5.1.2021 | 19:38
Lyfjastofnun til fyrirmyndar
Það er til fyrirmyndar að Lyfjastofnun skuli leitast við að tryggja gagnsæi í upplýsingagjöf. Í ljósi þess sem fram er komið veltir maður fyrir sér hvort sambærilegar stofnanir í öðrum löndum geri þetta einnig.
Tilraunir til að leyna upplýsingum eins og Kári Stefánsson og fleiri hafa kallað eftir eru alversti kosturinn. Því óþægilegar upplýsingar hafa tilhneigingu til að koma upp á yfirborðið um síðir og þegar það gerist og leynd hefur verið viðhöfð er traust til kerfisins hrunið í einu vetfangi.
Það má vitanlega búast við að bóluefni sem hafa í för með sér jafn miklar hliðarverkanir og hefur sýnt sig að þetta efni hefur geti haft afdrifarík áhrif á einstaklinga sem eru mjög aldraðir og veikir fyrir. En smitist þetta fólk af pestinni eru hins vegar dánarlíkur þess langtum, langtum meiri.
Leiðin til að fást við þetta er því ekki sú að afneita vandamálinu, hvað þá að koma fram með misvísandi og mótsagnakennd viðbrögð. Leiðin er einfaldlega sú að benda á þessa staðreynd; að þótt viss áhætta geti fylgt bólusetningu sé hún hverfandi samanborið við áhættuna ef þetta fólk smitast.
Ekki mistök að greina frá andlátunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.