Hundrað á móti einum!

Árás Ísraelshers á óbreytta borgara á Gaza hófst eftir að einn úr þeirra liði féll í flugskeytaárás. Samkvæmt fréttum hefur þeim tekist að myrða 100 manns, að stórum hluta konur og börn.

Í seinni heimsstyrjöldinni var algengt að þýsku kynþáttahyggjumennirnir hefndu fyrir árásir andspyrnumanna á hernumdum svæðum með því að smala saman nokkrum fullorðnum karlmönnum og skjóta þá gæfu tilræðismenn sig ekki fram innan tiltekins tíma.

Ísraelsku kynþáttahyggjumennirnir, lærisveinar þeirra, hafa greinilega betrumbætt aðferðina!


mbl.is Abbas rauf pólitísk tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Þorsteinn !

Ekkert er einhlítt þarna, en,..........  minni á ógrynni landsvæða, sumra vel byggilegra, í Araba löndunum, hver gætu nýtst Filisteunum (Palestínumönnum). Auðvitað; spilar inn í; háskaleg trúarkenningin, frá Mekku, líka sem stjórnmálalegir hagsmunir, m.a.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jamms. Þessi svæði gætu vafalaust nýst Ísraelsmönnum líka. En tilvist óbyggðra landsvæða er eiginlega ekki röksemd í málinu. Hugsum okkur að Íslendingar réðust inn í Noreg og hertækju þar landsvæði í krafti þess að forfeður okkar hefðu hrakist þaðan fyrir þúsund árum. Við gætum auðvitað bent "frumbyggjunum" á ný svæði til að setjast að á, en myndi það breyta einhverju um rétt eða réttleysi okkar?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.3.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Palestína er orðin eftirmynd gettósins í Varsjá, Ísraelsmann eru orðnir að því sem þeir hötuðu mest sjálfir.

Þjóðernis fasistum sem reka stærstu fangabúðir heimsins með stuðningi og í skjóli Bandaríkjamanna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband