Skrýtin þjóð í vanda

Þótt vafalaust verði margir landar vorir stoltir þegar minnst er á skerið í erlendum fjölmiðlum má ekki gleyma því að einkennilegheit af þessum toga styðja fyrst og fremst við þá ímynd að við séum skringileg villiþjóð á útnára heimsins - svona nokkurs konar Hobbitar með skrýtin áhugamál, sem engin ástæða er til að taka alvarlega, hvorki í menningarlegum efnum né öðrum.

Varla er nema von að erlendar þjóðir eigi erfitt með að ímynda sér annað en að eitthvað gruggugt sé á ferðinni þegar svona fólk fer að gera sig gildandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

Reðursafnið á Reuters! - Vá hvað við erum nú merkileg!

Það væri áhugavert ef einhver sérfræðingur tæki sér fyrir hendur að greina hversu mikil áhrif reðursöfn, álfatrú, "get lucky in Reykjavik", þorramatur og önnur slík skemmtilegheit, að ógleymdu meðfæddu stolti yfir því að vera álitinn einkennilegur, hafa á tiltrú útlendinga á getu okkar til að gera eitthvað af viti, hvort sem er í vísindum, menningu eða viðskiptum.


mbl.is Reðasafnið á Reuters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 287396

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband