Má aldrei verða búið!

Þórólfur er nú heltekinn af kvíða yfir því að kannski verði ástandið bráðum búið og hann falli af stalli sínum. Nú eru innlagnir á sjúkrahús ekki lengur næg ástæða til að viðhalda ástandinu og þá er skyndilega bara nóg að einhver sé lasinn einhvers staðar með flensu til að viðhalda hinum gagnslausu ráðstöfunum sem hafa verið hans ær og kýr í bráðum tvö ár. Og svo er vegið að trúverðugleika læknis sem veit svo sannarlega hvað hann er að tala um. Hann er kominn út í horn. Við bíðum róleg og sjáum hvernig fram vindur.

 


mbl.is Orð Ragnars koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þórólfur er alveg hættur að gera greinarmun á sér og veirunni, enda mun hvort tveggja falla af stalli á sama tíma.

Magnús Sigurðsson, 31.1.2022 kl. 20:20

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég var einmitt að blogga líka við þessa frétt um að hann hangi eins og hundur á roði á þessum endalausu skerðingum á frelsi okkar og mannréttindum.

Skýringin er einmitt sú að hann er að missa tökin.

Kristín Inga Þormar, 31.1.2022 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nýi heilbrigðisráðherrann setur ansi mikið ofan núna, að taka ekki á sig rögg og fara að sóttvarnarlögum og aflétta öllum tálmunum sem eru vegna Kóvíd. Forsendur takmarkana eru ekki lengur fyrir hendi. Það er ekki sóttvarnarlæknir sem ber hina stjórnskipulegu ábyrgð heldur heilbrigðisráðherra á þessum ólögmætu aðgerðum. En síðan er dapurlegt að fjármálaráðherra skuli ekki setja hnefann í borðið og hafna því að henda áfram milljörðum úr ríkissjóði vegna þrákelkni og einstefnu sóttvarnarlæknis.

Jón Magnússon, 31.1.2022 kl. 22:18

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ráðherrann fannst manni lofa góðu til að byrja með. En hann hefur orðið "já, ráðherra" sýkinni að bráð. Hann má þó eiga það að hann hefur ekki ljáð máls á kröfum ýmissa dapurlegra karaktera um upptöku bólusetningavottorða.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2022 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband