13.10.2008 | 12:23
Köllum sendiherrann heim!
Nú hafa rangfærslur þessara kumpána fengið að hljóma svo lengi, án nokkurra viðbragða frá Íslandi, að ég óttast að erfitt verði að leiðrétta þær nema með óvæntum og harkalegum aðgerðum.
Ég legg til að sendiherra Íslands í Bretlandi verði kallaður heim tafarlaust um leið og ríkisstjórnin sendir frá sér yfirlýsingu þar sem sannleika málsins verði komið á framfæri og ósannindi Browns og Darlings fordæmd. Jafnframt ætti þar að tilkynna um málssókn, bæði á hendur breska ríkinu og persónulega á hendur þessum kauðum tveim.
Þetta þarf að gera strax, áður en skaðinn verður meiri.
Heitir sparifjáreigendum aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir þetta. Það er með ólíkindum hvað menn geta haldið áfram að fara með ósannindi. (Nema það séu íslenskir ráðamenn sem segja eitt við okkur og annað við AD og GB!)
Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 12:45
Svo verdum vid ad vona ad thetta seu rangfærslur. Kannski vitum vid ekki alla malavøxtu! Annars held eg ad thetta se nu bara thad sama og vid gerum. Allir reyna ad bjarga eigin skinni.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:07
Og seljum sendiherrabústaðinn til að borga skuldir útrásamanna Íslands.
Sem ég kalla föðurlandssvikara.
Allavega þá sem ætla að gera ekki neitt til að taka á sig og selja allt sem þeir eiga til að borga uppí skuldir sínar, áður en reikningurinn fer á herðar íslensk almennings.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:12
Það er óþolandi að krata-bullurnar Alistair Darling (Trotskyisti) og Gordon Brown (Stalinisti) fái að halda áfram að ljúga um staðreyndir málsins. Hefja þarf málssókn strax, áður en Bretarnir finna leið til að knésetja okkur fjárhagslega og hindra málsóknina.
Annars eigum við fjölmarga vini í Bretlandi og þeir sem hafa opinberlega útskýrt skítlegt eðli Brown og Darling, hafa fengið ótrúlegan fjölda jákvæðra athugasemda. Með upplýsinga-herferð er hægt að snúa dæminu við og það er líka nauðsynlegt áður en til uppgjörs kemur með Íslendskar eigur í Bretlandi.
Ég vil benda á mikilvægi þess að ganga frá láninu frá Rússum, áður en samið er við Bretana. Í framhaldi af því, þarf að gera vináttusamning við Rússa og sýna þannig "vinunum" sem brugðust, að við eigum möguleika í stöðunni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.10.2008 kl. 13:41
Gordon Brown og Alistair Darling eru helvítis fífl og eiga ekkert gott skilið Alveg ótrúlegt hvað þeir eru grimmir og ósanngjarnir gagnvart litla landinu okkar. Sýnum þeim kumpánum að Íslendingar láti ekki taka sig opinberlega af lífi án afleiðinga...
Linda (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:07
Nú er eg ekki sammála að kalla sendiherran heim. Hann á að sitja sem fastast og fá fremur aðstoðarfólk til að svara fjölmiðlum og hrekja heimskulegar aðdróttanir gagnvart Íslendingum úr munni bresks rudda. Gordon Brown hefur sýnt af sér „skítlegt eðli“ með því að lýsa einhliða Ísland gjaldþrota án þess að kynna sér réttar og eðlilegar staðreyndir sem varða þetta viðkvæma mál.
Í Þorskastríðinu sem hófst 1. sept. 1972 urðu mjög mikil átök er bresk herskip og dráttarbátar reyndu margsinnis að sigla niður íslensk varðskip. Sem diplómatískt vopn notuðu Íslendingar þá hótun að þeir gáfu bresku stjórninni tiltekinn frest að sigla herskipum sínum og öðrum skipum út fyrir íslenska landhelgi. Ef ekki yrði við því, væri íslenska ríkisstjórnin tilneydd að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Og íslenska ríkisstjórnin stóð við þetta.
Um þær mundir var gríðarlega fjölmennur mótmælafundur á Lækjartorgi. Í framhaldi af honum fóru þúsundir að breska sendiráðinu við Laufásveg og grýttu það. Nánast hver einasta rúða hússins var mölvuð mélinu smærra. Brian Holt var inni í húsinu og kvaðst hafa skriðið undir eikarborð og þannig náð að bjarga lífi sínu. Eikarborð hafa oft komið við sögu á ögurstundu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.