Sóley bjargar sér frá heiminum!

Ég rakst áðan á nýja færslu Sóleyjar Tómasdóttur þar sem hún veltir því upp hvað Reykjavíkurborg geti gert til að menn hætti að lemja konurnar sínar. Það stendur víst fyrir dyrum feminísk ráðstefna um þetta.

Mín fyrsta hugsun var auðvitað sú að heimsækja Sóleyju og hrekkja hana smá með sniðugum hugmyndum. En viti menn, þá er hún búin að loka á athugasemdir á síðunni sinni!

Nú hef ég eiginlega alltaf litið þannig á að hluti þess að standa í þessu bloggbrölti sé að skapa umræður, sem oft verða skemmtilegar og vitrænar rökræður úr. Ég tók til dæmis þátt í mjög upplífgandi umræðum um trú og trúleysi á síðunni hans Hlyns Hallssonar fyrir örskömmu síðan og held að við öll sem þar komum að höfum gengið frá þeirri samdrykkju nokkurs vísari og með betri skilning hvert á annars viðhorfum. Hluti af þessu er svo auðvitað að alls konar apakettir geta líka slæðst inn á athugasemdasíðuna. Þá tekur maður því bara eins og maður (nú eða kona auðvitað!), hvort sem maður kýs að grínast í þeim eða leiða þá einfaldlega bara hjá sér.

Mér finnst sumsé frekar tilgangslítið að halda úti svona síðu en loka á athugasemdir og benda fólki bara á að panta tíma ef það langar að skiptast á skoðunum við mann. En þetta er kannski ný nálgun í samræðustjórnmálum hjá Sóleyju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband