25.4.2008 | 09:42
Förum varlega!
Geir Haarde tekur hugmynd um þjóðarsjóð, sambærilegan olíusjóði Noregs, af varfærni. Það er skynsamlegt. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eiga að forðast að hlaupa til og taka undir mál af þessu tagi umhugsunarlaust.
Norski olíusjóðurinn var settur á fót fljótlega eftir að olía fannst í Norðursjó. Hugmyndin að baki var ekki aðeins sú að mynda varasjóð, heldur var tilgangurinn ekki síður sá að koma í veg fyrir að olíutekjur, sem fyrir liggur að eru tímabundinn búhnykkur, streymdu inn í hagkerfið og sköðuðu aðra atvinnuvegi. Hér á Íslandi er slíkum aðstæðum alls ekki til að dreifa og norsku rökin eiga því ekki við.
Þetta merkir hins vegar ekki að hugmyndin um þjóðarsjóð sé endilega slæm. Áður en slíkar ákvarðanir eru teknar þarf hins vegar að greina rót vandans. Aðeins þannig má komast að því hvort slíkur sjóður leysir einhvern vanda og hvort aðrar lausnir eru nærtækari og eðlilegri.
Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Norski olíusjóðurinn hefur stundum fjarfest í vafasömum fyrirtækjum. Hérna um árið kom í ljós að þeir voru stærsu hluthafarnir í umdeildu fyrirtæki sem er langstærstir í framleiðslu á jarðsprengjum! Helstu viðskiptavinir þess fyrirtækis voru einræðisherrar í Afríku!
Þegar Gro-Harlem Brundtland komst að þessu varð hun ævareið og linnti ekki látum fyrr en búið var að selja hlutabréfin í þessu umdeilda fyrirtæki! Forsvarsmenn Norska olíusjóðsins ypptu öxlum og rökstuddu ákvörðun sína að um afbragðs góða fjárfestingu væri um að ræða!
Taldi meirihluti stjórnar Landsvirkjunar ekki tilvalin fjárfesting að fjárfesta í virkjunum þó svo að tugum fossa og náttúru landsins sé fórnað? Það er þessi grímulausi ágirndarhugur sem glepur mönnum sýn. Siðferði skiptir engu máli, aðeins að gróðinn skili sér í vasana!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.