2.11.2020 | 14:55
Er það heilsa barnanna sem verið er að hugsa um?
Það er vissulega rétt að það fer illa með heilsu barna að þurfa að bera grímu allan liðlangan daginn.
Það fer heldur ekki vel með heilsu barna að þau komist ekki í skólann. Sérstaklega er það slæmt fyrir heilsu þeirra barna, og framtíðarmöguleika þeirra barna, sem höllustum fæti standa.
Börn eru hins vegar ekki í neinni hættu vegna kórónaveirunnar. Fyrir börn eru dánarlíkurnar svo litlar að það er nánast alveg útilokað að þau deyji úr þessum sjúkdómi. Og það er ákaflega fátítt að þau veikist alvarlega. Í versta falli fá þau flensueinkenni.
Það eru ótvíræðir hagsmunir, og ótvíræð réttindi barna að sá röklausi hræðslufaraldur sem nú er í gangi komi ekki niður á menntun þeirra.
Eina fólkið sem er í einhverri hættu í skólunum eru kennarar sem komnir eru yfir miðjan aldur. Ef skynsamlegri stefnu væri fylgt, fengju þessir kennarar þá einfaldlega val um það að taka sér frí meðan faraldurinn gengur yfir og yngra fólk yrði fengið í þeirra stað í forfallakennslu á meðan. Það eru tuttugu þúsund manns sem hafa misst vinnuna vegna aðgerða gegn þessum veirusjúkdómi. Útilokað að ekkert af því fólki sé fært um að taka að sér tímabundna kennslu í forföllum. Börnin eiga að mæta í skóla, taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi, grímulaus og óttalaus.
Hræðslufaraldurinn hefur opinberað svo gegndarlausa sérhyggju að manni verður hreinlega óglatt. Fórnarlömbin eru yngsta kynslóðin og fátækasta fólkið.
Kennarar óttast um heilsu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt Þorsteinn.
Í vor fjaraði veiran út án grímunotkunar. Hvað breyttist? Ekkert breyttist. En við eigum að hlýða yfirvöldum vegna þess að við eigum að hlýða yfirvöldum.
Benedikt Halldórsson, 2.11.2020 kl. 16:15
Það gengur vel á Indlandi að reka veiruna á brott. Þeir skammast sín heldur ekkert fyrir að nota hræóódýr lyf sem virka. Hafa ekki efni á því að bíða eftir merkjavöru lyfjafyrirtækjanna.
Benedikt Halldórsson, 2.11.2020 kl. 18:53
Já, og eftir þau mistök að skella öllu í lás í upphafi opnuðu Indverjar og hafa alveg sleppt því að falla í sömu gryfju aftur. Veiran á niðurleið, dánartíðni afar lág, og litlar líkur á annarri bylgju held ég, því þær virðast koma í kjölfar lokana (auðvitað).
Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.