8.10.2020 | 23:56
Kjánaleg ummæli
Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því að pestin mun á endanum ganga yfir og að þeir sem deyja úr henni munu deyja úr henni, hvort sem það gerist fyrr eða síðar? Því bóluefni er ekki að fara að koma næsta árið í það minnsta.
Heldur hann að ef það gerist bara á nógu löngum tíma gerist það ekki?
Og heldur hann í alvöru að það hafi engar afleiðingar að rústa lífsafkomu fólks, að einangra viðkvæma hópa árum saman, að eyðileggja framtíð þúsunda ungmenna? Gerir hann sér enga grein fyrir að hörmungarnar sem þessi heimskulega bælingarstefna veldur drepa fólk? Og miklu fleiri en munu nokkurn tíma deyja úr pestinni.
Hvað gengur honum eiginlega til með svona þrugli? Er maðurinn fífl? Eða er markmið hans bara það eitt að halda faraldrinum í gangi eins lengi og hægt er?
Ef svo er, hvar er þá siðferðiskennd þessa manns?
Brynjar er að tala fyrir því að reyna að lágmarka heildartjón samfélagsins. Það er ábyrg, skynsamleg og mannúðleg afstaða. Maður ætti að geta ætlast til þess að læknar nálguðust málið með sama hætti.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/08/spyr_hvort_brynjar_eigi_erfitt_med_ad_skilja_tolur/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2020 kl. 10:07 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er umræddur maður?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2020 kl. 00:59
Já, það er góð spurning. Linkur á fréttina hefur greinilega klikkað. Maðurinn er einhver Ragnar, læknir á LSH sem er að atast út í Brynjar Níelsson vegna skoðana hans á aðgerðum gegn veirunni.
Setti linkinn inn í textann.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 10:07
Maðurinn er moggabloggari.
Magnús Sigurðsson, 9.10.2020 kl. 11:28
Þá vona ég að hann komi með athugasemd. Slæ aldrei hendi á móti góðu rifrildi
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 12:09
Helda að "maðurinn" eða grillarinn eins og Valsarinn Brynjar vill kalla þinn "mann" sé að benda á þá mögulegu staðreynd, að ef verði ekki hert á í takmörkunum, þá muni álagið aukast á vannært heilbrigðiskerfi, þannig að það hafi ekki undan.
Auðvitað er svo augljóst að undirliggjandi í umræðu Valsarans að auka skuli einkaframtak í heilbrigðiskerfinu.
Það er vísan sem Valsarinn er að syngja.
Ef einn vill ganga þá leið, þá þarf áður að laga til í ríkisreknu heilbrigðiskerfi. Þar eru nokkrar fyrrstöður.
Ein af þeim eru jú læknarnir sjálfir og þeirra eigin hagsmunir. Hagsmunir sem flokkur Valsarans hafa staðið vörð um.
Þaf ekki að lesa lengí ágæti Mckinsey skýrslu frá 2016 um hvað megi laga til að laga margt í rekstri Landsspítalans.
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Valsarinn vill byrja í miðri bók og tala sig út um endalok sögunnar og grilla á meðan.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.10.2020 kl. 11:58
Brynjar er að benda á þann skynsamlega valkost að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað þeirra almennu, ómarkvissu og árangurslausu aðgerða sem nú er beitt. Eins og forstjóri LSH hefur sagt ræður kerfið við jafnvel svartsýnustu spár um útbreiðslu nú þegar, jafnvel þótt ekki sé búið að laga til í því.
Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á því að vernda þá sem raunverulega eru í hættu en leyfa veirunni að ganga yfir samfélagið að öðru leyti. Ekki gleyma því að fyrir fólk undir sjötugu er hættan af veirunni kannski einn þúsundasti af hættunni fyrir hina eldri. Þessa staðreynd verður að taka með í reikninginn því hún er það sem gerir mögulegt að sigrast á vágestinum án þess að valda öllum, sér í lagi yngstu kynslóðinni, þeim gríðarlegu búsifjum sem fálmkennd viðbrögð veiruþrennunnar og stjórnvalda eru nú á góðri leið með að valda.
Ég hvet þig til að lesa gaumgæfilega Great Barrington yfirlýsinguna Sigfús. Lestu hana, veltu fyrir þér þeim tillögum sem þar er að finna, og láttu mig svo vita hvað þér finnst.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.