16.9.2020 | 15:35
Óðagotið allsráðandi
Nú stefnir vitanlega í að enn og aftur verði byrjað að hringla með sóttvarnarráðstafanir, loka skólum og hvaðeina.
Staðreyndin er sú að fjöldi greindra smita rokkar upp og niður dag frá degi. Þetta eiga menn að vita, og gera sér grein fyrir að til að hægt sé að tala um aðra bylgju verður að vera einhver staðfesting á að um aðra bylgju sé að ræða. Svolítið fleiri smit á einum degi eru vitanlega ekki slík staðfesting.
En viðbrögðin, bæði sóttvarnalæknis og fulltrúa AmGen lyfjafyrirtækisins, eru ákaflega fróðleg, því þau sýna hvernig óðagotið ræður öllu.
Ég ætla auðvitað ekki að fullyrða að ekki geti komið önnur bylgja eða að hún kunni ekki að vera að hefjast um þessar mundir. En mælingar eins dags eru algerlega ótækar sem einhver staðfesting á því.
Svo er nú áhugavert að velta fyrir sér öllum staðhæfingunum um að með lokun landamæranna sé hægt að færa allt í eðlilegt horf innanlands. Sé hér um aðra bylgju að ræða er það endanleg sönnun þess hversu kjánalegar slíkar staðhæfingar eru.
Öndum með nefinu og vonum það besta. Stökkvum ekki upp á nef okkur að tilefnislausu.
Ættum að búa okkur undir nýja bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vantar mér vitanlega skilgreiningu á "Bylgju" í þessu samhengi, en á meðan nýgengið innanlands er undir 20 (er 17,7 í dag), sjúklingafjöldinn er undir 100 (er 84) og þar af á sjúkrahúsi aðeins 1, er allsendis ótímabært að tala um nýja sóttbylgju, þótt smit séu 10-20 tvo daga í röð. Það er athyglisvert, að nýgengið á landamærunum hefur farið lækkandi vikum saman og er nú komið niður í 4,4, sem er svipað og í sumar. Þetta skýtur skökku við hræðsluáróðurinn fyrir nokkru, þegar fram kom á fundi Almannavarna, að hlutfall smitaðra komufarþega hefði tífaldazt og náð 0,3 %. Er ekki hlutfall landsmanna, sem komnir eru með ónæmi, yfir 0,9 %. Er 1/3 af því hlutfalli á meðal ferðamanna þá réttmætt fréttaefni eða hálmstrá til að réttlæta mjög óskynsamlegar aðgerðir ?
Bjarni Jónsson, 17.9.2020 kl. 11:19
Akkúrat Bjarni. Hugtakið bylgja hefur gengisfallið töluvert upp á síðkastið, eins og reyndar ýmis önnur hugtök sem notast er við í vísindum. Fjöldi smita og dánartíðni eru önnur hugtök sem líka mega muna sinn fífil fegri.
Einhvern veginn finnst mér þessar tölur, sér í lagi ef í raun og veru er um að ræða aðra bylgju, sýna nokkuð glöggt hversu gagnslaust það var að rústa ferðaþjónustunni í ágúst. Það átti að tryggja að litlar sem engar sóttvarnir þyrfti innanlands. En veruleikinn afhjúpar yfirleitt einfeldnina, og það er að gerast í þessu tilfelli.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 16:57
Einmitt, Þorsteinn. Það eru næstum 20 dagar frá því, að "pottþéttar" sóttvarnir voru teknar upp á landamærunum með ægilegum fórnarkostnaði. Það er þess vegna ekki hægt að gera erlenda ferðamenn að blóraböggli í þetta skiptið, en sökinni hefði alveg örugglega verið skellt á þá, ef t.d. einföld skimun væri viðhöfð á erlenda ferðamenn, en tvöfaldri beint á íbúa landsins í hópi komufarþega.
Nú eru öldurhúsin blóraböggullinn. Það er ekki hægt að staupa sig með "löggilta" andlitsgrímu. Meiri takmörkun á starfsemi þeirra flytur og fjölgar smitstöðunum.
Sammála ályktun þinni um, að rökin fyrir "lokun" landamæranna reyndust hugarburður einn. Gjörsamlega gagnslaus fórn átti sér þar stað.
Bjarni Jónsson, 17.9.2020 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.