"Afnasistavæðing" Úkraínu

Mér barst í gær þýðing á grein frá rússneskum ríkisfjölmiðli sem gerði að verkum að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eftir lesturinn áttaði ég mig betur á hvað þarna er í gangi. Hér er stutt grein á ensku sem ég skrifaði um þetta efni.

https://thorsteinnsiglaugsson.wordpress.com/2022/04/05/the-denazification-of-ukraine-what-does-it-really-mean/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef einnig velt þessu fyrir mér, hvernig sagan fer í hringi, og hvernig hver samtími á eitthvað sem er fordæmt, og það er notað sem átylla fyrir voðaverk. Þessi enska grein eftir þig er mjög íhugunarverð.

Ekki er hægt að afsaka Rússa eða Pútín, en hugsanlega hefði þróunin verið önnur ef traustið á milli Rússlands og Vesturlanda hefði verið meira öll þessi ár frá hruni Sovétríkjanna.

Öll líkindi Úkraínumanna og nazista fortíðarinnar eru byggð á fullyrðingum óvina þeirra. Á RÚV hafa til dæmis aldrei verið sýndar heimildamyndir um þetta. Sennilega margt til í þessu, en hversu djúpt ná þessar fullyrðingar? 

Það er orðin viðurkennd skoðun að samfélagsmiðlar eins og Fésbókin geta verið hættulegir að því leyti að þeir ýkja klofning og bergmálshella.

Mikil eftirspurn er eftir hlutlausum fréttum, og að vita hvað er hæft í þessu með Úkraínumenn og öfgahópa þar. Hvernig væri að fá viðtöl við fólk frá þessu svæði í íslenzkum fjölmiðlum?

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2022 kl. 08:15

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Þorseinn, grein þín er athyglisverð. Ef lýsingarnar eru réttar sýnist mér þær falla að hugmyndum Davos-klíkunnar. Ég sé ekki annað en að sú klíka hafi svipað í huga enda lýsti Klaus Schwab því yfir á sínum tíma að Putin væri einn af ungu alheims stjórnmálamönnunum sem hafði farið á námskeið hjá honum ásamt Selenský, o.fl.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2022 kl. 13:22

3 identicon

Takk fyrir athyglisverða grein.  Maður verður meira og meira hugsi yfir því hvað er eiginlega í gangi.  Og hverjir græða mest á því.  Við vitum hverjir græddu mest á nasistavæðingu Þýskalands, en nú er sem veruleikinn sé annar en hann sýnist og núna sem maður rýnir í lævi blandna þokuna spyr maður sig hvort þeir sömu séu að verki varðandi svokallaða afnasistavæðingu og stóðu áður að baki nasistavæðingarinnar?  Það er alla vega ljóst að það er ekkert sem sýnist.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.4.2022 kl. 17:34

4 identicon

Davos klíka ... Hver græðir ...? Þú ert ekki öfundsverður af kommentunum. Grein þín er góð. Það hefur verið ljóst í nokkur ár hvert Pútín stefndi, en enginn trúði honum frekar en misheppnaða málaranum. Allir nágrannar Rússlands hafa óttast Pútín árum saman. Að hlusta á Letta ræða opnar flóttaleiðir til norðurs ef ráðist er á Litháen er undarleg upplifun. 

Áhersla Pútíns á Svartahafið er ekki bara eitthvert gamalt mál frá Pótemkín. Úkraína er ekki einungis eitt mesta hveiti og kornræktarland heimsins. Kolin og járnið eru í Donbass og nú nýlega hafa olíu og gasfundir við Svartahafsströnd Úkraínu gert það að verkum að ekki varð við það unað að Evrópa hefði valkosti.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 6.4.2022 kl. 21:57

5 identicon

@Einar

Eigum við ekki fremur að segja að Þorsteinn sé öfundsverður að fá mismunandi sjónarmið fram?  Góðar greinar kalla einmitt fram fleiri en eina ríkisskoðun.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.4.2022 kl. 22:55

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir athugasemdirnar félagar. Ýmsir kunningjar mínir og vinir úti í Evrópu hafa talað um það síðan stríðið hófst að áform Pútíns væru skuggalegri en margir gerðu sér í hugarlund. Sjálfur hef ég verið efins, en þessi grein á RIA Novosty segir mér að meira sé til í áhyggjum þeirra en ég hafði áður talið.

Greinin mín birtist á miðvikudagsmorgun á Daily Sceptic, sem er einn mest lesni pólitíski vefmiðill Bretlands. Síðast þegar ég gáði voru komnar 300 athugasemdir við hana og greinilegt af þeim að sitt sýnist hverjum. Ég hef skrifað fyrir Daily Sceptic í marga mánuði, en aldrei fengið jafn mikil og sterk viðbrögð áður.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2022 kl. 00:44

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ræddi þetta aðeins við rússneskan kunningja í dag. Hann er varkár, jafnvel þótt við spjöllum saman á Telegram segir hann að það sé líklega hlerað af stjórnvöldum eins og allt annað. En hann telur líklegast að höfundur þessarar greinar hafi fengið það verkefni að kanna hljómgrunninn fyrir þessum hrollvekjandi áformum.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2022 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287325

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband