Sýnir hversu grafalvarleg mistökin eru

Það að helmingur dauðsfalla á Spáni á fyrstu þremur mánuðum faraldursins hafi átt sér stað á hjúkrunarheimilum sýnir auðvitað hversu grafalvarleg þau mistök voru, að leggja ekki alla áherslu á að vernda viðkvæma hópa í stað hinna árangurslausu og ómarkvissu aðgerða sem ráðist var í.

Spánverjar, líkt og Svíar, hafa þó kannski þá afsökun að erfitt kunni að hafa reynst að valda þessu verkefni í upphafi.

Þá afsökun hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld hins vegar ekki. Hér hófst mannfallið meðal elsta og viðkvæmasta hópsins sem átti að njóta verndar inni á Landspítala í október. Miklu meira en nægur tími hafði gefist til að tryggja þessu fólki vernd. Og það sér ekki fyrir endann á því. Þegar hefur skipulags- og ábyrgðarleysið þegar orðið sjö manns að bana. Samtals smituðust um 100 manns. Ekki er ólíklegt að alls verði dauðsföllin meðal þessa hóps 20-30.

Og viðbrögðin? Loka hárgreiðslustofum og skerða skóladag barna!


mbl.is Meira en helmingur dauðsfalla á hjúkrunarheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband