7.12.2022 | 12:01
Hnignun réttarríkisins, þöggun í Lettlandi og yfirtaka auðhringa á heilbrigðiskerfum
Krossgötur eru vefmiðill hins nýstofnaða félags Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Í dag birtum við þrjár greinar um mikilvæg málefni sem varða okkur öll.
Arnar Þór Jónsson fjallar um veika stöðu réttarríkisins, sem opinberast hefur á síðustu þremur árum. Arnar segir meðal annars: "Fjölmiðlar hafa útvarpað áróðri, ýkt hættuna af veirunni og kæft niður umfjöllun um sprautuskaða, í þeim tilgangi að afla stuðnings við sóttvarnaaðgerðir. Aðgerðir þessar grófu undan lýðræðislegu stjórnarfari með því að koma á fámennisstjórn þar sem hlýðni við valdhafa yfirtrompar sjálfræði einstaklingsins."
Jón Karl Stefánsson fjallar um hvernig stórfyrirtæki hafa sölsað undir sig öll völd í heilbrigðismálum gegnum svokallað "public private partnership" og hversu háðar stofnanir á borð við WHO eru nú hagsmunum slíkra fyrirtækja. Jón Karl bendir á þá sláandi staðreynd að "ójöfnuður á heimsvísu er nú sambærilegur við það sem var á hámarki nýlendutímans. Efnahagslega séð hafa heildaráhrif aðgerða vegna covid-19 verið mesti fjáraustur frá hinum fátækari til hinna ríkari sem nokkurn tímann hefur átt sér stað." Vönduð greining, studd fjölda heimilda.
Andri Sigurðsson skrifar um lokun sjálfstæðu sjónvarpsstöðvarinnar TV Dohzt í Lettlandi, en þessi rússneska stöð hafði flúið heimalandið vegna hafta á málfrelsi og ofsókna þar. Nú mætir hún sömu höftum í "frjálsu lýðræðissamfélagi" Lettlands. Tilefni lokunarinnar virðist tæpast í takt við viðbrögðin og samtökin Fréttamenn án landamæra hafa brugðist við og krafist þess að lettesk stjórnvöld afturkalli ákvörðun sína.
Frekari upplýsingar um félagið má sjá á vef þess https://krossgotur.is
Til að skrá sig í félagið má senda póst á krossgotur@proton.me
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 287867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég óska ykkur og þjóðinni til hamingju með þetta. Ég á eftir að lesa margar greinar þarna sem ég sé strax að eru áhugaverðar. Nokkur nöfn þekki ég eins og þitt og Arnars Þórs Jónssonar sem hefur talað á Útvarpi Sögu, og eru meðmæli.
Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.