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:22
Ég hló hjartanlega að greininni þinni Þorsteinn - þú hittir einmitt naglann á höfuðið. Kannski það ætti bara að setja þig yfir Seðlabankann? Ég viðurkenni að ég þekki lítið til þín en þú hlýtur að vera skárri en þessir snillingar sem þar ráða ríkjum í dag . Þeir jólasveinar skemmta manni lítt, nema þegar Spaugstofan færir þá upp.. og afhjúpar. Baráttukveðjur fyrir betra Ísland.
Einar Sigurbergur Arason, 28.10.2008 kl. 05:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.