Hvar eru sannanirnar?

Hvar eru sannanir fyrir því að grímur virki?

Engar slíkar sannanir hafa verið lagðar fram, enda eru þær ekki til.

Hvers vegna spyr enginn blaðamaður hvaða rannsóknir sýni að þetta virki?


mbl.is Getum slakað á ef við höldum í grímurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt þegar Fauci var búin að kalla eftir tvöfaldri grímunotkun og allir búnir að kaupa tvöfaldan skammt snéri hann við blaðinu. Skyldi kallinn eiga bréf í grímu verksmiðjunni?

Ragnhildur Kolka, 3.2.2021 kl. 00:32

2 identicon

Hættu að spyrja tómið og spurðu skurðlækna ef þig langar raunverulega til þess að vita það.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 3.2.2021 kl. 06:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég hvaða virkni grímurnar hafa umfram það, að þeir sem eru sýktir spúa ekki veirunni eins frá sér. Hvað aðra varðar þá skiptir hún ekki máli sýnist mér. En ef tveggja metra fjarlægðarmörk af hverju þá grímur. Einnig ef grímur af hverju þá tveggja metra fjarlægðarmörk.

Jón Magnússon, 3.2.2021 kl. 08:50

4 identicon

Sæll, Jón. Grímurnar draga verulega úr smithættu en koma ekki 100% í veg fyrir þær, fjarlægðartakmörk mynda aðra varnarlínu til að tryggja 99-100% öryggi. Í sumum aðstæðum er erfitt og jafnvel ómögulegt að virða fjarlægðartakmörk (s.s. í búðum, strætisvögnum og á hárgreiðslustofum) og þá er gríman fyrsta og eina varnarlínan.

Þetta er allt byggt á líkinda-reikningi og markmiðið er að lágmarka líkur á smiti eins oft og mögulegt er. Þessi mynd ætti vonandi að skýra tilganginn betur: https://uploads-cdn.omnicalculator.com/images/mask/mask-infographics.png

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 3.2.2021 kl. 20:33

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er fjarri lagi að grímur dragi verulega úr smithættu. Það eru engar rannsóknir til sem sýna neitt slíkt. Fyrir rúmu ári síðan gaf WHO út skýrslu um ráðstafanir og virkni þeirra í faraldri. Þar kemur þetta skýrt fram. En þetta var auðvitað áður en vísindaleg rök og staðreyndir hættu að skipta máli. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/329438/9789241516839-eng.pdf?ua=1

Þorsteinn Siglaugsson, 4.2.2021 kl. 16:10

6 identicon

Þetta skjal er úrelt, heimildaár 2019, og mælir engu að síður með notkun gríma.

Það má kannski bjóða þér þessa rannsókn, dagsett 1. Júní, 2020: https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)31142-9/fulltext

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband