14.10.2020 | 10:57
Einkennileg fyrirsögn
Það er undarlegt orðalag að staðhæfa að dómaraefnið hafi "komið sér hjá" spurningum um fóstureyðingar. Dómaraefnið sagðist einfaldlega dæma eftir lögum í hverju máli fyrir sig, og útilokað væri að staðhæfa fyrirfram hvernig hún myndi dæma í málum sem ekki hafa þegar verið lögð fyrir réttinn. Það að gera grein fyrir því að ekki er hægt að svara spurningu er ekki það sama og að "koma sér hjá" því að svara henni. Þetta skilur allt bærilega skynsamt fólk.
Það hvernig dæmt er í máli ræðst vitanlega af því hvernig málið er lagt upp og hvaða lagagreinar dómari telur eiga við um það þegar það kemur til kasta réttarins og lögmenn hafa flutt það.
Blaðamaður virðist ekki átta sig á því að dómarar eru ekki stjórnmálamenn. Persónulegar skoðanir góðs dómara á tilteknum úrlauanarefnum eiga ekki að skipta máli og það er raunar skylda þeirra að reyna eftir fremsta megni að láta þær ekki lita dómsniðurstöðu. Skoðanir þeirra á því hvert hlutverk réttarins er skipta hins vegar máli. Þar er skoðun Barrett sú að réttinum beri að dæma eftir bókstaf laganna. En sú skoðun er einnig til að réttinum beri að móta löggjöfina.
Kom sér hjá spurningum um þungunarrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.