6.12.2007 | 09:03
Nýtt kvótakerfi?
Þessi ábending vekur vissulega athygli. Hún er kannski fyrst og fremst til marks um það, að því fer fjarri að öll kurl séu komin til grafar í þessum málum.
Nú sitja fulltrúar ríkja heims á fundi í Balí til að ræða um loftslagsmál og losunarkvóta. Losunarkvótar eru vafalaust komnir til að vera. Þegar hefur myndast markaður með þessa kvóta og vægi hans á vafalaust eftir að aukast. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig þróunin verður þegar þjóðir heims, fyrirtæki og einstaklingar fara að gera sér fulla grein fyrir því að heimildir til mengunar andrúmsloftsins eru skyndilega að verða takmörkuð gæði.
Nýverið ákvað íslenska ríkisstjórnin að úthluta ekki kvótum til nýrra stóriðjuvera sem eru á teikniborðinu. Þau stóriðjuver sem fyrir eru halda hins vegar sínum kvótum. Því fer fjarri að allir hafi verið sáttir við þau málalok. Samt voru þeir sem ekki fengu kvóta aðeins að verja hagsmuni hugsanlegra, en ekki raunverulegra fyrirtækja, sem þegar höfðu hafið rekstur.
Hér á Íslandi eigum við nýlegt dæmi um sambærilegt mál, en það var þegar fiskveiðiheimildir urðu allt í einu takmörkuð gæði sem tóku að ganga kaupum og sölum. Fá mál önnur hafa valdið jafn djúpstæðum klofningi í samfélaginu og sér raunar enn ekki fyrir endann á þeim deilum sem spruttu af því með hvaða hætti fiskveiðikvótum var úthlutað á sínum tíma.
Álitamál tengd mengunarkvótum og meðferð þeirra gætu hæglega orðið í það minnsta jafn mikilvæg pólitískt og álitamálin um kvótakerfið. Það verður mikilvægara með hverjum deginu að fá að vita hver viðhorf stjórnmálaflokkanna eru til þessa máls. Er til dæmis eðlilegt að þau fyrirtæki sem nú nýta losunarheimildir haldi þeim án þess að greiða fyrir? Hvernig verður jafnræði tryggt gagnvart nýjum mengandi fyrirtækjum? Hvaða atvinnugreinar verða fyrir áhrifum af því, þegar losun mengandi efna verður kvótabundin? Mun sjávarútvegurinn til dæmis þurfa að kaupa losunarkvóta? Og hvað með landbúnaðinn?
Þessar spurningar munu koma upp á yfirborðið fyrr en varir. Þá er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi myndað sér rökstuddar skoðanir sem byggja á framsýni og skynsemi. Sú umræða þarf að fara að hefjast, svo ekki þurfi að grípa til hraðsoðinna og vanhugsaðra lausna þegar að því kemur að leysa málið.
Ganga skaðlegri en akstur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.