Verður alltaf skrítnara og skrítnara

Hver er ástæðan fyrir fréttaflutningi af þessu símtali? Eru þetta ekki einfaldlega bara samningar þar sem kveðið er á um með hvaða hætti þessu er úthlutað? Eða er málið að nú sé Kata komin í einhverjar reddingar af því að Svandís gleymdi að panta bóluefnið?

 


mbl.is Fullvissaði Katrínu um bóluefni fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað er gott samtal?

Fyrir um 1 ½ ári síðan þegar einn af 4 yfirmönnum UTR hjá Reykjavíkurborg það árið hafði sagt upp slatta af starfsmönnum þá sendi hann út tölvupóst og sagðist hafa átt GOTT samtal við þá sem hann hafði afhent uppsagnarbréfið. Enginn af þeim starfsmönnum sem voru reknir í það skiptið könnuðust við þetta GÓÐA samtal.

En tölvupósturinm um GÓÐA samtalið var skjalaður í skjalsafni Reykjavíkurborgar og verður eflaust vitað til hans hjá hinum nýja Teymisstjóri samskiptateymis Ráðhússins

Grímur Kjartansson, 21.12.2020 kl. 14:09

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er það Úrsúla sem stjórnar deilingu efna milli landa? Ég tek undir með þér Þorsteinn að þetta verður skrítnara með hverjum deginum sem líður.

Sjá myndband sem vefslóðin leiðir á:

https://www.youtube.com/watch?v=bGa6Lu7blzI

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.12.2020 kl. 14:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þetta sé einfaldlega þannig að þeir sem stýrðu þessum málum annars staðar gerðu sér grein fyrir óvissunni um hvert og eitt bóluefni. Þess vegna var samið um afhendingu á tvöföldu, þreföldu, fjórföldu eða jafnvel meira en þurfti. Hér virðist þetta verkefni hafa verið falið fólki sem gerði sér enga grein fyrir þessari óvissu og pantaði því bara smá frá hverjum.

Ábyrgðin á þessu klúðri liggur auðvitað hjá heilbrigðisráðherra. Og klúðrið er svo alvarlegt að henni ber að segja af sér. Málið er ekki mikið flóknara en það.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2020 kl. 19:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað segir hún ekki af sér, frekar en Bjarni Ben. sem braut reglur sem hann stendur sjálfur á bak við, sem ráðherra í ríkisstjórn. 

Það sem  mun gerast er að Svandísi verður smátt og smátt ýtt til hliðar. Kannski tekur hún sér veikindaleyfi eða orlof til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni (t.d. föður sínum, þeim mikla samningamanni). En hún mun smátt og smátt hverfa í skuggann og einhver tylliástæða fundin upp til að verja stoltið.

Bjarni Ben. bíður af sér fjölmiðlafárið og fer hvergi. Hann er vanur slíku, hr. Icehot1.

Geir Ágústsson, 27.12.2020 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband