Einkennilegur félagsskapur

Siðmennt er undarlegur félagsskapur. Þetta félag komst fyrst í fréttir þegar það tók að skipuleggja svokallaðar "borgaralegar fermingar". Borgaraleg ferming er einhvers konar manndómsvígsla fyrir börn sem fá ekki að fermast, svo þau geti samt haldið fermingarveislu og fengið pakka.

Nú er félagið farið að berjast gegn öllu kristilegu starfi í skólum og virðist þar, því miður, eiga dyggan stuðning Menntamálaráðherra. Samt segist félagið ekki vera á móti litlu jólunum. En litlu jólin eru auðvitað ekkert annað en trúarleg hátíð með helgileikjum og sálmasöng. Siðmennt vill því væntanlega rýja hátíðina innihaldi sínu.

Gerviferming. Gervi-litlujól. Hvað kemur næst? Gerviskírn, gervijarðarför, gervimessa? Ætli þetta fólk borði plastkalkún á jólunum?


mbl.is Siðmennt ekki á móti litlu jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður segir bara ,Talibanar hvað.

magga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Ár & síð

Varla er fólkið heldur á móti jóla- og páskafríum.

Ár & síð, 30.11.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Púkinn

Hvers konar bull er þetta?  Eins og jól eru haldin hér á íslandi er einfaldlega ekkert kristilegt við þau.  Þvert á móti, þetta er hundheiðin vetrarsólstöðuhátíð - hátíð ljóss og friðar, hátíð gjafa og góðs matar.

Það er engin ástæða til þess að ætla að trúleysingjar séu eitthvað á móti "jólum" sem slíkum - þeir halda þau flestir sjálfir - eru bara ekki að blanda neinu "kristilegu" inn í þau. 

Eini hópurinn sem er virkilega á móti jólum (og "litlu jólunum í skólum" eru Vottar Jehóva. 

Púkinn, 30.11.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vottarnir mega þó eiga það að þeir eru samkvæmir sjálfum sér. Jólin eru kristin hátíð, vottarnir eru ekki kristnir og halda þau því ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jólin hafa ekkert með Ésú að gera. Hann stal þeim hinsvegar, eða réttara sagt hinir sjálfskipuðu umboðsmenn hans.

Brjánn Guðjónsson, 30.11.2007 kl. 16:34

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat. Og Ramadan hefur ekkert með Múhameð að gera heldur!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 16:57

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

"Borgaraleg ferming er einhvers konar manndómsvígsla fyrir börn sem ekki að fermast"

 Hvurn fjandann meinarðu?? Bróðir minn fermdist borgaralega og það var algjörlega hans ákvörðun. Ég umgekkst þessa unglinga í hans fermingarhópi og það var alls ekki að merkja að þau væru þarna tilneydd, frekar var um að ræða þroskaða og greinda einstaklinga sem láta ekki ljúga að sér og misnota.

Ég hefði gefið mikið fyrir að hafa þennan kost Siðmenntar á sínum tíma í stað þess að vera vélaður óharðnaður inn í lygaklúbb kirkjunnar. Mér finnst þessi grein þín vera úldið fordómaþvaður sem lítilvirðir unglingana sem kjósa að taka ekki þátt í múglyginni.

Ferming er miklu eldri en kristin trú og er framkvæmd í öllum þjóðfélögum, kristnum eða ekki.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.11.2007 kl. 17:30

8 identicon

Sigurður......ertu þá að meina að þeir sem ákveða að fermast hjá Þjóðkirkjunni séu ekki þroskaðir og greindir einstaklingar. Bara bjánar sem hafa látið ljúga að sér og misnota sig???? Held þú ættir aðeins að róa þig niður og vera ekki að lítilsvirða unglingana sem kjósa að láta ferma sig. Svo talar þú um fordóma.......líttu í eigin barm drengur.

Þórhildur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:51

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja hérna. Það er greinilegt meðal hvaða "trúarhóps" ofstækið er mest! Og Kristinn, það er rangt að Hvítasunnan sé stærsta hátíð kristinna manna. Það eru páskarnir. Vissulega héldu Ásatrúarmenn jól. Það breytir ekki því að inntak jólanna í vestrænu samfélagi er fyrst og fremst kristið. Einu sinni var inntak hjónabandsins verslun með konur þar sem menn seldu dætur sínar í hjónaband og fengu borgað fyrir. Í dag er það sáttmáli byggður á jafnræði aðila. Það að eitthvað hafi einhvern tíma verið einhvernveginn merkir ekki sjálfkrafa að það sé þannig enn!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 17:56

10 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

"Sigurður......ertu þá að meina að þeir sem ákveða að fermast hjá Þjóðkirkjunni séu ekki þroskaðir og greindir einstaklingar."

Þú ættir að fá verðlaun fyrir að draga rangar ályktanir ...... stelpa!

Hér er smá kennsla í rökleiðslu

Ef allir skussar eru lufsur,

og allar lufsur eru skonsur,

eru þá allar skonsur skussar? Nei, ekki endilega.

Ef ég er að lítilsvirða unglinga sem ferma sig í kirkju er ég að lítilsvirða sjálfan mig, ég fermdist eins og ég er búinn að segja. Hvar sagði ég eitt stakt orð um börn sem ákveða að láta ferma sig í kirkju. Ég er að gagnrýna orð Þorsteins og ég er að gagnrýna þjóðkirkjuna.  Þorsteinn orðaði það svo að börn sem ferma sig borgaralega "fengju" ekki að ferma sig í kirkju. Hann er að gefa  eitthvað í skyn sem er í meira lagi vafasamt. Sparaðu sjálf gífuryrðin ef þú kannt ekki að fara með þau.

Fyndið hvernig þú spyrð mig hvort ég sé að draga tiltekna ályktun og ákveður síðan bara upp á eigin spýtur að ég hafi dregið hana, og gagnrýnir það svo, og ákveður svo líka bara upp á eigin spýtur að ég sé æstur og ætti að róa mig. Þú ættir nú kannski að lesa betur bullið sem þú skrifar.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.11.2007 kl. 19:09

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hlýt að taka undir með Þórhildi. Sigurður segir að þeir sem ekki láta ferma sig í kirkju séu þroskaðir og greindir sem ekki láta ljúga að sér og misnota. Hann heldur áfram og fullyrðir að fermingarbörn séu einstaklingar sem séu vélaðir óharðnaðir inn í lygaklúbb kirkjunnar.

Þetta er nú tæpast hægt að lesa neitt öðruvísi en Þórhildur skilur það:

Liður 1: 

1. Kirkjan er lygaklúbbur.

2. Af því leiðir að þeir sem tilheyra kirkjunni láta ljúga að sér.

3. Þeir sem fermast í kirkju tilheyra kirkjunni. 

Ergo. Þeir sem fermast í kirkju láta ljúga að sér.

Liður 2: 

1: Skynsamir einstaklingar láta ekki ljúga að sér.

2 (leiðir af niðurstöðunni í lið 1): Þeir sem fermast í kirkju láta ljúga að sér.

Ergo: Þeir sem fermast í kirkju eru ekki skynsamir einstaklingar.

Þetta er kjarninn í því sem Sigurður segir, hvort sem hann er að meina það eða ekki. Ég læt svo vera að draga af því einhverjar ályktanir að hann er fermdur sjálfur!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 20:05

12 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ok, skoðum þetta, það er allaveganna eitthvað vit í þessu hjá þér Þorsteinn.

Liður 1 :

1. Kirkjan er lygaklúbbur.    (sammála)

2. Af því leiðir að þeir sem tilheyra kirkjunni láta ljúga að sér.  (sammála)

3. Þeir sem fermast í kirkju tilheyra kirkjunni.   (sjálfgefið)

Ergo. Þeir sem fermast í kirkju láta ljúga að sér.   (algjörlega sammála )

Liður 2: 

1: Skynsamir einstaklingar láta ekki ljúga að sér.

     Hér verður þér á, að ég sagði að unglingarnir sem láta ferma sig borgaralega séu nógu skynsöm (ég sagði reyndar þroskuð og greind) til að láta ekki ljúga að sér, ekki að þeir sem ferma sig í kirkju séu óskynsamir (hvað þó óþroskuð miðað við aldur né treggreind) heldur bara að þeir láti ljúga að sér, hér ertu að gera mér upp skoðun og að blanda saman skynsemi og trúgirni, margir skynsamir láta ljúga að sér, allaveganna að mínu mati, gerist á bestu bæjum.   

2 (leiðir af niðurstöðunni í lið 1): Þeir sem fermast í kirkju láta ljúga að sér.

Ergo: Þeir sem fermast í kirkju eru ekki skynsamir einstaklingar.

Ég vil reyndar árétta aftur að mér finnst það óskynsamt að láta ferma sig svona ung (það þarf þó ekki að dæma alla manneskjuna sem óskynsama, heldur er þessi einstaki gjörningur óskynsamlegur, ég er t.d skynsamur maður en geri stundum óskynsamleg mistök) og grunar mig sterklega gjafagræðgi fremur en þroskaða lífsskoðun, þannig var það allaveganna hjá mér og öllum sem ég þekki, og þeim sem ferma sig borgaralega. En það þarf ekki að þýða að mér finnist þeir einstaklingar vera óþroskaðir miðað við aldur né treggreindir, það fer fjarri. Það var hinsvegar niðurstaða Þórhildar, og ég kann ekki að meta svona aðdróttanir.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.11.2007 kl. 20:35

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit nú ekki hvað maður á að vera að elta ólar við þetta. Liggur það ekki í augum uppi að ef það að láta ekki ljúga að sér er merki um skynsemi hlýtur það gagnstæða að eiga við um það að láta ljúga að sér? Niðurstaða Þórhildar stendur því, en auðvitað miðað við orðanna hljóðan í því sem þú sagðir fyrst, en varst kannski ekki alveg að meina. Og enginn verður verri maður af því að skýra afstöðu sína til að forða misskilningi eftir því sem umræðunni vindur fram!

Ég get hins vegar verið þér sammála um það að kannski ætti fermingin að vera síðar á lífsleiðinni. Það sjónarmið hefur oft komið fram og helstu rökin fyrir því eru þau, að fermingaraldurinn miðist við skemmri ævi en fólk getur búist við nú og því fylgi síðbúnari þroski og ábyrgð. Það er líka alveg rétt að mörg börn fermast bara til að fá gjafir, rétt eins og fólk giftist bara út af athöfninni og veislunni.

Púkinn benti á hér að framan að Vottar Jehóva væru eini hópurinn sem ekki héldi jól. Ég ítreka, að þótt ég hafi verulegan ímigust á þeim söfnuði finnst mér virðingarverð afstaða að sleppa því einfaldlega að taka þátt í því sem manni finnst merkingar- eða tilgangslaust. Gagnrýni mín á Siðmennt er fyrst og fremst sú, að mér finnst þessi félagsskapur fyrst og fremst snúast um að búa til einhverjar platathafnir eða eftirlíkingar kristinna athafna. Sú skoðun mín tengist í sjálfu sér ekki afstöðu minni til trúar eða trúleysis, heldur byggir hún bara á þeirri sannfæringu að menn eigi að vera trúir eigin afstöðu.

Varðandi þau orð mín í upphafi að sumum börnum sé meinað að fermast, þá er ég auðvitað ekki aðeins að tala um þau, heldur líka þau sem taka sjálf þá ákvörðun að fermast ekki, en vilja samt fá pakka. Það fórst bara fyrir að taka það fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 22:13

14 identicon

LOL

Sigurður.......Ef þú ert að kommentera á blogg og getur ekki tekið því að fólk lesi það út úr þínum orðum sem þú skrifar svo skýrum orðum....þá ættirðu kannski bara að sleppa að bulla svona. Þú hefðir kannski bara átt að orða hlutina eitthvað öðruvísi, eða hvað?

"það var alls ekki að merkja að þau væru þarna tilneydd, frekar var um að ræða þroskaða og greinda einstaklinga sem láta ekki ljúga að sér og misnota."

Það sem Þorsteinn var að tala um upphaflega var að þessi borgaralega athöfn hefði verið tekin upp til að koma til móts við börn sem ekki fermdust. Hann sagði ekkert um að þau væru tilneydd en samt þurftir þú að taka það fram sérstaklega.

Hverjir eru það sem láta ljúga að sér og misnota ef þú þarft að taka það fram að þessir ákveðnu krakkar séu greindir einstaklingar sem láti ekki ljúga að sér og misnota?

Þú orðar hlutina þannig að það er RÖKRÉTT að draga þá ályktun að þú sért að bera saman börm sem fermast og börn sem velja þessa borgaralegu athöfn.

Hefurðu einhver dæmi um að börn sem fermast séu að gera það tilneydd (?) því það má líka lesa út úr þessum orðum þínum.

Mínir drengir réðu því alfarið sjálfir hvort þeir fermdust eða ekki. Það var hvorki logið að þeim né þeir misnotaðir (skil reyndar ekki alveg hvað þú meinar með því) eða þrýst á þá á nokkurn hátt.

Sjálf er ég óskýrð og ófermd en samt kristinnar trúar. Ég hef persónulega aldrei skilið af hverju þessar athafnir eru nauðsynlegar en býð mínum börnum upp á að fermast ef þau vilja.

Ástæðan er einfaldlega sú að á þessum aldri eru þau hugsanlega eitthvað viðkvæm fyrir því að gera öðruvísi en félagarnir. Það finnst mér líka allt í lagi í þessu tilfelli.

Er líka með það á hreinu að þessir krakkar eru upp til hópa með vit í kollinum hvort sem þau fermast eða kjósa borgaralegu athöfnina.

Þórhildur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:14

15 identicon

Mig langaði að leggja smá orð í belg í þessari umræðu.

Ég er stjórnarmaður í Siðmennt og hef fylgst með þessum málum alveg frá upphafi. 24 stundir hafði ranglega eftir Bjarna Jónssyni, varaformanni Siðmenntar, að Siðmennt væri á móti litlu-jólunum, sem kom af stað þessari holskeflu gegn Siðmennt. Það sem Bjarni sagði við blaðamann var að Siðmennt væri á móti helgileikjum í skólum, þar sem slíkt athæfi gæti ekki talist annað en trúboð en ekki fræðsla, rétt eins og það getur varla talist fræðsla að láta börn fara með bænir. Litlu-jólin snúast ekki bara um helgileikinn. Þau snúast m.a. um að föndra, skreyta, koma með pakka og gefa samnemendum sínum, fara á jólaball, dansa í kringum jólatréð og hitta jólasveina. Svona mini-útgáfa af jólahaldinu sjálfu í raun. Helgileikurinn er bara einn partur af litlu-jólunum og alveg ljóst að fjarvera hans ætti ekki að hafa nein áhrif á skemmtigildi litlu-jólanna. Ég hugsa að blaðamaður 24 stunda hafi einfaldlega sett samansemmerki á milli helgileiksins og litlu-jólanna, sem er náttúrulega sloppy vinnubrögð.

Hvað varðar fermingar, þá verður ekki um villst að börn á 13. ára aldri hafa e.t.v. ekki farið mikið að hugsa um hvað trú er eða hvaða raunverulegu merkingu þau hafa, ekki frekar en þau hafa farið að kynna sér stefnuskrár stjórnmálaflokkanna og fyrir hvað þeir standa sem stjórna landinu. Fermingin er svo samofin þjóðfélaginu að foreldrar eru spurðir af kunningjum hvenær eigi að ferma tiltekið barn, en ekki hvort það fermist, það er einhvern veginn alveg sjálfsagt að menn fermist, eins og það sé bara hluti af lífinu. En við vitum samt öll að verulega stór partur af börnum sem eru að fermast hafa í raun ekki myndað sér neina skoðun á trúnni, en fermast samt, því það er jú veisla og gjafir sem eru í húfi... við vitum þetta öll, og það væri hjákátlegt að fara að halda því fram það séu ekki börn sem fermast borgaralega sem nota veisluna og gjafirnar sem gulrótina fyrir sinni fermingu... við hverju er að búast, þetta eru 13 ára börn.

Þetta hefur Siðmennt líka bent á, að á hinum norðurlöndunum er fermingaraldurinn hærri, enda er svolítið ábyrgðarleysi að spyrja frekar óþroska 13 ára börn hvort þau séu tilbúin “að gera Jesú Krist að leiðtoga síns lífs”. Svo bætist ofaná þetta að 13 ára unglingar eru að búa við svolítið aðra lífsmynd en áður... fyrsta árið í gaggó, “where all the cool kids hang out”. Börnin farin að hugsa meira um hitt kynið, farin að hugsa meira um föt og stelpur farnar að mála sig og svoleiðis og mikilvægt að vera í “klíkunni”, fitta inn og gera ekki eitthvað sem gæti orðið til þess að maður yrði útskúfaður og jafnvel lagður í einelti. Einmitt á þessum árum er allt sem er öðruvísi mjög mikið viðkvæmnismál og bara það að eiga foreldra sem eru ekki kristnir og vera með undanþágu fyrir kristinfræði eða helgileik eða einhverju slíku (eins og er leyfilegt) getur í raun og veru verið ávísun á félagsleg vandræði fyrir barnið. Þetta vita börnin mæta vel, þannig að ég hygg að það sem Sigurður hafi verið að benda á hér að ofan er það að taka þá ákvörðun að vera öðruvísi en lang-flestir getur verið bara ansi mikið mál og krafist hugrekkis og já - þroska. Að fylgja ekki straumnum...

Þorsteinn Kolbeinsson

Þorsteinn Kolbeinsson (stjórnarmaður í Siðmennt) (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 04:59

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég þakka nafna kærlega fyrir innleggið. Það er gagnlegt að fá sjónarmið félagsins ómengað inn í umræðuna, hvort sem menn eru svo á endanum sammála þeim eða ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.12.2007 kl. 14:00

17 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:49

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir þetta, Sigurður. Ég hvet alla sem hyggjast tjá sig um mál sem varða Siðmennt til að kynna sér greinasafnið. Það hlýtur að skerpa og bæta rökræðuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.12.2007 kl. 22:46

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni Jónsson hjá Siðmennt er einfaldlega tvísaga í þessu máli. Annað hvort var hann að ljúga þegar hann sagði að Siðmennt væru á móti helgileikjum, eða þegar hann (eða Siðmennt) segjast ekki vera á móti litlu jólunum.

Litlu jólin hjá kristnu fólki er að mestu helgileikur til að boða fæðingu Frelsarans. Að segjast vera á móti helgileikjum í skólum, en samt samþykkja litlu jólin er eins og að segja við einhvern: Þú ert velkominn í heimsókn, ef þú skilur hægri handlegginn þinn eftir heima hjá þér.

Gaman væri að vita í hvoru tilfellinu Siðmenntarmenn eru að ljúga.

Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 14:47

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður Karl Lúðvíksson gerði þetta að fullyrðingu sinni í meintri rökleiðslu (30.11. kl. 20:35): "Kirkjan er lygaklúbbur." (En Þorsteinn greinarhöf. hafði alls ekki gert þetta að fullyrðingu sinni í innlegginu þar á undan, heldur var hann þar að hluta þar niður í búta það rökferli sem bjó að baki fyrri fullyrðingum Sigurðar Karls þessa.)

Nú hefur Sigurður Karl hvergi látið svo lítið (að hér verði séð) að færa nein rök fyrir þessari frökku og ósvífnu fullyrðingu sinni um kirkjuna. Það finnst mér segja verulega mikið um fánýti málefnastöðu hans í þessari umræðu.

Kærar þakkir fyrir pistil þinn, Þorsteinn. Og vel stóð Þórhildur sig í svarinu 30.11. kl. 17:51.

Jón Valur Jensson, 3.12.2007 kl. 02:26

21 identicon

Theódór, Litlu-jólin snúast um miklu meira en bara helgileikinn. Þegar ég var í skóla komu allir með litlar gjafir sem voru settar í stóra skál eða slíkt og svo fengu allir gjöf úr skálinni valda af handahófi.. Eins og ég sagði að ofan:

"Litlu-jólin snúast ekki bara um helgileikinn. Þau snúast m.a. um að föndra, skreyta, koma með pakka og gefa samnemendum sínum, fara á jólaball, dansa í kringum jólatréð og hitta jólasveina. Svona mini-útgáfa af jólahaldinu sjálfu í raun."

Stutt leit á google leiðir í ljós að skv.  heimasíðu Kársnesskóla er þetta lýsing á litlu-jólunum:

"Hver bekkjardeild byrjar í sinni heimastofu og á þar hátíðlega stund með bekkjarsystkinum og kennara, þar er lesin saga, krakkarnir opna jólakortapokann og skipst á litlum gjöfum (verðmæti 200 - 300 kr.)

Klukkan 10:10 er jólastund á sal þar sem 7. bekkur sýnir jólaleikrit, skólahljómsveitin spilar og gengið verður í kringum jólatréð."

karsnesskoli.kopavogur.is/des05mid.htm

Þarna er helgileikurinn bara einn partur af hátíðahöldunum. 

Blönduskóli listar þetta upp sem sína dagskrá:

"Litlu jólin

Dagskrá:

kl. 14:00 Mæting í skólann, allir í sínar stofur.

Kl. 14:10 Gengið til kirkju.

Kl. 14:50 Íþróttasalur - dans í kringum jólatré.

Kl. 15:30 Litlu jól í kennslustofum.

Kl. 16:30 Dagskrá"


http://blonduskoli.is/desjan05.htm

og þannig mætti lengi tilja.  

Þorsteinn Kolbeinsson (stjórnarmaður í Siðmennt) (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 04:03

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott er, að þessi Siðmenntarmaður telji liðinn "Gengið til kirkju" (í ca. eða allt að hálftíma) eðlilegan þátt í Liltu jólunum.

Jón Valur Jensson, 3.12.2007 kl. 10:19

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn prófaðu að fletta upp orðrétt "Litlu jólin" á Google. Þá færðu myndir úr ýmsum grunnskólum og í nánast öllum er leikritið um fæðingu Jesú leikið(helgileikur.)

Stjórnarmenn Siðmenntar eru greinilega ekki sammála um notkun Google. Svanur Sigurbjörnsson segir að Google sé ekki orðabók eða kista skilgreininga. Þorsteinn er greinilega á öðru máli.

Ég veit að litlu jólin eru meira en þessi helgileikur. Þú hefur ekki lesið það sem ég skrifaði ef þú heldur að ég sé að halda því fram.

Spurning mín er þó sú, sem ég setti líka fram á síðu Svans, hvort Siðmennt samþykki helgileiki í skólum, ef þeir eru liður í stærri dagskrá litlu jólanna. Ef þeir gera það ekki þá eru þeir á móti litlu jólunum í þeirri mynd sem þau oftast eru. Þetta held ég að sé öllum ljóst nema forráðamönnum Siðmenntar.

Theódór Norðkvist, 3.12.2007 kl. 11:19

24 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað rétt að litlu jólin snúast ekki bara um helgileiki. En boðskapur jólanna hlýtur samt alltaf að vera hluti þeirra, því eru þau einfaldlega bara kristileg hátíð. Ef ekki væri eins hægt að segja að 17. júní hefði ekkert með stofnun íslenska lýðveldisins að gera vegna þess að þá er gert fleira en að halda ræður um Jón Sigurðsson!

Ég held persónulega að Siðmennt hafi farið fram úr sér í þessu máli, því miður, og tilraunirnar til að bakka út úr því aftur sýnast mér ekki ganga upp því málflytjendur eru með því hættir að vera samkvæmir sjálfum sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2007 kl. 12:16

25 identicon

Mig langar að svara þessu fyrst:

Frá nafna mínum: "En boðskapur jólanna hlýtur samt alltaf að vera hluti þeirra, því eru þau einfaldlega bara kristileg hátíð. "

Fyrir ansi marga, þar á meðal mína fjölskyldu, sem inniheldur þó þónokkra aðila sem halda rækilega í sína kristni (barnatrú), hefur hinn kristni boðskapur jólanna aldrei komið nálægt jólahaldinu. Mín fjölskylda hefur aldrei farið í kirkju á þessum tíma að mér vitanlega. Fullt af fólki heldur jól sem er ekki kristið. Það hefur líka komið fram að hátíðin "jól" (eða Yule á ensku) eru upprunalega heiðin hátíð sem kristnir menn gerðu að sinni fyrir allnokkru síðan, (sumir myndu jafnvel segja að þeir hafi "rænt" henni). Það er því ósköp eðlilegt að gera tilkall til þess að menn í það minnsta viðurkenni að ekki allir halda jól vegna þess að þeir eru kristnir.

Til að svara Teodór og Jóni Vali. Ég held að ég geri mér mætavel hvernig litlu-jól eru í dag í sjálfsagt mörgum skólum (ég tók bara tvö dæmi af handahófi) og að þau vissulega innihalda fullt af trúarboðskap. Helgileikurinn og &#148;gengið til kirkju&#148; í Blönduskóla eru vissulega slíkt. En hér liggur kötturinn einmitt grafinn því Siðmennt bendir nefnilega á að slíkt eigi einmitt ekki heima í skólunum og að það væri vel hægt að halda litlu-jólarhátíð sem væri laus við slíkt trúboð. Það er einfaldlega krafan í opinberum skólum.

Jón Valur, ég sagði aldrei að &#148;gengið til kirkju&#148; liðurinn væri eðlilegur þáttur í litlu jólunum. Þarna ertu að gera mér upp skoðanir. Ég var að tala um hlutdeild helgileiksins í heildardagskrá litlu-jólanna í þessum tveimur skólum. Blönduskóli listar reyndar ekki upp helgileik, en þess í stað þennan gengið til kirkju lið, sem af dagskrá sem spannar 2 og hálfan tíma, tekur 40 mínútur. Annað virðist ekki hafa trúarlegan blæ í þessari dagskrá, án þess þó að ég geri mér full grein fyrir hvað standi á bakvið þá alla. 40 mínútur af 150 mínútum er um 27 prósent, sem merkir að trúarlegur partur þessara litlu-jóla virðist ekki svo ýkja mikill.

Og Teódór:

&#148;Stjórnarmenn Siðmenntar eru greinilega ekki sammála um notkun Google. Svanur Sigurbjörnsson segir að Google sé ekki orðabók eða kista skilgreininga. Þorsteinn er greinilega á öðru máli.&#148;

Þetta er svona æsifréttastíll á þessu hjá þér. Ég og Svanur erum &#148;greinilega&#148; ekki sammála um notkun google! Það liggur við af þessum skrifum að stjórnarsamstarf Siðmenntar sé í uppnámi... Ég minnist þess ekki að við Svanur höfum nokkurn tímann skeggrætt google eða ég verið með einhverjar fullyrðingar um notkun þess. Og svo það sem e.t.v. skiftir meira máli: Hvernig tengist notkun google þessari umræðu?

Og til að svara spurningu þinni Teódór sem þú settir einnig fram á bloggi Svans, þá held ég að þetta sé frekar ljóst og það er að ég get ekki ímyndað mér annað en að það ætti ekki að vera mikið mál að halda litlu-jólarhátíð sem væri alveg laus við trúboð. Þú heldur að það sé ekki hægt að slíta helgileikina frá, en ég er á öðru máli. Annars er stjórn Siðmenntar ekki búin að fjalla sérstaklega um nánari útfærslu á litlu-jólunum, þannig að ég læt vera að tjá mig frekar um það hér.

Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 02:01

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hlýt bara að endurtaka það sem ég hef áður sagt, nafni: Jólin eru kristin hátíð með nákvæmlega sama hætti og á 17. júní er haldið upp á stofnun lýðveldisins. Ég held meira að segja að það sé örugglega hægt að fullyrða að þeir sem vita hvers vegna jól eru haldin eru miklu fleiri en þeir sem vita hvers vegna haldið er upp á 17. júní. Maður mætir niður í bæ með börnin og gefur þeim blöðrur á 17. júní, ekki vegna þjóðrækni heldur af því að það er hátíð. En ef ekkert lýðveldi hefði verið stofnað, þá væri engin hátíð.

Annars hlakka ég bara til að sjá fyrirmæli Siðmenntar um skipulag Litlu jólanna þegar þau koma.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2007 kl. 08:52

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki bara best að stofna trúarbragðalögreglu, sem myndi fara í skóla landsins og kæfa allt trúboð í fæðingu, svona svipað og í fyrirmyndarríkjunum Norður-Kóreu, Íran, eða Kína.

Ég sting upp á stjórnarmönnum Siðmenntar og Vantrúar í starfið.

Theódór Norðkvist, 4.12.2007 kl. 10:18

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það mætti kannski flytja inn nokkra gaura frá Talibanistan. Þeir hafa amk. reynslu af að sprengja upp Búddastyttur!

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband