Veiruþrenningin og Barrington leiðin

Ég las grein veiruþrenningarinnar í Fréttablaðinu í vikunni þar sem reynt er að réttlæta þær aðgerðir sem hér hafa verið viðhafðar og gera lítið úr markvissum og hnitmiðuðum vinnubrögðum líkt og lögð eru til í Barrington-yfirlýsingunni. 

Í greininni er ruglað saman Barrington leiðinni, sem snýst um að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir, og almennri og takmarkalausri dreifingu veirunnar. Það sem verra er er það að veiruþrenningin útlistar fyrst hvað gæti gerst ef dreifingin væri takmarkalaus, og heimfærir svo þær niðurstöður upp á Barrington leiðina. 

Er þetta óheiðarlegur málflutningur? Eða hafa höfundarnir enga þekkingu á málinu?

Ég læt lesandanum eftir að dæma um það.

Barrington leiðin snýst nefnilega einmitt um að vernda sérstaklega elsta og viðkvæmasta hópinn, fólkið sem eru talsverðar líkur á að þurfi spítalavist og deyji úr sjúkdómnum. Þegar þú hefur tekið þann hóp út fyrir sviga er algerlega fráleitt að nota sömu forsendur um innlagnir og dauðsföll eins og ef sá hópur er inni í myndinni. Því munurinn á innlögnum og dauðsföllum eftir aldurshópum er gríðarlegur og elsti hópurinn kemur langsamlega verst út. Þetta sýna öll gögn.

Spurningin varðandi Barrington leiðina er ekki sú hvort hún grundvallist á gögnum og traustum rökum, því það gerir hún svo sannarlega. Hún snýst um að leysa vandann með hnitmiðuðum aðgerðum sem byggjast á þekktum staðreyndum um sjúkdóminn. Setja fókusinn á þá sem eru í hættu og láta hjarðónæmi annarra tryggja að þeir geti í framhaldinu átt eðlilegt líf. Spurningarnar sem skipta máli eru hins vegar þrjár:

Í fyrsta lagi má spyrja hvort hjarðónæmið endist. Rannsóknir virðast benda til að það geri það, en það er auðvitað mögulegt að eitthvað komi fram síðar sem bendir í aðra átt. Veiran er kvefveira, við fáum kvef aftur og aftur, og ónæmi gagnvart því virðist ekki myndast. Og það hefur heldur aldrei tekist að búa til bóluefni við kvefi. Ef þetta er staðan er enginn kostur góður, þá gætum við jafnvel þurft að búast við að tíu milljón manns deyi úr þessari pest árlega í heiminum, án þess að við getum gert mikið við því. Sé það staðan er kannski það skásta sem við getum gert að stórauka afkastagetu heilbrigðiskerfa heimsins og sleppa svo veirunni lausri. Við myndum þá að minnsta kosti ekki drepa aðrar tíu milljónir líka með afleiðingum samskiptahindrana og atvinnuleysis.

Í öðru lagi má spyrja hvort frekar borgi sig að halda áfram að bíða eftir bóluefni. Samkvæmt WHO er þess ekki að vænta fyrr en eftir tvö ár og alls óvíst raunar hvort bóluefni sem virkar kemur einhvern tíma. En setjum sem svo að það komi. Hversu mörgum dauðsföllum gætum við forðað á þeim tíma með hörðum aðgerðum? Hversu mörg verða dauðsföllin vegna aðgerðanna? Ef við tökum þessu veðmáli þurfum við að meta þetta og bíða svo. Sé matið að við björgum fleirum með því en með því að fara Barrington leiðina er skynsamlegt að bíða og sjá. En þá er lykilatriði að taka öll áhrifin með í reikninginn. Líka milljónirnar sem munu deyja úr hungri árlega beinlínis vegna sóttvarnaraðgerða.

Í þriðja lagi má spyrja hversu auðveld þessi leið er í framkvæmd. Hvernig á að fara að því að tryggja elsta og viðkvæmasta hópinn? Hvernig á að fara að því að vernda aðra sem eru viðkvæmir og í mikilli hættu? Í yfirlýsingunni er drepið lauslega á með hvaða hætti mætti gera þetta, en ef fara ætti þessa leið yrði vitanlega að kafa ofan í það nákvæmlega og leggja mat á hvernig ætti að útfæra aðferðina og hversu raunhæft það er. Þetta er það sem sóttvarnasérfræðingar og yfirvöld ættu að vera að velta fyrir sér. Tillagan er komin fram. Hún kemur frá nokkrum af helstu sérfræðingum heims í sóttvörnum. Þau eru eflaust tilbúin að svara spurningum og bregðast við efasemdum ef eftir því er leitað.

 


mbl.is 69 smit innanlands og 78% í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góðar efasemdir hjá þér Þorsteinn eða réttara sagt sjálfssagðar.

Eins og er drepur veiran um fimm þúsund á dag í heiminum. Versti dagurinn í vor (Daily Deaths) var 17. apríl en þá dóu 8,516 en "Daily New Cases" voru 82 þúsund en eru nú kominn yfir 400 þúsund. Kvefveira? Veiran er meinlaus eisn og er og því tilvalið að takast á við hana með Barrington leiðinni.

Æ fleira fólk deyr úr elli. Frekar en að horfa á tölur er allskonar pestum kennt um. Um næstu aldamót er talið að jafn margir fæðist og deyi. Þá hættir mannkyninu að fjölga sér.

Yfirvöld á Íslandi láta eins veiran sé bráðdrepandi. Þau ala á ótta. 

Benedikt Halldórsson, 17.10.2020 kl. 13:06

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veiran drepur um sjö af hverjum hundrað í elsta aldurshópnum. Það er töluvert. En langflestum er hún nánast hættulaus.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 13:15

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt, ég átti við það. 

Benedikt Halldórsson, 17.10.2020 kl. 13:31

4 Smámynd: Snorri Hansson

þorsteinn það er leitt að þurfa að skrifa þetta . Það er leitt að þurfa að skrifa þetta.þú rægir þá sem hafa staðið sig með prýði en hefur sjálfur ekkert til málana að leggjaþ Þ.A:S. Þú ert HÆLBíTUR.

Snorri Hansson, 18.10.2020 kl. 01:19

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það, sem einkennir sóttvarnarstefnuna hér, er ofurtrú á miðstýringu og opinber inngrip í daglegt líf fólks og athafnir.  Samt hefur það komið fram hjá ýmsum lögmönnum, að sóttvarnarlögin heimila þetta ekki, og eitthvert "þríeyki" getur ekki vitnað til neyðarréttar, því að neyðarástand er ekki fyrir hendi hér.  Af sóttvarnarlögum leiðir, að sóttvarnaryfirvöld á Íslandi eiga að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og veita honum fræðslu um persónubundnar sóttvarnir.  Þá er og smitrakning og beiting sóttkvíar, þar sem grunur er um smit, áhrifarík leið til að draga úr smittíðni.  Þar sem hópsmit koma upp, á að beita tímabundinni lokun, sótthreinsun og sóttkví, en annars á að losa um flestar opinberar hömlur, nema til verndar viðkvæmum hópum, enda eru þær dýrkeyptar og flestar áhrifalitlar.  Öllu máli skipta viðbrögð almennings.  Há smittíðni bendir einfaldlega til, að talsverður hópur taki meiri áhættu en áður í ljósi þess, að afleiðingarnar virðast alls ekki eins alvarlegar og í 1. bylgju.  

Bjarni Jónsson, 18.10.2020 kl. 10:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rægi ég hvern, Snorri Hansen? Skilur þú ekki orðin sem þú notar?

Ég gagnrýni það sem fólkið er að segja. Er bannað að gagnrýna það sem fólk segir? Ef svo er, þá ert þú sjálfur hælbítur. Hafðir þú ekki hugsað út í það?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 13:16

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sé að þú hefur birt svar til mín sem nýja bloggfærslu. Sem er vel við hæfi, því það var ágætis svar og þar með ágætt sem ný blogggrein.

Þú svaraðir samt ekki almennilega spurningum mínum í fyrri umræðuþræðinum um hvernig eigi að vernda viðkvæmu hópana. Þú segir að þú vitir ekki hvernig nánari útfærsla eigi að vera.

Þá er eins og ég benti á síðast, að skrifa undir þessa Barrington (B hér með) yfirlýsingu, eins og að skrifa undir óútfylltan tékka. Er rétt að skrifa undir eitthvað sem enginn virðist vita hvernig á að útfæra og nota það sem, já, pólitískan, þrýsting á yfirvöld?

Ég get ekki séð að hægt sé að einangra eldri og langveika frá samfélagi þar sem drápsveira fær að öðru leyti að leika lausum hala. Síðast þegar ákveðinn bandarískur forseti reyndi að skilja börn frá foreldrum, mældist það frekar illa fyrir, þó það hafi verið blásið upp af fjölmiðlum og látið líta út fyrir að vera annað en það var, að mínu mati. Ekki væri betra að banna öldruðum að kaupa í matinn, eða banna þeim yfirhöfuð að fara út úr húsi. Var einhver að tala um stofufangelsi?

Síðan með efnahagslega tapið, þarf það að vera svo mikið? Er þessi veira kannski að leiða til að við breytum okkar vafasama lífsstíl? Þurfum við að fara til útlanda þrisvar á ári? Þurfum við að veltast um kófdrukkin á öldurhúsum langt fram á nætur? Kannski er bara gott að við tökum þessa hluti út úr lífum okkar, séu þeir til staðar.

Veitingastaðir eru opnir hér í Svíaríki, a.m.k. fram að miðnætti í síðasta lagi. Ég skrapp til Norður-Þýskalands nýlega og þar voru veitingastaðir opnir, en ströng grímuskylda sem og í búðum og eflaust í opinberum stofnunum.

Mat, heimilistæki, tölvur o.þ.h. munum við áfram þurfa og margt hefur selst í meira mæli þar sem fleiri hafa neyðst til að vera meira heima hjá sér. Líkamsrækt er hægt að stunda úti við eða heima við, hefur alltaf þótt líkamsræktarstöðvar vera leiðinda svitasjoppur hvort eð er.

Theódór Norðkvist, 18.10.2020 kl. 13:57

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, mér fannst þetta ágætis efni í grein. Ég svaraði þessum spurningum að því marki sem ég get. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að sóttvarna- og lýðheilsufræðingar séu færir um að útfæra vernd hinna viðkvæmu með ásættanlegum hætti þótt ég kunni ekki aðferðirnar til þess sjálfur. Aðskilja börn frá foreldrum? Af hverju ætti þess að þurfa? Viðkvæmasti hópurinn er fólk yfir sjötugu. Dánarhlutfallið þar er um sjö af hverjum hundrað. Meðal annarra er það örlítið prósentubrot. Og við skulum ekki gleyma því að vernd viðkvæmra hópa er ekkert nýtt. Slíkt hefur margoft verið gert. Og Þórólfur sóttvarnalæknir mælti nú einmitt með þeirri leið í mars sjálfur. Það er því langt seilst að líkja því við óútfylltan tékka að taka undir þá hugmynd. Þvert á móti er full ástæða til að þrýsta á að þessi leið verði skoðuð af alvöru, því ef hún gengur upp er hægt að losna við veiruna hratt, forða hundruðum dauðsfalla hjá viðkvæmu hópunum og forða öðrum frá þeim hörmungum sem langdregnar og ómarkvissar aðgerðir valda.

Efnahagslega tapið er nú þegar gríðarlega mikið. Ég er í sjálfu sér alveg sammála þér um að við getum vel einfaldað líf okkar. Hagvöxtur er ekki upphaf og endir alls. En atvinnuleysið sem tugþúsundir glíma nú við hérlendis er hins vegar grafalvarlegt mál því það leiðir beinlínis til dauðsfalla. Samkvæmt bandarískum rannsóknum getur það leitt til dauða einhverra tuga af hverjum þúsund. Samkvæmt sænskum og finnskum rannsóknum drepur það 5-10 af hverjum þúsund, og þar eru samt velferðar- og heilbrigðiskerfin með því besta sem þekkist í heiminum.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 14:36

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég meinti frekar að aðskilja eldra fólk frá barnabörnum, afsaka að ég var ekki nógu skýr. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma getur að vísu verið í yngra lagi og átt a.m.k. börn á unglingsaldri og fullorðna syni og dætur. Aldraðir foreldrar vilja væntanlega flestir umgangast alla afkomendur sína, í fyrsta, annan og ...n-ta ættlið. En takk fyrir svarið engu að síður, bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 18.10.2020 kl. 15:02

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég skil. Ég á einmitt aldraða tengdaforeldra sem hafa ekki almennilega getað hitt barnabörnin síðan í mars. Mér finnst miklu mannúðlegra gagnvart því fólki að reyna að leysa vandamálð hratt í stað þess að halda þessu ástandi næstu árin. Mér finnst til mikils að vinna.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 17:52

11 Smámynd: Bjarni Jónsson

Eg hef nú kynnt mér almennilega Fréttablaðsgrein "þríeykisins" frá 15.10.2020 og geri alvarlegar athugasemdir við hana.  Hún er afar villandi, t.d. vegna þess, að tölfræði "þríeykisins" er frá "Bylgju 1", en það eru allt aðrar tölur og sakleysislegri, sem fást út úr "Bylgju 2-3".  Það hlýtur að vera raunhæfara að reisa málflutning á nýjustu upplýsingum.  Annars má halda því fram, að verið sé að halla réttu máli.  Myndin, sem þau draga upp af leið "hjarðónæmis" er fjarstæðukennd hryllingsmynd.  Enginn hefur gert þann boðskap að sínum að láta veiruna geisa án þess að beita neinum mótvægisaðgerðum.  

Bjarni Jónsson, 19.10.2020 kl. 10:00

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, umfjöllun þeirra um Barrington leiðina er beinlínis, og vísvitandi villandi. 

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 13:30

13 identicon

Það er vert að benda á það að Þórófur hefur gríðarleg völd, sem virðast vera án alls aðhalds (e. check and Ballance), við þær aðstæður sem nú rýkja í þjóðfélaginu. Því miður virðast margir Íslendingar vera fylgjandi réttrúðnaðar hugsun og þola enga gagnrýni á þrýekið þrátt fyrir að þrýekið hafi sjálft kallað eftir gagnrýni. Ef ákvarðanir eru teknar gagnrýnislaustog án aðahalds gefur það augaleið að það kann ekki góðri lukku að stýra til langsframa. Þannig að ekki er ég hissa að þeir Íslendingar sem ekki eru réttrúnaðar hugsandi í þessum málum eru margir farnir að hafa stórlegar efasemdir um þær aðgerðir sem núna eru í gangi, eitt dæmi um það bull sem er í gangi er þetta með oðnun/lokun íþróttahúsa. Það verður að segjast alveg eins og er að ákvarðana taka sóttvarnarlæknis síðan í júlí/águst hefur einkenst af hálfkáki, duttlungum, hálfkáki og hringlanda hætti þannig að það ætti engan að undra að staðan sé eins og hún er í dag. Það er ekki mjög traustvekjandi ef þú spyrð mig. 

Það má því vera að þreykið viti upp á sig eitthvað og sé því með þessari grein að réttlæta þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar burt séð frá því hveru réttmætar eða rök réttar þær eru. 

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband