28.8.2020 | 22:39
Hagfræðilegt mat, ekki pólitísk ákvarðanataka
Nefndinni sem ráðherra skipaði er ætlað að reyna að leggja mat á áhrif valkostanna á efnahaginn. Nefndin er ekki skipuð til að komast að einhverri málamiðlun um einhverjar aðgerðir, aðeins til að greina áhrifin. Það er því mikill misskilningur að það skipti einhverju máli að "fulltrúar" einhverra hópa séu í nefndinni. Hvað ættu þessir fulltrúar að gera þar? Reyna að afvegaleiða niðurstöðurnar í þágu þeirra sem þeir eru fulltrúar fyrir?
Það má hins vegar gagnrýna hvort í nefndina sé verið að velja það fólk sem mesta þekkingu og vit hefur á þessum málum. Og svo er auðvitað stóra spurningin sú hvernig skipunarbréf nefndarinnar lítur út. Hefur hún fyrirmæli um að greina heildaráhrif, ekki bara hvað gerist fram að áramótum eða fram að kosningum?
Ég hef takmarkaða trú á að þessi nefnd nái utan um hlutverk sitt, en það er ekki vegna þess að í henni séu ekki "fulltrúar" þessara eða hinna hópanna. Slík gagnrýni er alveg marklaus.
Vinnan ómerk án fulltrúa launafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef fulltrúar "einhverra hópa" eiga ekkert erindi í nefndina, hvers vegna er þá fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefndinni?
Samkvæmt stjórnarskrá verða stjórnvöld að gæta jafnræðis, sem þýðir að ef fulltrúar eins hagsmunahóps fá sæti í svona nefnd eiga fulltrúar öndverðra hagsmuna sama rétt.
Það stenst því enga skoðun að fulltrúi eins hagsmunahóps sé í svona nefnd en aðrir séu útilokaðir, þar sem það er stjórnarskrárbrot. Er gagnrýni á það "alveg marklaus"?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2020 kl. 15:15
Eins og ég segi hef ég efasemdir um hvernig hópurinn er skipaður. Ég get þó alveg skilið að hagfræðingur SA sé í hópnum því ég reikna með að þar hafi þegar verið unnið töluvert í að afla gagna til að leggja mat á áhrifin og einhver þekking ætti því þegar að vera til staðar á þeim.
En, aftur, þetta er ekki nefnd sem á að taka pólitískar ákvarðanir heldur sérfræðingahópur og í slíkum hópi á enginn að vera sem fulltrúi einhvers hagsmunahóps. Þeir sem þar eru eiga að vera þar í krafti þekkingar, annað ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 16:44
Hvort sem mönnum finnst að fulltrúar hagsmunaaðila eigi að vera í slíkum hópi eða ekki, má ekki mismuna með því að velja fulltrúa úr einum sérhagsmunahópi og skilja alla aðra útundan.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2020 kl. 17:17
Ekki ef aðilinn er ekki valinn sem fulltrúi hópsins, heldur sem sérfræðingur. Már Guðmundsson er líka úr sérhagsmunahópi - Trotskíista :) Og gaurinn úr ráðuneytinu er auðvitað líka úr sérhagsmunahópi - afætna. Ég hef ósköp litla trú á þessum hópi. Hann er bersýnilega valinn þannig að hver stjórnarflokkur setur "sinn mann" í hópinn, því allir skulda öllum bitling. Hefði hópurinn verið skipaður alvöru fræðimönnum væri kannski hægt að taka mark á honum, en það er ekki einn einasti alvöru fræðimaður í þessum hópi.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 22:30
En svo hlýtur maður auðvitað að spyrja sig hvort það sé ekki nokkuð seint í rassinn gripið að skipa hóp núna til að greina hvort það hafi verið rétt ákvörðun að slátra 40% af gjaldeyristekjunum. En því miður virðist ríkisstjórnin aðhyllast boðorðið að skjóta fyrst og spyrja svo.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.