Velferðarnefnd: Spurningarnar sem brenna á okkur?

Þar til fjöldasmit kom upp á öldrunardeild LSH á Landakoti hafði einn látist í síðari bylgju faraldursins, smit voru álíka mörg og í fyrri bylgjunni, þegar tíu létust. Nú hafa sex manns til viðbótar látist á örskömmum tíma. Allt aldrað fólk. Ég votta aðstandendum allra sem látist hafa samúð mína.

Í kjölfar þessa fjöldasmits voru sóttvarnaraðgerðir hertar verulega, skólastarf sett á hliðina, verslun og þjónusta trufluð enn meira og var þó nóg samt. Lítið fór hins vegar fyrir trúverðugum sóttvarnaráðstöfunum innan spítalans, þar sem rótin lá.

Við vissum fyrir að pestin er hættuleg gömlu og veiku fólki. En skólabörnum er hún hættulaus, og raunar flestum undir 50-60 ára aldri. Væri dánarhlutfallið ekki svona hátt meðal gamla fólksins væri eflaust ekki um neinar sérstakar ráðstafanir að ræða vegna þessarar pestar.

Á morgun mun Velferðarnefnd Alþingis fjalla um málefni Landspítalans.

Munu þingmenn spyrja hversu mörg þessara dauðsfalla megi rekja til þess að smit fékk að grassera óhindrað þar sem elsta og veikasta fólkið dvaldi? Munu þeir fá svör?

Munu þeir spyrja hvaða alvöru ráðstafanir hafi verið gerðar, hvort hólfaskipting sem átti að vera til staðar sé það nú? Munu þeir sætta sig við lélegar afsakanir eða ekki?

Og munu þingmenn spyrja hvers vegna því er statt og stöðugt haldið fram að Landspítalinn ráði ekki við hlutverk sitt þegar innlagnir vegna Covid-19 hafa samtals verið tæplega 300 á árinu, meðan innlagnir á síðasta ári voru 25.000 í heild? Munu þeir fá svör við því?

 

 


mbl.is 27 innanlandssmit – 10 utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Frá því fólk varð til í upphafi vega hafa allir sem á undan okkur hafa verið látist nema Enok og Elía allir aðrir hafa dáið. Þegar fólk er orðið gamalt og veikt má ganga frá því sem vísu að dauðinn er ekki langt undan.

Nú er það svo að dánarorsök vegna kórónuveirunnar hefur nánast enginn verið hér á landi og þá eiga stjórnvöld úr vöndu að ráða. Stjórnvöld þurfa að skila inn skýrslum um hversu margir veiran hefur fellt hér á landi svo hún verði ekki eftirbátur annarra þjóða.

Sumir munu vilja kenna þetta við samsæriskenningu, en það eru öfl sem vilja fækka mannkyninu og tel ég þau vera hér að verki og stjórnvöld hér á landi sem annarsstaðar eru undir hæl þessara afla. Þessi öfl stjórna WHO, SÞ, AGS o.fl.

Algengt er að gamalt fólk sem liggur mikið fyrir, vegna þess að það á erfitt með að hreifa sig, deyi úr lungnabólgu. Hví ekki bara skrá Covid-19 sem orsökina, er það eitthvað verra en hvað annað, það er þá alla vega látið.

Það er leiðinlegt að ræða þetta svona með syrgjendur í huga, en við lifum á svo furðulegum tímum þar sem allt er gert til að eyðileggja líf fólks, hindra það í sínum daglegu störfum og samfélagi við hvert annað. Efnahagur heims og þar með hins almenna borgara lagður í rúst og hvers vegna??? Það hefði ekki dugað að segja fólki að setja upp grímur og halda 2ja metra regluna vegna kvefs eða hálsbólgu, það þurfti að koma annað til eitthvað sem fólk hafði ekki heyrt af áður. Þá varð kórónuveiran til, happafengur heimselítunnar!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2020 kl. 13:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rósirnar eru að visna og úrræðið er að plægja upp alla grasflötina á meðan Velferðarnefnd fundar um rósir.

Geir Ágústsson, 5.11.2020 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287360

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband