Göngugrindur eður ei?

Stolið og stælt frá Gísla Páli Pálssyni, forstjóra Grundarheimilanna:
 
Algjört jarðsprengjusvæði. En hugleiðing dagsins er þessi: Er skynsamlegt að nota göngugrind eða ekki? Ég er ekki í neinum vafa og var að kaupa þá þriðju um daginn. Og er ánægður með að vera kominn með enn betri vörn við þessari hálku og slysagildrum sem alls staðar finnast.
Í samfélaginu eru mjög skiptar skoðanir á málinu. Eðlilega. Það eru þó talsvert fleiri á því að göngugrindur gagnist en hinir. Minnir að rúmlega 80% þeirra sem hefur verið boðin göngugrind hafi þegið hana. Og nær allir heimilismenn hjúkrunarheimilanna þriggja sem heyra undir Grundarheimilin, Grundar, Áss og Markar, nota göngugrind.
Margt er ritað og rætt um gagnsemi göngugrinda. Sumir myndu segja skaðsemi þeirra. Ég er ekki í neinum vafa. Miðað við slys á heimilismönnum Grundarheimilanna, þá er það engum vafa undirorpið í mínum huga að göngugrindur skipta öllu máli. Því fleiri göngugrindur því betra. Þeir sem enga eiga göngugrindina detta mest og slasast verst. Þeir sem eiga nýjustu gerð göngugrindar lenda í fæstum slysum.
Ég hugsa til þess með hryllingi ef þeir sem eru alfarið á móti göngugrindum hefðu ráðið för hér á landi í þessu vetrarveðri. Það er ef til vill kaldhæðið að segja þetta, en læt vaða: Ef enginn notaði göngugrind á hjúkrunarheimilum landsins væru fæstir þar fótafærir. Því ættu allir landsmenn að nota göngugrindur.
 
Screenshot 2021-12-10 at 18.27.49

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það leynist einn og einn með heilbrigða skinsemi í yfirstjórn heilbrigðimála á íslandi.

Ég átti ágætt spjall við yfirmann heilsugæslu í haust. Sá var líka orðin efins um ágæti alsherja sprautuherferðar.

Guðmundur Jónsson, 11.12.2021 kl. 14:31

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þörf ábending Þorsteinn. Þetta er náttúrulega alveg hárrétt um göngugrindurnar, en til að fá Gísla á Grund til að tjá sig um bólusetningarnar þarf að ýta á nefið á honum, samt ekki með pestar pinna, heldur með bendlinum á myndina af honum.

Magnús Sigurðsson, 11.12.2021 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband