23.11.2020 | 12:43
Alvarlegar og hættulegar rangfærslur?
Kórónaveiran er vissulega lífshættuleg fyrir fólk sem komið er yfir 60-70 ára aldur.
Hjá fólki milli 20-30 ára eru dánarlíkurnar einn af hverjum tíu þúsund - 0,01%
Hjá börnum eru þær einn á móti hundrað þúsund - 0,001%
Bóluefni hafa hins vegar ávallt einhverjar óæskilegar afleiðingar í för með sér fyrir einhvern hluta þeirra sem fá þau.
Fyrir þessa hópa er því alls ekki sjálfgefið að bólusetning sé hættuminni en það að sýkjast af veirunni.
Það er verulegur ábyrgðarhluti ef þessir læknar eru nú farnir að hvetja til þess að fólk taki óþarfa áhættu með heilsu sína, en það virðist gert hér með því að gera engan greinarmun á áhættunni fyrir mismunandi hópa. Áhrif þessara nýju bóluefna eru eftir allt saman enn tiltölulega lítið þekkt.
Maður spyr sig hvort slíkar rangfærslur gætu varðað við lög eða siðareglur lækna.
Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvelt að fletta upp svínaflensunni, bóluefninu sem átti að vera alveg öruggt og afleiðingunum.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.11.2020 kl. 14:25
Já, það er auðvelt. Ég er ekki að segja að enginn eigi að láta bólusetja sig. En bólusetningu fylgir alltaf viss áhætta og það er verulegur ábyrgðarhluti af læknum að mæla með bólusetningu fyrir þá sem ekki þurfa á henni að halda.
En þegar kemur að sóttvarnalækni, landlækni og ýmsum yfirmönnum Landspítalans virðist nú ekki siðferðið flækjast mikið fyrir þeim!
Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2020 kl. 20:03
Er ekki skynsamlegast að einungis áhættuhópar verði bólusettir eins og aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma? Af hverju að þiggja bóluefni sem hefur fengið hraðmeðferð í gegnum kerfið og er af nýrri tegund, sérstaklega í ljósi þess að langflestir undir sjötugu eiga að þola Covid-19?
Þetta er eitthvað undarlegt trúboð fyrir bólusetningum. Merkilegur þáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í síðustu viku kom með þær upplýsingar um spænsku veikina að vísindamenn hallast að þeirri skýringu að hún hafi verið svona banbæn vegna sóttar sem gekk um 1890, að fólk hafi myndað ónæmisviðbrögð við henni sem hafi orðið banvænt í skyldri farsótt, spænsku veikinni um 1918. Hefur enginn íhugað þetta?
Ingólfur Sigurðsson, 24.11.2020 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.