Það er ekkert mótíf - Og það er stærsta áhyggjuefnið

Það er ekki auðvelt að þurfa að horfast í augu við að sérfræðingarnir sem maður hefur talið sig geta treyst séu ekki lengur traustsins verðir. Þess vegna áfellist ég engan fyrir að hafa ekki gert það. En við heyrum og lesum mótsögn eftir mótsögn, sjáum rökvillu eftir rökvillu, hlustum á staðhæfingar sem bersýnilega eru settar fram í blekkingaskyni. Við horfum á gagnafalsanir, ósannindi, algert skeytingarleysi um líf og heilsu fólks. En flest höldum við áfram að trúa þeim sem við höfum vanist á að trúa og horfa framhjá viðvörunarmerkjunum.
 
Meginástæðan er líklega sú að við sjáum ekkert mótíf. Þórólfur Guðnason hafði ekkert mótíf þegar hann staðhæfði fyrir skemmstu að bóluefnin veittu 90% vernd gegn smiti, þvert á staðreyndir. Hann hefur ekkert mótíf þegar hann ruglar saman hefðbundnum barnabólusetningum og inngjöf fyrirbyggjandi lyfja við kóvít, sem er börnum hættuminna en að fara fram úr rúminu á morgnana. Jóhanna Jakobsdóttir hafði ekkert mótíf þegar hún þaggaði umsvifalaust niður í Ingileif Jónsdóttur prófessor í sjónvarpsumræðum vegna þess að sú síðarnefnda missti út úr sér að bólusetning barna sem þegar hefðu fengið covid margfaldaði hættu á alvarlegum aukaverkunum.
 
Þórólfur er ekki þátttakandi í samsæri, hann þiggur ekki mútur, það eru engir hagsmunir. En hann veit að ef hann segir þetta ekki verður hann umsvifalaust fordæmdur fyrir að fylgja ekki hinni viðurkenndu orðræðu. Eins og Martin Kulldorff prófessor við Harvard sem hefur ítrekað orðið fyrir þöggun, John Ionnadis, fremsti faraldursfræðingur heims, sem varð fórnarlamb ófrægingarherferðar vegna þess að hann kom fram með gögn um dánartíðni covid sem hentuðu ekki orðræðunni, Dr. Peter Doshi, aðalritstjóri BMJ sem nú er persona non grata á Youtube vegna þess að hann hefur bent á að hin svokölluðu bóluefni við covid uppfylla ekki grunnkröfur til bóluefna, og fleiri og fleiri og fleiri heimsþekktir fræðimenn sem hafa leyft sér að setja fram efasemdir og gagnrýni.
 
Ég minni t.d. á Geert Vanden Bossche, sem var úthýst af öllum "siðuðum" miðlum fyrir að geta sér þess til að bólusetningarnar gætu leitt til Antibody Dependent Enhancement. Ég var nú bara í gær að ræða við einn fremsta fræðimann okkar Íslendinga á sviði veirufræði, sem nefndi einmitt þetta sem mögulega skýringu á því sem virðist vera neikvæð vernd bóluefnanna gegn smiti. Hvort þessi fræðimaður muni leggja í að segja þetta opinberlega er ég ekki viss um. Fólk í þessum greinum veit hverju það getur átt von á ef það segir eitthvað sem er í andstöðu við "vísindin" jafnvel þótt það byggi á bestu fáanlegu upplýsingum og vísindalegum rökum!
Það er ekkert mótíf. En einmitt það að mótífið skortir er stærsta áhyggjuefnið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Okkar vestræna menning er verulega í vanda stödd. Stóru þjóðirnar bera mikla ábyrgð, og þar er stjórnin eitthvað undarleg. Okkar litla Ísland fylgir.

Ingólfur Sigurðsson, 27.1.2022 kl. 23:03

2 identicon

Eisenhower sagði í ræðu við valdaskipin 1961 að óeðlileg tengsl og afskipti auðvaldsins við vísindasamfélagið væri mesta hættan sem steðjaði að Bandaríkjunum. Þetta löngu komið fram. Háskóla og vísindasamfélagið á vesturlöndum er stjórnað af þessum öflum í gegnum fjármagnið. Flestir gera sér litla og jafnvel enga grein fyrir því. Flestir halda að hrein vísindi stjórni ferðinni, ekki sé hægt að hafa áhrif á því.  Þórólfur er engin undantekning. Hann hefur lært ákveðin vísindi, en í þessu máli þá er hann í rauninni bara að taka við fyrirskipunum í formi "ráðgjafar" annarra sérfræðinga í bergmálshellinum. Auðvaldið Big Pharma sér um "narratívið". Þegar að upplýsingar koma fram sem eru á skjön við þetta narratív verða viðbrögðin afneitun og að uppnefna sendiboðanna sem villutrúarmenn, heimta ritskoðun á þá og jafnvel að þeir verði gerðir brottrækir í samfélagi manna.

Big Pharma, Military Industrial Complex, Big Tech (Micrososft, Google, ....); WEF, . . . . Hverjir eiga þetta allt saman?

Á litla Íslandi sjáum við að sá sem vogar sér (nánast engin) að stíga út fyrir ramma rétttrúnaðarins verður undir eins reynt að skjóta niður.

Sérfræðingar háskólasamfélaginu er ekki gallalausir frekar en nokkur annar. Hér talar Thomas Sowell aðeins (um narcissisma (mín skilgreining)) sérfræðinga. 

https://www.youtube.com/watch?v=rweblFwt-BM

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband