"Vinur ...

... er sá er til vamms segir" segir orðtakið. Það er þó ekki þar með sagt að vinir þurfi að sjá skrattann í hverju horni, eins og þessir ágætu hollvinir útvarpsins.

Mér finnst það ákaflega langsótt að draga þá ályktun að stuðningur Björgólfs við sjónvarpið sé einhvers konar skref í einkavæðingu stofnunarinnar, hverjar svo sem persónulegar skoðanir hans á ríkisrekstri fjölmiðla eru. Hvers vegna er ekki hægt að líta þessa höfðinglegu gjöf réttum augum? Væri ekki nær að hollvinasamtökin fögnuðu framtaki Björgólfs en vöruðu jafnframt við því að það yrði til þess að ríkið drægi á móti úr framlögum til dagskrárgerðar. Það væri meira vináttubragð, held ég.


mbl.is Hollvinir RÚV mótmæla samningi við Björgólf Guðmundsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er því miður ekki langsótt Þorsteinn. Og Björgúlfur hefur með "stuðningi" sínum nú þegar náð tökum á rúv. Talandi um tök Björgúlfs þá er hann (Landsbankinn) styrktaraðili Myndstefsverðlaunanna, verðlauna til myndhöfunda, og viti menn: HANN SITUR Í DÓMNEFNDINNI! Ég velti fyrir mér áhrifum hans þar... Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.11.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bendi á einnig á þessa frétt af vísi.is. Bk,

Hlynur Hallsson, 12.11.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur styrkur BG vegna Myndstefs eitthvað með styrkinn við RÚV að gera?

Varðandi fréttina á Vísi, þá eru það nýjar fréttir að þessi þáttagerðarstyrkur tengist fréttastofunni eitthvað.

Menn mega ekki fara á taugum. Ekkert sem bendir til annars en að kallinn sé bara að reyna að láta gott af sér leiða!

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Allir góðmennskustyrkir hafa eitthvað með hvern annan að gera og þeir hafa einnig eitthvað með áhrif að gera. Annars er ég sallarólegur, sennilega of rólegur yfir þessu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.11.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna kemur þú einmitt að kjarna málsins, Hlynur. Ég veit að samkvæmt marxískri söguskoðun eru alltaf hagræn mótíf á bak við allt sem gert er. (Sama á reyndar við um nálgun öfgafrjálshyggjumanna, sbr. public choice kenningarnar.) Mér finnst hins vegar óvarlegt að taka slíkar niðurstöður sem gefnar, ekki síst vegna þess að það er lífsins ómögulegt að hugsa sér leið til að afsanna hvorki marxisma né öfgafrjálshyggju!

Bestu kveðjur, Þorsteinn

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband