17.12.2020 | 22:14
Það geta ekki allir hugsað
Ríkið á ekki að selja Íslandsbanka núna segir Logi. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að það þarf á peningunum að halda!
Selji ríkið hins vegar ekki bankann, hvað þá? Jú, þá tekur ríkið lán í stað þess að selja verðmæta eign sem það þarf ekki að eiga.
Hvers vegna heldur Logi að það sé betra? Ímyndar hann sér að verði bankinn boðinn til sölu muni hugsanlegir kaupendur hafa eitthvert hreðjatak á ríkinu og pína niður verðið? Jafnvel þótt aðeins væri um einn mögulegan kaupanda að ræða er fjarstæða að slíkt gerist. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ríkið á einfaldlega þann valkost að láta eiga sig að selja bankann.
Nú geri ég mér ekki þær grillur að allir stjórnmálamenn séu einhverjir sérstakir snillingar í að hugsa. En ég reikna með að þeir hljóti nú flestir að vera aðeins flinkari við það en þetta!
Salan ekki gáfuleg ef ríkissjóður er upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkið þarf alls ekkert að taka lán til að fjármagna sig. Það getur líka jafn auðveldlega notað aðrinn af bankanum til sömu hluta og kaupverðið. Munurinn en sá að arðurinn kemru aftur og aftur en söluverðið bara einu sinni. Svo er ósönnuð kenning að ríkið "þurfi" ekki að eiga banka. Það hefur aldrei verið sýnt fram á neitt sé skynsamlegt við að stofnanir eða fyrirtæki sem gefa út yfir 90% af öllu peningamagni í umferð séu í einkaeigu. Nauðsynleg endurskipulagning peningakerfisins er þeim mun auðveldari sem ríkið á stærri hluta bankakerfisins, en hin hliðin á sama peningi er sú að sala banka sem dregur úr eignarhlut ríkisins á bankakerfinu þjónar hagsmunum þeirra sem vilja verja hið snarklikkaða núverandi peningakerfi. Peningakerfi sem fyrst og fremst byggist á lánstrausti á ekki að vera í eigu einkaaðila, því þeir skapa ekki þá auðlind heldur samfélagið í heild og er því um almannagæði að ræða.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2020 kl. 22:44
Arðurinn er nú ekkert endilega að koma aftur og aftur. Bankar geta nefnilega farið á hausinn. Það er ekki langt síðan allir bankar hér fóru á hausinn. Og hvers vegna ætti ríkið að þurfa að eiga banka? Til að endurskipuleggja peningakerfið? Hvaða endurskipulagning er það sem þú ert að tala um? Og hvers vegna ætti ríkið ekki að geta gert breytingar á peningakerfinu þótt það eigi ekki banka?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2020 kl. 22:58
Að þessu sögðu, er ég í sjálfu sér ekki endilega að staðhæfa neitt um kosti eða galla á eignarhaldi ríkisins á bönkum í þessari færslu. Ég er einfaldlega að benda á að röksemdafærsla Loga heldur ekki vatni.
Svo er annað mál að ég hef efasemdir um það sem þú heldur fram, en það er ekki vegna þess að röksemdafærsla þín haldi ekki vatni heldur vegna þess að ég held að við séum kannski ósammála um tiltekin grundvallaratriði. Það er allt annað mál.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2020 kl. 23:03
Ég held að allt sem þú vísar til að "við séum kannski ósammála um" séu einmitt ástæðurnar fyrir því að endurskipuleggja þarf peningakerfið þannig að ekkert af hinu eigi við. Til dæmis að bankar fari á hausinn, gæti breyst með betra peningakerfi, ásamt því að arðurinn af sameiginlegu auðlindinni sem peningaútgáfa er renni til samfélagsins alls en ekki bara sumra.
Það er voðalega auðvelt að segjast ekki sjá eða skilja nauðsyn endurskipulagningarinnar, ef maður hefur ekki sett sig inn í málið og hvernig núverandi kerfi raunverulega virkar.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2020 kl. 23:10
Hvernig viltu endurskipuleggja peningakerfið?
Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2020 kl. 00:02
Það verður að leggja af þá hættulegu ósvinnu að leyfa hlutafélögum (hver svo sem á þau) að gefa út yfir 90% peningamagns í umferð á grundvelli vaxtaberandi skuldsetningar.
Þessi stærsti hluti peningmagnsins á að vera gefinn út vaxtalaust af ríkinu, eins og sá hluti sem ríkið gefur nú þegar út í formi seðla og myntar.
Þetta er ekki eins róttæk hugmynd og hún kann að virðast, því hvergi í lögum er heimild til annarra en ríkisins að gefa út peninga.
Að lögum sé framfylgt hlýtur að vera sjálfsögð krafa sem allir geta verið sammála um.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2020 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.