24.1.2008 | 08:53
Ábyrgð fjölmiðla - ábyrgðarleysi Moggans
Morgunblaðið birtir í gær aðalfrétt á forsíðu þess efnis að Exista sé að fara á hausinn. Fréttin er byggð á greiningu SEB. Í tilefni af þessu hrapaði gengi Exista á markaði í gær og ekki er ólíklegt að fréttin hafi haft áhrif á gengi fleiri félaga.
Í gær kom hins vegar í ljós, þegar greiningardeildir tóku að rýna í skýrslu sænska bankans að niðurstöður hennar byggðust á alvarlegri reikningsskekkju. Fjallað er um það mál með þeim hætti í Morgunblaðinu í morgun, að greiningardeildirnar séu ekki sammála sænska bankanum og í leiðara segir að SEB og greining Glitnis þurfi að "útkljá" það mál sín á milli. Svona rétt eins og um sé að ræða eitthvert pólitískt rifrildi!
Morgunblaðið leggur talsverða áherslu á fréttir af vettvangi viðskiptanna, ekki síður en stjórnmálafréttir. Viðskiptablað Morgunblaðsins kemur út einu sinni í viku og komið hefur fyrir að blaðið hefur birt vandaðar úttektir og fréttaskýringar af vettvangi viðskipta.
Maður hlýtur nú að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki hljóti að vera eðlilegt, þegar mikilvægt úrlausnarefni á borð við þetta kemur upp, að blaðið sjái einfaldlega sjálft um að "útkljá" málið. Eða eru ekki fjölmiðlar einmitt til þess að rýna í atburði og upplýsa lesendur eins og kostur er? Og hefur ekki Morgunblaðið á að skipa vel menntuðum viðskiptablaðamönnum sem geta einfaldlega kafað ofan í svona mál?
Eða er þessu öðruvísi háttað? Lítur Morgunblaðið kannski þannig á að hlutverk þess sé það eitt að henda á lofti óstaðfestar og ógrundaðar sögusagnir og láta svo þá sem þær beinast að um að neita þeim? Þessi fréttaflutningur í gær bendir því miður til þess. Meðan sú stefna er óbreytt hljóta þeir sem stunda viðskipti á markaði einfaldlega að þurfa að venja sig á að loka augunum þegar "athygliverðar" fréttir af vettvangi viðskiptanna birtast í Morgunblaðinu og gera ráð fyrir að um sögusagnir sé að ræða þar til greiningardeildir bankanna hafa lagt á þær dóm.
Lækkun í kauphöll 463 milljarðar frá áramótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og þú veist, þá er engin frétt eða heimild traustari en sú sem þú byggir sjálfur á. Í þessu tilfelli virðist Morgunblaðið hafa byggt sýna frétt upp á trausti á erlendum banka, sem virðist vera samt öruggari grunnur en greiningadeildir innlendra banka, sé miðað við þeirra ráðgjöf undanfarið.
Eina sem mér finnst merkilegt er að fjárfestar skuli byggja sýnar ákvarðanir á dagblöðum, á erfitt með að trúa því.
Og miðað við panikkið sem hefur gripið Exista og sums innlenda banka í kjölfarið, verður maður hugsi um raunverulega stöðu þessara fyrirtækja.
Var þessi mikla hlutabréfaveisla ekki byggð upp á bréfaskiptum, á milli aðila sem höfðu á bak við sig tiltrú og væntingar, en ekki varanlega peninga eða raunverulegar eignir.
Er ekki bara ýmindar heimurinn í viðskiptalífinu, að tapa því sem aldrei var til, en tókst samt að veðsetja upp fyrir haus.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.1.2008 kl. 09:14
Kaupthing var 1. október í 1087
í gær var gengið 682
Exista á 23% þeirra tap 69 milljarðar í kaupþingi eingöngu!!(kauptþing lækkað að markaðsvirði 300 milljarðar)
Lánin þeirra hafa ekki lækkað þannig að það tap leggst ofaná. Ég tel að við séum að horfa á næsta Enron.....
Jeffrey Skilling (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 10:17
Fjárfestar byggja ákvarðanir sínar á upplýsingum sem þeir telja trúverðugar, m.a. úr fjölmiðlum. Gagnrýni mín á Moggann snýr ekki aðeins að því að blaðið birti athugasemdalaust greiningar á forsíðu án þess að skoða forsendurnar fyrst. Hún snýr ekki síður að því einkennilega viðhorfi, að það sé eðlilegt að fjölmiðill sem vill láta taka sig trúanlega láti aðra um að kanna sannleiksgildi fréttanna eftir á.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2008 kl. 10:45
Ekki það að ég ætli að réttlæta frétta flutning íslenskra fjölmiðla!
Þetta er það sama og verið hefur síðustu ár. Ég veit ekki betur en að blaðamenn hafi, allt fram á síðustu daga, verið að kalla til "sérfræðinga" greiningadeildanna til að fá þeirra álit á því sem er að gerast og leyft þeim að tala þar það sem þeir vilja, án þess að gera við það athugasemd. Hvað þá að benda þeim á að ekkert af því sem þeir sögðu síðast, stóðst.
Hvers vegna ætti þá Mogginn allt í einu að byrja á því í gær að rannsaka heimildir og útreikninga annarra, áður en þeir flytja fréttir af útreikningum greiningadeildar SEB.
Er það bara af því að það er útlendur banki, sem reiknaði?
Jóhannes Snævar Haraldsson, 24.1.2008 kl. 11:13
Það er nú talsverður munur á því að spyrja sérfræðing hvað hann haldi um þróun markaðarins og að slá upp á forsíðu frétt um að eitt helsta fjárfestingafélag landsins sé að fara á hausinn. Ég held að hver maður sjái að þar er tvennu ólíku saman að jafna.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2008 kl. 12:18
Jú, það er nokkuð til í því hjá þér Þorsteinn. Enda ætla ég ekki að réttlæta fréttaflutning þeirra, og þá hvorki í gær né síðustu árin meðan allt var á uppleið.
Það sem ég á við er það að þetta er ekkert nýtt. Allann uppgangstímann sáum við svona fréttir, en þá voru þær bara í hina áttina. Allir fjölmiðlar komu með "aðalfrétt/forsíðufrétt" af því hve rosalega hlutabréfin (eða þá húsnæði) voru að hækka í verði og hve verðgildi félaga væri að aukast.
Þá var samskonar aðfinnslulaus fréttaflutningur í gangi og "meðvirkni" fjölmiðla í því að þenja út blöðruna, sem nú er sprungin, var töluverð.
Við (þar með talin ég) gleymdum að skamma þá, þá. Þá var gaman í partíinu.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 24.1.2008 kl. 13:56
Mér brá einnig mjö ónotalega að lesa þessa forsíðufrétt. Fréttir þurfa að styðjast við mjög traustar heimildir.
Nú veit eg að vestur í Bandaríkjunum er búsettur Íslendingur sem lengi hefur verið á bólakafi í efnahagsmálum, bæði að fornu og nýju. Hann skrifaði bækur og varð hann einkum þjóðþekktur fyrir þá fyrri: Falið vald. Síðari bókin fjallaði einkum um hernaðarmaskínuna kringum Hitler enda nefndi hann hana: Skákað í skjóli Hitlers.
Höfundurinn Jóhannes Björn Lúðvíksson heldur úti vandaðri heimasíðu: http://www.vald.org
M.a. sem hann hefur verið að fást við að undanförnu eru efnahagsþrengingar þær sem nú ganga yfir hinn kapítalista heim. Hann greinir vandann og ekki er að sjá annað en að Jóhannes sé fundvís á ástæður þessara vandræða. Hann ritar mjög góða íslensku og setur mál sitt á skýran og aðgengilegan hátt. Leyfi eg mér að benda á þessa heimasíðu.
Mér finnst mjög einkennilegt að aldrei er vísað í rannsóknir Jóhannesar. Þær virðast styðast við bæði traustar og virtar heimildir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2008 kl. 15:29
Takk fyrir ábendinguna, Guðjón. Ég kíkti aðeins á síðuna og virðist hún áhugaverð. Mun sannarlega skoða hana betur.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.