Bólusettir tvöfalt líklegri til að smitast

Nú eru fullbólusettir tvöfalt líklegri til að smitast af kóvít en óbólusettir.

Smittíðni þríbólusettra hefur meira en tífaldast frá 20. desember og er nú 70% af smittíðni meðal óbólusettra. Eftir fáeina daga verður hún orðin hærri.

Þá er auðvitað lausnin sú að veita þeim sem smita mest sérstakar undanþágur. Gleymum því ekki heldur að dánarhlutfall vegna þessa "hræðilega vágests" á síðasta ári hérlendis var 0.03% - talsvert lægra en vegna flensu.

Við hljótum að vera að nálgast hápunkt sálsýkinnar.

Screenshot 2022-01-05 at 13.29.29

 


mbl.is Til skoðunar að létta sóttkví hjá þríbólusettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glæný rannsókn erlendis frá sýndi að omikron smitast langmest meðal sprautaðra. Það sama virðist vera að eiga sér stað hér eftir því sem omikron yfirtekur sviðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2022 kl. 14:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir taka eftir þessu nema yfirvöld og fjölmiðlar.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2022 kl. 15:24

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Algerlega furðulegt að enginn fjölmiðill skuli fjalla um þetta. Ætli blaðamenn séu almennt ekkert að fylgjast með?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2022 kl. 16:17

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er víst fimmföld aukin vörn sem fæst með fjórðu sprautunni samkvæmt nýjustu rannsóknum frá Ísrael.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/01/05/aukin_vorn_med_fjorda_skammti/

Magnús Sigurðsson, 5.1.2022 kl. 17:52

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þetta er alveg hárrétt hjá Ísraelunum Magnús. Sprauta 4 veitir örugglega rosalega góða vörn fyrir þessi grey sem fengu litið annað en bágt út úr í sprautu 1, 2 og 3.

Hún hinsvegar gerir eitthvað minna fyrir okkur sem erum bara á lýsi.

Guðmundur Jónsson, 5.1.2022 kl. 20:00

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekki hrifinn af bólusetningarkúguninni frekar en þú, en ég er ekki viss hvernig eigi að túlka þessar tölur.

Nú eru 77% þjóðarinnar fullbólusett (lesist tvíbólusett.) Þá ættu ekki fleiri en 23% að vera óbólusett eða hafa fengið eina sprautu.

Til að gæta sanngirni, ætti þá ekki fjöldi ekki fullbólusettra sem smitast að vera ca. 10% af smituðum fullbólusettum? Hlutfallið er mun hærra en það.

Theódór Norðkvist, 5.1.2022 kl. 21:12

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ca. 25% átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist, 5.1.2022 kl. 21:12

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tilgangurinn með svona útreikningum, Theódór, er að fá fram hlutfallstölur milli hópanna. Gallinn við gögnin á covid.is er sá að þessar 14 daga nýgengistölur eru gefnar upp sem niðurstöðutölur en fjöldatölurnar á bakvið eru ekki birtar. Einu fjöldatölurnar um skiptingu eftir bólusetningarstöðu taka saman alla óbólusetta og alla bólusetta. Milli þessara bólusettu hópa er hins vegar mjög mikill munur. Þríbólusettir eru langstærsti hópurinn og meðal þeirra er smittíðnin enn talsvert lægri en hjá óbólusettum. Tvíbólusettir eru miklu smærri hópur, en þar er smittíðnin miklu hærri. Tíðnin hjá öllum bólusettum í heild er því svipuð og hjá öllum óbólusettum og það gæti gefið til kynna að reiknað væri per 100 þúsund alls, en ekki per 100 þúsund innan hvers hóps eins og vissulega er ávallt gert í svona útreikningum.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2022 kl. 00:15

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri gaman ef þú myndir setja inn hlekk á þessa rannsókn Guðmundur. Ég hef ekki séð hana en þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2022 kl. 00:17

10 identicon

Þú getur séð hrátölurnar um smit undir liðnum "Fjöldi bólusettra meðal smitaðra innanlands"

Ef þú tekur svo þessa tvo þjóðfélagshópa bólusetta á móti óbólusettum,
284þ á móti 84þ og tekur það sem hlutfall af smitum 828 á móti 232 þá kemur í ljós að smittíðnin er eiginlega sú sama, bólusetning virðist ekki koma i veg fyrir smit.

Ef þú hins vegar skoðar innlagnar tölur á spítalann, tala nú ekki um innlagnir á gjörgæslu þá fyrst ferðu að skilja til hvers við vorum að bólusetja þjóðina.

Jón Hallur (IP-tala skráð) 6.1.2022 kl. 10:55

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem gæti verið að gerast í þessu er að óbólusetti hópurinn(engar sprautur, bara lýsi og vítamín) er bara kominn yfir faraldurinn, í honum hefur myndast raunverulegt "hjarð"ónæmi og fáir eftir í þeim hóp sem þjást af D vítamínkorti. D vítamínskortur er samnefnari fyrir mikinn meirihluta spítalainnlagna vegna covid 19. 

Á meðan er sprautufólkið ekki að mynda jafn virkt ónæmi ef það smitast og heldur bara áfram á Cheerios-i.

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8509048/ 

Guðmundur Jónsson, 6.1.2022 kl. 13:34

12 identicon

Óbólusetti hópurinn telur um 85þ manns, 35þ hafa fengið sýkst en eins og ég fór yfir í síðasta pósti er jafn margir úr hvorum hóp að sýkjast hlutfallslega. 0.29% hjá bólusettum og 0.27% hjá óbólusettum, þannig þessi skoðun hjá þér á a.m.k. ekki nein tölfræðileg rök.

Ef við skoðum nýjustu tölur um innlagnir á spítala þá sjáum við hins vegar þessa mynd.

Óbólusettir leggjast inn í gær eru 43%, en ættu að vera 25% samkvæmt hlutfallslegu sýkingartölunum.
Bólusóttir leggjast inn í gær eru 57%, en ættu að vera 75% samkvæmt hlutfallslegur sýkingartölunum.

Gjörgæslan er svipuð með 33% á móti 67%, en ættu að vera 25% á móti 75%

Óbólusettir eru þess vegna tvöfalt líklegri til þess að lenda á spítala heldur en bólusettir.

Jón Hallur (IP-tala skráð) 7.1.2022 kl. 12:52

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er heimildin, en æðstu prestarnir sem hafa tekið að sér að ákveða hvað sé "sannleikur" eru reyndar nú þegar búnir að slá hana út af borðinu:

https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.12.20.21267966v3

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2022 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband