Athyglivert að þessi kona lendi í þessu

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir hefur ritað greinar í blöð og tekið virkan þátt í andstöðu gegn hræðslufaraldrinum og mannréttindabrotum stjórnvalda. Mér finnst afar athyglivert að lögreglan skuli mæta einmitt til hennar og reyna að hrekja burt börn sem eru að vinna að skólaverkefni. Hver skyldi ástæðan vera?


mbl.is Furðar sig á gluggagægjum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það setur að manni ískaldan hroll. Hver hefði trúað að Ástralska lögreglan þjálfi þá Íslensku.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2020 kl. 22:55

2 identicon

Erum við í alvörunni komin á þetta stig? Að brugga samsæriskenningar?

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 23:13

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar 90% þjóðarinnar er orðin sátt við að yfirvaldið segi henni fyrir verkum fara ábendingahnapparnir að virka. Fólk fer að fylgjast með nágrönnum sínum og Um leið verður litið á sjálfstæðar ákvarðanir og sjálfsábyrgð einstaklinga sem hættulegt uppreisnarafli.

Ragnhildur Kolka, 23.11.2020 kl. 01:26

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég las Þórdísi í gær og fannst hún gera rétt í því að vekja athygli á þessu með myndum. Því miður verður ekki með góðu móti séð að þarna sé samsæriskenningu að ræða.

Magnús Sigurðsson, 23.11.2020 kl. 05:57

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ragnhildur Kolka lýsir þessu ástandi vel. Þegar búið er látlaust í níu mánuði að gefa út tilskipanir í fjölmiðlum kemur að því lögreglan telur það hlutverk sitt að styðja við aðra embættismenn í aðgerðum. Sama hvort við erum stödd í Hong Kong eða Hafnarfirði. Minna má á Geirfinns og Guðmundarmálið óhugnanlega, sem enn er ekki að fullu uppgert eftir 45 ár. 

Árið 1995 var í 66. grein Stjórnarskrá, fyrsta málsgrein; Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurð eða eftir sérstakri lagaheimild. Óbreytt eins og hin danska er í dag. Síðan þá hefur mörgu verið breytt. Allt of fáir hafa kynnt sér stjórnarskrána sem ætti að vera lesin í skólum og rædd. Þá væri ekki hluti þjóðarinnar með skertan kosningarétt. Í hveri viku heimsækir lögreglan eða sýslumaður heimili og vill komast inn án nægilegra heimildar. Þórdís á heiður skilið að standa föst fyrir á sínum stjórnarskrávarða rétti.

Sigurður Antonsson, 23.11.2020 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287255

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband