6.10.2020 | 12:23
Tillaga að spurningu
Ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhver blaðamaður með metnað skyldi hafa áhuga á að skoða þessi mál, þá væri til dæmis ekki úr vegi að spyrja veiruþrenninguna að því hvers vegna herða þurfi aðgerðir vegna fjölda smita í gær, svona í ljósi þess að hlutfall smitaðra af greindum sýnum er nákvæmlega það sama í gær og í fyrradag.
Í fyrradag voru tekin 2000 sýni og 59 smit greindust. 3,0%
Í gær voru tekin 3227 sýni og 99 smit greindust. 3,1%.
Boða hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsanlega verður þér að ósk þinni og einhver blaðamaður með metnað skoðar þessi mál. Hugsanlega mun hann þá sjá á covid-síðunni að fjölgun sýna milli þessara daga er fyrst og fremst í flokknum „einkennasýni" þeas það eru mun fleiri sem eru með einkenni sem hugsanlega gætu átt við kínapestina. Í þessum flokki var hlutfall sýktra búið að vera um 2% fyrir nokkrum dögum en er nú komið í tæp 5%. Og svo ef þessi metnaðarfulli blaðamaður myndi skoða hlutfall sýktra í hópnum „sóttkvíar og handahófsskimanir" þá sæi hann að það hefur nær tífaldast á tveimur dögum.
Hólmgeir Guðmundsson, 6.10.2020 kl. 14:32
Takk fyrir þetta Hólmgeir.
Breytingin á niðurstöðu einkennasýna í gær og í fyrradag er nú ekki mikil. Í fyrradag var hlutfallið þar 5%, nú er það tæp 6%. Í gær var ekkert talað um hertar aðgerðir, en nú er skyndilega komin krafa um þær.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 15:41
Ég er að benda á að aukningin verður ekki skýrð með því að það séu einfaldlega tekin fleiri sýni úr popúlasjón sem er með stöðuga 3% útbreiðslu. Annars vegar eru fleiri sem þykir ástæða til að prófa og tilviljanakenndu sýnin eru að sýna ört hækkandi hlutfall. Hlutfallið í einkennasýnum hefur vissulega aukist og sú aukning virðist ekki vera eins dags tilviljun. Ég er því ósammála þeirri skoðun sem látið er liggja að í færslunni að ákvarðanir í sóttvarnarmálum séu tilviljanakenndar og ráðvillulegar.
Hólmgeir Guðmundsson, 6.10.2020 kl. 16:46
Það er stórt tekið upp í sig að segja að þessar ákvarðanir lýsi ekki ráðaleysi. Í þessu tilfelli eru það samkvæmt fréttum 99 smit í gær sem hrinda af stað nýjum aðgerðum, daginn eftir að þær aðgerðir sem tilkynntar voru á föstudaginn tóku gildi. Fyrir einum og hálfum mánuði síðan var landamærum lokað og það rökstutt með því að þannig yrði lítil þörf á aðgerðum innanlands. Í september var svo létt á öllum takmörkunum innanlands. Síðan er komið í ljós að lokun landamæranna var fjarri því að skila þeim árangri sem hún átti að skila. Og aflétting aðgerða í september var bersýnilega mjög misráðin líka. Á föstudaginn var svo tilkynnt um aðgerðir sem áttu að gilda í tvær vikur. Og daginn eftir að þær taka gildi er svo tilkynnt um nýjar, vegna þess sem gerðist daginn áður. Og nú er farið að takmarka aðgerðirnar við tiltekið landsvæði, sem um helgina var lýst yfir að gengi alls ekki upp að gera. Ef þetta er ekki hringlandaháttur veit ég ekki hvað hringlandaháttur er. Því miður.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 17:10
Aðgerðir eru tilkynntar nokkru áður en þær taka gildi, eðlilega. En á þeim tíma getur ástand mála breyst og þarf að taka tillit til þess. Þætti þér betra að ákvarðanir væru meitlaðar í stein í lengri tíma? Gildishlaðnar yfirlýsingar hefðu meira vægi ef þeim fylgdu nákvæm útlistun á hvernig eigi að fara aðessu, og þá ekki eftirá.
Hólmgeir Guðmundsson, 6.10.2020 kl. 22:11
Það eina sem ég er að segja er að ákvarðanir verða að byggja á einhverju öðru en daglegum sveiflum. Ákvörðunin sem var tekin í dag byggði á því einu að smitin voru 80% fleiri í gær en í fyrradag - þetta hefur komið fram í fjölmiðlum og verið margendurtekið. En sýnin voru líka 80% fleiri svo það var einfaldlega ekkert sem breyttist á milli daga.
Og það er nú kannski erfitt að gagnrýna ákvarðanir fyrr en eftir að þær hafa verið teknar, er það ekki?
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 23:24
Sæll Þorsteinn sammála þér með að þetta er réttmæt tillaga að spurningu. En á ekki von á öðru en að við henni verði síbreytileg svör lík þeim síbreytilegu sögum sem básúnaðar eru við að magna upp drauginn.
Magnús Sigurðsson, 7.10.2020 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.