18.3.2008 | 14:14
Hvað með gullið?
Það hlýtur auðvitað að vera algert forgangsatriði að nýta náttúruauðlindir. En gleymum því ekki að þorskur og orkulindir eru ekki þær einu. Því hlýtur að vera mikilvægt nú á þessum síðustu og verstu tímum að hefja tafarlaust nýtingu annarra auðlinda undir fótum okkar og í kringum okkur. Þar má nefna brennistein, sem lítið hefur verið nýttur undanfarin ár. Einnig gull, en það fannst á sínum tíma í Vatnsmýrinni.
Einhver kynni að hreyfa þeirri mótbáru að nýting þessara auðlinda sé ekki hagkvæm. En ráðið við því er einfalt: Með ríkisábyrgð má nýta allt. Við höfum ríkisábyrgð á orkusölu til stóriðju, því ekki að ábyrgjast líka gull- og brennisteinsvinnsluna. Þá getum við áreiðanlega látið líta út fyrir að hún borgi sig!
Áhyggjuefni að sumir vilji ekki nýta auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýting er góð, en í sátt er best að búa.
Verðum að komast niður á matsleið sem meirihlutinn er sáttur við, skilgreina huglæg verðmæti og önnur verðmæti, til dæmis sem stig í einkunnargjöf, og setja þannig upp gildismat, sem flokkar svæði sem nýtanleg og ekki nýtanleg.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 09:02
Mannauður er auðlind best.
Kannski við hættum með ríkisstirktan landbúnað uppá 15milljarða og aukum fjármagn framhaldsskóla og háskóla um 50%.
Svo er það bara að fá ríkið til að halda áfram að byggja við reykjavík, betri leið til að halda húsnæðisverði niðri en að hækka stýrivexti úr 4 í 14%
VNV án húsnæðis, 2003 0,7% 2004 2,1%, 2005 0,9%, 2006 4,8%, 2007 2,5% eða 2,2% að meðaltali.
En þú gleymir túrismanum, hver vill ekki koma til Íslands núna, eða ferðast innanlands í sumar, ekkert ódýrt að fara til útlanda lengur. 5Euro rommið á spáni kostar núna 600kr í stað 400kr áður lol. En að öllu ganni slept, þá þarf að gera eitthvað í:
Bílasköttum, Bensínsköttum, Áfengi og mat. Enga tolla á þetta 25% vsk. er alveg nóg. Geta haft 5-25% aðfluttningsgjöld kannski.
Annars bara taka skatta inn sem eignaskatta, það ætti að slá á húsnæðisverðið.
Johnny Bravo, 21.3.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.