Með öndina í hálsinum

Við hljótum auðvitað öll að bíða með öndina í hálsinum eftir spálíkaninu frá gaurnum. Enda hefur það spáð svo svakalega rétt fyrir um þróunina, ekki satt? Og að sjálfsögðu hneigjum við okkur í auðmýkt þegar stúfurinn tekur undir með Kára og Þórólfi og ályktunum þeirra. Það er auðvitað tölfræðilega ómögulegt að þessi þrenning hafi rangt fyrir sér, það segir amk. líkanið hans. Og það spáir vitanlega alltaf rétt, nema kannski síðast, þaráður og þar-þaráður. En "who cares?"

 


mbl.is Nýtt spálíkan eftir viku til tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki veit ég hvar við værum ef við hefðum ekki þessa alvitru þrenningu (og hjálparkokka) til að leiða okkur í gegnum lífið. Án þess að stökkva bros standa þau frammi fyrir alþjóð og flytja okkur sína heilögu ritningu. Sem svo er kúvent næsta dag. Og fjölmiðlar bera bullið áfram án athugasemda, en benda á rugludallinn Trump sem æ ofan í æ er margsaga. Það er greinilega ekki sama hver Trumpinn er.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2020 kl. 22:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna við erum að láta fólk hírast í skólum langt fram yfir tvítugt, þegar það er alveg ófært um það, eftir allan þennan tíma, að beita heilbrigðri skynsemi og spyrja sjálfsagðra spurninga í stað þess að gleypa hrátt allt sem það er matað á.

Einfaldasta rannsóknarblaðamennska virðist ekki lengur vera til. Fjölmiðlar flytja fréttir af sitthvorri hliðinni á sama peningnum án þess að fréttamenn átti sig nokkurn tíma á því hver peningurinn er. En þvaðrið í Trump er ávallt fréttaefni sem tekur upp heilu og hálfu fréttatímana. Það sýnir reyndar hversu mörgum ljósárum Trump er á undan þessu fólki í greind, hvað svo sem okkur kann að finnast um hann að öðru leyti þá veit hann nákvæmlega hvað hann er að gera. Það er nú eitthvað annað en veiruþrenningin og forstjóri spálíkansins. (Hverjum dettur annars í hug að reyna yfirleitt að búa til spálíkan fyrir eitthvað svona? Held að engum alvöru tölfræðingi myndi koma það til hugar. Þeir vita hvað til síns friðar heyrir.)

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2020 kl. 22:58

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ein leið til að kynnast aldrei innihaldi pakkans er að taka ekki umbúðirnar af honum. Það er einhvern vegin þannig samband milli fréttamiðlana og Trump.

Ragnhildur Kolka, 20.9.2020 kl. 00:29

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég held að þetta sé rétt hjá þér Ragnhildur.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband