Sautjánda öldin og sú tuttugasta og fyrsta - hvað hefur breyst?

Sautjánda öld:

Ef grunur um galdra er til staðar verður að brenna nornina strax. Annars gæti hún valdið stórkostlegu tjóni.

Eru galdrar til? Er eitthvað annað sem gæti hafa valdið því að kýr nágrannans dó? Það er algert aukaatriði. Það trúa því allir að galdrar séu til.

Tuttugasta og fyrsta öld:

Ef einhver er gripinn án grímu verður að handsama hann strax. Aðeins þannig náum við tökum á veirunni.

Er mögulegt að útrýma bráðsmitandi veirusjúkdómi með því að bæla hann niður tímabundið? Það er algert aukaatriði. Það trúa því allir að það sé hægt.

Það hefur ekkert breyst. Í báðum tilfellum missti fólk sjónar á náttúrulögmálunum. Og þá getur allt gerst.

 


mbl.is „Svo mikið kjaftæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hræðslan og innilokunin er að koma upp á yfirborðið. Börn og ungmenni lokuð inni í heimi þar sem risa kónguló skríður á loftum og veggjunum. Lokaður manngerður heimur, síma og tölvu, grímur í skólum. Saga Kafka sögð í byrjun seinustu aldar er að endurtaka sig. Skrímslið. Hamskiptin. Kafka vann á tryggingaskrifstofunni á daginn og skrifaði "dagbók" a kvöldin.

Tuttugasta og fyrsta öldin byrjaði með Réttahöldunum og nú virðist sem tímar þöglu Kóngulóarinnar sé að renna upp.

Sigurður Antonsson, 3.11.2020 kl. 00:33

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður að brenna "nornina" en hún er ekki sú sem vafrar um grímulaus. Galdur er einbeitt athöfn með ákveðin tilgang  sem hægt er að senda á ákveðinn stað og halda þannig við með hugsunum af annarra. Einfaldast er að slökkva á símanum og sjónvarpinu til að gera galdra 21. aldarinnar að engu.

Magnús Sigurðsson, 3.11.2020 kl. 06:26

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vel til fundið að nefna Kafka í þessu samhengi Magnús. Maður ætti eiginlega að fara að lesa Réttarhöldin aftur. 

Þorsteinn Siglaugsson, 3.11.2020 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 287755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband