Lengi legið ljóst fyrir

Það hefur legið ljóst fyrir nánast frá upphafi að skaðinn af lokunum og ferðabönnum yrði langtum fleirum að fjörtjóni en pestin hefði nokkru sinni getað orðið.

Flestir hafa hamast við að halda eyrunum lokuðum fyrir þessari staðreynd og ráðist hefur verið af offorsi gegn þeim sem bent hafa á hana. En það er því miður bara hægt í takmarkaðan tíma. Á endanum kemur nefnilega sannleikurinn alltaf í ljós.


mbl.is Faraldurinn á við fjórfalda efnahagskrísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Tek undir þetta. Svo vantar sóttvarnarlöggunum alveg að sýna fram á að mannslífum hafi yfirleitt verið bjargað. Hér þarf að áætla umframdauðsföll vegna krabbameins, hungurs og ýmissa sjúkdóma sem lentu í aftursætinu þegar allt fór að snúast um veiru (ætti að vera auðvelt - menn hafa t.d. keppst við að greina krabbamein sem fyrst, vitandi að seinkun dregur úr lífslíkum).

Geir Ágústsson, 8.6.2021 kl. 08:03

2 identicon

Það hafa verið meiri eða minni ferðatakmarkanir vegna Covid faraldursins í öllum nágrannalöndum okkar og ósennilegt að ferðamenn hefðu flykkst til landsins þótt það hefði verið galopið.

Við þurfum nú ekki annað en að líta í kringum okkur til þess að sjá hvað hefði getað gerst ef faraldurinn hefði leikið lausum hala.

En kannski skiptir það ekki máli ef "ég" hefði sloppið.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.6.2021 kl. 21:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Hvar eru nú gögnin sem sýna að allar þessar takmarkanir hafi bjargað mannslífum? Ef spyr af einlægri forvitni.

Geir Ágústsson, 8.6.2021 kl. 22:17

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lokanir og ferðatakmarkanir hafa ekki einungis verið á Íslandi heldur um allan heim. Og það er þetta sem fréttin fjallar um sem vísað er til. Allar þessar takmarkanir snúast um að fórna framtíð, lífi og heilsu þeirra ungu og þeirra fátæku, til að verja hina miðaldra og efnuðu fyrir ógn sem að mestu er ímynduð.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2021 kl. 23:04

5 identicon

Geir.

Nú spyrðu spurningar sem samkvæmt hlutarins eðli er ekki hægt að svara.

Þeir sem hefðu þá dáið eru nefnilega flestir enn á lífi, kannski ég og þú þeirra á meðal. Það eru ekki eru til nein gögn um fjölda þeirra.

Ég hef fylgst nokkuð með þýskum fréttamiðlum. Þar hafa daglega birst upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa greinst smitaðir þann daginn og þeirra sem "látist hafa með sjúkdómnum" eins og komist er að orði.

Þar eins og víða annars staðar hefur faraldurinn gengið í bylgjum og mun óhætt að segja að greinileg fylgni sé á milli fjölda smitaðra og látinna. Ekki hef ég þessar upplýsingar fyrir framan mig, en eflaust má einhvers staðar nálgast þær.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.6.2021 kl. 23:29

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningunni um samhengi takmarkana og fjölda dauðsfalla er einfalt að svara með því að bera saman dauðsföll og alvarleika takmarkana eftir löndum. Þetta hefur raunar þegar verið gert og þær rannsóknir sýna að fylgnin er engin.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.6.2021 kl. 00:01

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Af hverju var bannað að nota meðulin sem virkuðu á veikina? 

Af hverju var bannað að nota meðulin sem virkuðu á veikina fyrr en fólkið var orðið fárveikt og komip á spítala. 

Þá var veikin búin að eyðileggja mótstöðuna hjá sjúklingnum og aðrir sýklar búnir að koma sér fyrir. 

Læknar,  siðaðir, skrifuðu greinar og fóru til stjórnvalda og grátbáðu um að fá að nota lyfin sem virkuðu strax og vart varð við veikina, og helst fyrir veikina. 

Lyfin sem virkuðu, sníkjudýralyfin, voru mjög ódýr og voru til í miklu magni. 

Sníkjudýralyfin voru notuð í öllum búgreinum allsstaðar í heiminum, af því að þau virkuðu svo vel 

Við fljótin og vötnin sunnan Sahara voru þau notuð bæði fyrir menn og dýr, og þar náði pestin ekki að gera mikinn óskunda. 

Lyfin sem virka eru til hjá öllum dýralæknum, og í öllum lyfjaverslunum, til dæmis í Lyfju á Egilsstöðum. 

Læknum sem reynt hafa að segja satt og hafa viljað bjarga fólkinu hafa verið reknir úr starfi og jafnvel tekið af þeim lækningaleyfið. 

Egilsstaðir, 17.06.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 17.6.2021 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband