28.10.2020 | 22:26
Gott ef fólk er að vakna
Lokanirnar og samskiptahindranirnar valda gríðarlegu tjóni og það lendir fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín. Það tjón, þau dauðsföll, er líka hluti jöfnunnar.
Og veirusýkingar hafa sinn gang, náttúrulögmálin hafa ekki verið tekin úr sambandi. Það eina sem hinar ómarkvissu aðgerðir gera er að treina pestina. Þær bjarga engum. En þær drepa marga. Meðal annars fólkið í áhættuhópunum sem hefði verið hægt að vernda með markvissum og skynsamlegum aðgerðum.
Mótmæltu aðgerðum sóttvarnayfirvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megintilgangurinn með markvissum og skynsamlegum aðgerðum er einmitt að vernda fólkið í áhættuhópum. Án þeirra væru mun fleiri en tvö úr þeim hópi dáin í þessari bylgju.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2020 kl. 22:47
Já, en aðgerðirnar eru ekki markvissar Guðmundur. Markvissar aðgerðir myndu snúast um að tryggja að ekki komi upp stórslys eins og á Landakoti þar sem 50 aldraðir og veikir einstaklingar smituðust. Ekki að banna fólki að fara í klippingu.
Í fyrri bylgju faraldursins dóu tíu manns.
Í seinni bylgjunni hafði einn dáið, en álíka margir smitast og í fyrri bylgjunni. Svo kom Landakotsmálið upp. Af þeim 50 sjúklingum sem smituðust þar má búast við að 2-3 deyi í það minnsta. Þeir gætu alveg orðið fleiri.
Það sem skiptir öllu máli í þessu er að hindra að fólk yfir sjötugu smitist. Það er eiginlega það eina sem skiptir máli að sé gert. Hvers vegna? Vegna þess að í þeim aldurshópi má búast við að einn af hverjum tuttugu deyi. Í næsta aldurshópi þar fyrir neðan, 50-70 ára má búast við að einn af hverjum tvö hundruð deyi. Og af þeim sem eru 20-50 ára má búast við að einn af hverjum 5.000 deyi.
Til að hindra dauðsföllin þarf hnitmiðaðar og markvissar aðgerðir. Ekki starfsmenn sem vinna á hjúkrunarheimili á dagnn og bar niðri í bæ á kvöldin. Ekki starfsmenn sem kúldrast saman inni á kaffistofum og smita hver annan og bera svo smitin yfir í sjúklingana. Ekki vinnubrögð á borð við þau að senda smitaða sjúklinga á elliheimili úti á landi af því að engum dettur í hug að tengja saman "aðskilin atvik", þ.e. sjúkraflutning og smit á stofnuninni sem flutningurinn er frá. Það þarf að vinna af viti, ekki af kæruleysi og getuleysi til að tengja saman orsakir og afleiðingar.
Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera að vernda gamla fólkið. Það verður að gera það í raun og veru.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 00:17
... + taka í raun og veru á málunum þegar bersýnilegt er að kerfið hefur brugðist. Ekki að brjálast þegar farið er fram á rannsókn og væla um að "allir verði að sýna samstöðu". Samstöðu um hvað? Samstöðu um vanhæfni og getuleysi? Samstöðu um ábyrgðarleysi? Samstöðu um að sópa vandamálunum undir teppið?
Ég blæs á slíka samstöðu, og það hljóta allir að gera sem telja ábyrgð skipta einhverju máli!
Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 00:19
Það sem virðist hafa klikkað á Landakoti er að hólfaskipting hafi verið lögð af eftir að fyrsta bylgjan var gengin yfir og ekki tekin aftur upp fyrr en núna þegar í óefni er komið.
Ég efast stórlega um að neinn af starfsmönnum þar vinni á einhverjum bar niðri í bæ á kvöldin því þeir eru allir lokaðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2020 kl. 00:47
Ungt fólk deyr ekki úr veirunni. Á Íslandi er meðalaldur 36,5 ár sem er góð vörn ásamt góðu heilbrigðiskerfi. Víða í Suður Ameríku er ástandið ekki gott. Í löndum með allra lægsta meðalaldurinn deyr engin þótt heilbrigðiskerfið sé ekki gott.
Það er ljóst að veiran er of mikill aumingi sem kallar alls ekki á frekari frekjukastsslokanir.
Benedikt Halldórsson, 29.10.2020 kl. 02:51
Ég veit ekki með þetta tilfelli, en ég hef það frá fyrstu hendi að starfsmenn hjúkrunarheimila hafi samhliða verið að vinna á börum niðri í bæ. Það er ekki langt síðan þeim var lokað.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.