11.11.2020 | 15:07
Hvað merkir þetta fyrir Ísland?
Það kemur ekki fram í fréttinni hversu marga skammta Ísland fær.
200 milljón skammtar nægja til að bólusetja 100 milljón manns. Evrópubúar eru 445 milljónir. Íslendingar eru 260 þúsund. Ef við gerum ráð fyrir að þetta skiptist miðað við íbúafjölda fær Ísland 160 þúsund skammta. Það dugar til að bólusetja 80 þúsund manns.
80 þúsund manns eru 22% þjóðarinnar. Ekki er óvarlegt að reikna með að um 5% muni þegar hafa náð ónæmi þegar að því kemur að dreifa bóluefninu. Ef við reiknum með áframhaldandi sóttvarnaraðgerðum gæti þetta verið komið í 10% í lok næsta árs. Þetta þýðir að í lok næsta árs gætu 32% hafa náð ónæmi. En til að ná nægu samfélagslegu ónæmi þurfa 60-70% að hafa öðlast það.
32% er því aðeins hluti þess sem til þarf, svo miðað við þessar tölur er ástæðulaust að gera ráð fyrir að hlutirnir komist hér í samt lag á miðju næsta ári eins og sumir hafa látið hafa eftir sér. Ekki nema samfara bólusetningu verði einnig teknar upp skynsamlegar og ábyrgar aðferðir til að vernda viðkvæma hópa svo hægt sé að hraða því að ónæmi myndist.
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn
Eins og þú veist, þá eru fleiri lyfjafyrirtæki en Pfizer komin langt með þróun sinna bóluefna.
Ekki gleyma því.
Vertu því nú einu sinni bjartsýnn á gang mála.
Allt á sér sinn tíma. Við hér á landi verðum væntanlega öll (sem viljum) búin að láta bólusetja okkur fyrir sumarbyrjun.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2020 kl. 15:58
Já, það eru fleiri fyrirtæki komin langt. Ég er bara hér að horfa á þetta út frá því sem við vitum núna, eða teljum okkur vita. En svo eru plúsar og mínusar, spurningar sem á eftir að svara. Fleiri bóluefni gætu komið fljótlega, sem er plús. Mínusarnir snúa svo að óvissu um raunverulegt öryggi þessara nýju bóluefna, niðurstöður frekari prófana - það eru bara komin 64 case, dreifingu og margt fleira. Það er margt sem getur komið upp á, bæði jákvætt og neikvætt, og eiginlega ómögulegt að spá fyrir um það. En í það minnsta, ef þetta er að ganga eftir þá er það jákvætt og gefur vísbendingu um að þessu ljúki, en óvarlegt að búast við að það gerist á næsta ári.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 17:45
Verða allir, eða hreinlega margir, tilbúnir að láta sprauta sig með hraðsuðubóluefni?
Mun ekki þurfa að innleiða svolítinn fasisma og þvinga sprautuna inn í marga?
Til samanburðar:
https://www.pbs.org/independentlens/blog/unwanted-sterilization-and-eugenics-programs-in-the-united-states/
Geir Ágústsson, 11.11.2020 kl. 20:32
Ég afþakka að verða notaður sem tilraunadýr í stærstu læknisfræðitilraun á mönnum frá því að sögur hófust.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 22:11
90% Íslendinga eru að mér skilst alveg tilbúnir að láta gera á sér tilraunir, allavega eins og er. Og eflaust verður ritskoðunardeild forsætisráðuneytisins dugleg að reyna að banna allar efasemdir um þetta bóluefni.
Vandinn er bara sá að það hefur gerst of oft áður að bóluefni hafa valdið grafalvarlegum aukaverkunum. Og það þarf jafnvel ekki aukaverkanir til. Það hefur nefnilega líka gerst að það hafi orðið að hverfa frá bólusetningum vegna ástæðulauss ótta við bóluefni. Þarf ekki endilega mikið til að neisti efasemda verði til þess að koma svona verkefni í uppnám, hvort sem efasemdirnar eru á rökum reistar eða ekki. Og hvað þá? Það er mikilvægt að velta því vel og vandlega fyrir sér.
Ég vil hins vegar alls ekki vera með neinar heimsendaspár, og vitanlega vona ég að þetta fari allt vel. En maður verður að vera raunsær og varkár þegar kemur að svona málum, rétt eins og ef maður er kominn yfir sjötugt verður maður að passa sig að fá ekki kórónaveiruna.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:12
Kannski er nú komið að því að "preppa" Guðmundur. Kannski ég fari bara að grafa byrgi í garðinum og hamstra fiskibollur í dós og ora baunir. Svo bíður maður bara þar til sprautulöggurnar gefast upp. Þú ert meira en velkominn
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:15
Bólusetning felst í raun í því að sprauta í fólk pestinni sem á að vernda það fyrir og vona svo að það myndi mótefni. Stundum heppnast það og stundum ekki.
Síðast þegar ég fékk bólusetningu fyrir tveimur áratugum síðan varð ég bara veikur af pestinni sem var í sprautunni. Þess vegna eru tveir áratugir síðan.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 22:18
Láttu mig vita þegar þú verður búinn að grafa og við sjáumst í bunkernum. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 22:20
Þetta nýja bóluefni er reyndar aðeins öðruvísi. Það sem það gerir er að það lætur frumur líkamans framleiða samskonar prótín og eru í veirunni með einhverjum genetískum aðferðum held ég. Það er jafnvel meira scary en þessi venjulegu.
Fyrir nokkrum árum þegar ég fór í fyrsta sinn til Indlands fékk ég sprautur við alls kyns pestum sem maður getur fengið þar. Mér fannst það ekkert tiltökumál, því maður er í alveg ágætis hættu á að fá þessar pestir, og þessi bóluefni hafa verið notuð áratugum saman. En að láta sprauta mig með einhverju "warp-speed" efni sem hefur tekið fáeina mánuði að þróa og er varla búið að prófa neitt, til þess eins að vernda mig fyrir pest sem eru kannski 0,05% líkur á að ég gæti dáið úr - nei takk held ég. Það verður frekar bunkerinn - og viss um að við getum bara skemmt okkur ágætlega þar
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:55
Var ekki gerð sviðuð bóluefna tilraun á amerískum hermönnum, sem sendir voru til Evrópu undir lok fyrri heimstyrjaldarinnar, rétt áður en Spænska veikin stökkbreyttist í drepsótt? Og sumir hafa vilja- kalla Texasveikina.
Magnús Sigurðsson, 12.11.2020 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.