11.1.2022 | 08:55
Þórólfur í Undralandi?
Smittíðni bólusettra af Covid-19 hafa undanfarið margfaldast miðað við óbólusetta. Nú er svo komið að nærri tvöfalt fleiri tvíbólusettir á hundrað þúsund greinast smitaðir en óbólusettir samkvæmt gögnum á covid.is. Þeir sem fengið hafa örvunarskammt eru á góðri leið með að ná þeim einnig. Á þetta benti ég í grein í Morgunblaðinu laugardaginn 8. janúar. Nýjustu gögn birtust 6. janúar og leitnin er stöðug í sömu átt[1]. Upplýsingar um þessa nýju stöðu voru raunar teknar að vekja athygli fáeinum dögum fyrr, en föstudaginn 7. janúar brá svo við að Landlæknisembættið hætti tímabundið að uppfæra gögnin.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir brást strax við grein minni og gaf til kynna að gögn Landlæknisembættisins, sem hann starfar hjá, væru röng; fjöldi óbólusettra væri ofmetinn og smithlutfall því vanáætlað. Ekki væri því hægt að álykta tíðni tvíbólusettra væri hærri en óbólusettra. Þetta er afar ótrúverðug skýring líkt og ég hef þegar bent á í grein sem birtist á hinum vinsæla breska vefmiðli Daily Sceptic sunnudaginn 9. janúar[2].
Vera má að um einhverja skekkju sé að ræða í þessum gögnum. Væri skekkjan meiri en 5-10% hlytu gögnin þó að vera sett fram með skýrum fyrirvara, en svo er ekki. Miðað 5-10% skekkju væri smittíðni tvíbólusettra samt 70-80% hærri en óbólusettra.
Til að smittíðni tvíbólusettra yrði jöfn óbólusettum, þyrfti Landlæknisembættið að hafa ýkt fjölda óbólusettra um 90% frá upphafi. Það væri ótrúlegt að embættið viðhefði slík vinnubrögð og útilokað að enginn hefði veitt því athygli fyrr en nú, þegar tölurnar sýna óþægilegar staðreyndir.
Gögn um bólusetningarstöðu og smittíðni hafa verið gefin út af Landlæknisembættinu í meira en hálft ár, án neinna fyrirvara við áreiðanleika þeirra, og Þórólfur Guðnason hefur sjálfur margoft vitnað til þessara gagna, án neinna fyrirvara.
Munurinn á smittíðni bólusettra og óbólusettra samkvæmt þessum gögnum hefur auk þess fram til þessa verið í ágætu samræmi við það sem sjá má í öðrum löndum, og þróunin nú er svipuð: Smitvörn bóluefna fer einfaldlega hraðminnkandi og er víða orðin neikvæð líkt og hér. Þetta sýnir nýjasta skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda til dæmis glöggt.[3] Þessu veldur hið nýja afbrigði veirunnar, aðrar skýringar koma tæpast til álita.
Misráðin áform sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra um bólusetningu 5-11 ára barna og mismunun fólks eftir sprautufjölda, sem þegar eru að hluta komin til framkvæmdar því miður, grundvallast á úreltum gögnum. Samkvæmt mati frönsku læknaakademíunnar hafa heilbrigð ung börn engan ávinning af bólusetningunni[4], hvað þá þegar hið nýja afbrigði virðist leiða til þess hún auki smittíðni í stað þess að minnka hana. En hætta á alvarlegum aukaverkunum er óbreytt. Sérréttindi til þeirra sem nú smitast mest eru bersýnilega fjarstæðukennd ráðstöfun.
Lísa var í Undralandi. Eru sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra þar líka?
(Birt í Morgunblaðinu 11. janúar 2022)
____________________________________
[1] covid.is/tolulegar_upplysingar
[2] https://dailysceptic.org/2022/01/09/double-vaccinated-have-double-the-infection-rate-data-from-iceland-shows/
[3]https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/1045329/Vaccine_surveillance_report_week_1_2022.pdf
[4] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.