Hnignun réttarríkisins, þöggun í Lettlandi og yfirtaka auðhringa á heilbrigðiskerfum

Krossgötur eru vefmiðill hins nýstofnaða félags Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Í dag birtum við þrjár greinar um mikilvæg málefni sem varða okkur öll.
 
Arnar Þór Jónsson fjallar um veika stöðu réttarríkisins, sem opinberast hefur á síðustu þremur árum. Arnar segir meðal annars: "Fjöl­miðlar hafa út­varpað áróðri, ýkt hætt­una af veirunni og kæft niður um­fjöll­un um sprautuskaða, í þeim til­gangi að afla stuðnings við sótt­varnaaðgerðir. Aðgerðir þess­ar grófu und­an lýðræðis­legu stjórn­ar­fari með því að koma á fá­menn­is­stjórn þar sem hlýðni við vald­hafa yf­ir­tromp­ar sjálfræði ein­stak­lings­ins."
 
Jón Karl Stefánsson fjallar um hvernig stórfyrirtæki hafa sölsað undir sig öll völd í heilbrigðismálum gegnum svokallað "public private partnership" og hversu háðar stofnanir á borð við WHO eru nú hagsmunum slíkra fyrirtækja. Jón Karl bendir á þá sláandi staðreynd að "ójöfnuður á heimsvísu er nú sambærilegur við það sem var á hámarki nýlendutímans. Efnahagslega séð hafa heildaráhrif aðgerða vegna covid-19 verið mesti fjáraustur frá hinum fátækari til hinna ríkari sem nokkurn tímann hefur átt sér stað." Vönduð greining, studd fjölda heimilda.
 
Andri Sigurðsson skrifar um lokun sjálfstæðu sjónvarpsstöðvarinnar TV Dohzt í Lettlandi, en þessi rússneska stöð hafði flúið heimalandið vegna hafta á málfrelsi og ofsókna þar. Nú mætir hún sömu höftum í "frjálsu lýðræðissamfélagi" Lettlands. Tilefni lokunarinnar virðist tæpast í takt við viðbrögðin og samtökin Fréttamenn án landamæra hafa brugðist við og krafist þess að lettesk stjórnvöld afturkalli ákvörðun sína.
 
Frekari upplýsingar um félagið má sjá á vef þess https://krossgotur.is
Til að skrá sig í félagið má senda póst á krossgotur@proton.me

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég óska ykkur og þjóðinni til hamingju með þetta. Ég á eftir að lesa margar greinar þarna sem ég sé strax að eru áhugaverðar. Nokkur nöfn þekki ég eins og þitt og Arnars Þórs Jónssonar sem hefur talað á Útvarpi Sögu, og eru meðmæli.

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 287867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband