20.7.2020 | 10:44
Áhugavert álitamál
Þetta er örugglega mjög spennandi viðfangsefni fyrir lögfræðinga. Væntanlega má halda því fram að með undirliggjandi hótun um samninga við annað félag sé verið að hafa áhrif á niðurstöðu atkvæðagreiðslu um samninginn. Það væri þá brot á þessu ákvæði og á við um það sem gerist eftir að samningurinn var undirritaður. Hótunin kom hins vegar fram áður en samið var.
Hins vegar má líta þannig á að þarna sé einfaldlega verið að gera samningsaðila ljóst að ef ekki semst við hann sé hægt að semja við aðra. Með því er þá í sjálfu sér ekki verið að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna beint. Og ákaflega hæpið að hægt sé að fetta fingur út í slíkt. Það ríkir jú félagafrelsi og þar af leiðandi getur eitt stéttarfélag ekki haft einokunaraðstöðu og útilokað önnur.
Að lokum er erfitt að halda því fram að með uppsögnunum sé verið að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna. Því var ekki hótað að segja þeim upp. Þeim vara bara einfaldlega sagt upp og því ekkert tækifæri fyrir þá til að breyta um afstöðu.
Gjörólík sýn á lögmæti uppsagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög áhugavert. Með félagafrelsi er líka átt við að það sé launamanni leyfilegt að standa UTAN stéttarfélaga og á þeim forsendum megi ekki útiloka hann frá starfi með þrýstingi frá neinu félagi. Kannski tímabært að úr þessu verði endanlega skorið.
Kolbrún Hilmars, 20.7.2020 kl. 12:45
Það getur ekki fallið undir félagafrelsi að vera neyddur til að skipta um verklýðsfélag til að geta hugsanlega fengið vinnu í framtíðinni. Nauðung er andstæðan við frelsi.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2020 kl. 13:02
Ég myndi nú telja félagaskipti á þeim forsendum væru svik við kollega. Kannski þarf að skilgreina slíkt athæfi líka.
Kolbrún Hilmars, 20.7.2020 kl. 14:01
Fyrirtæki gera samninga við verkalýðsfélög og þeim sem eru í viðkomandi félagi er þá frjálst að vinna hjá fyrirtækinu á grundvelli þeirra samninga. En ef samningar nást ekki er auðvitað ekki hægt að vinna á grundvelli þeirra - þeir eru þá ekki til staðar. Það er vitanlega engin nauðung í því fólgin. Vinnumarkaðurinn er frjáls og samningar eru frjálsir. Og eins og Kolbrún bendir á er ólöglegt að reyna að þvinga fólk til þátttöku í félögum, sama hvort það eru verkalýðsfélög eða önnur félög.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2020 kl. 18:32
Það er lítið að marka þessa umræðu. Siðferði hefur ekki verið að flækjast fyrir okkur Mörlandanum.
Enda flúðum við frá Noregi til að forðast skattana, m.a.
Hér er auðvitað málum snúið þannig, og faraldurinn látinn vinna sitt verk, að ábyrgðin sé aðeins launþegans.
Þá með öðrum orðum, ef launþeginn gerir ekki eins og vinnuveitandinn vill, þá mun vinnuveitandinn hafa betur.
Eina jákvæða sem þetta mun gera jákvætt er að öll þessi umræða um samskipti , trúnaðarbrest og öryggi á milli launþegans og vinnuveitendas er að þetta mun endanlega gera út við þá stétt manna og kvenna sem kalla sig "mannauðsstjóra".
Orð og gerðir um "mikilvægi mannauðsins" og "fyrirtækið er ekkert nema starfsmennirnir" eru augljóslega hjómið eitt.
Mammon ræður. Skynsemin ekki.
Mannvonskan eykst.
Það vilja margir. Ekki ég
Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.7.2020 kl. 09:29
Það er erfitt að sjá hvað þetta tal um mannauð eða þá faraldur kemur þessu máli við. Málið snýst um félagafrelsi og völd verkalýðsfélaga. Launþegar og fyrirtæki semja um kaup og kjör. Annað hvort með þátttöku verkalýðsfélaga eða án hennar. Og í flestum þeim fyrirtækjum sem grundvalla starfsemi sína á þekkingu og menntun starfsmanna hafa nú verkalýðsfélögin ákaflega lítið vægi enda ráðast laun starfsmanna slíkra fyrirtækja einfaldlega alls ekki af einhverjum töxtum. Þau eru langt fyrir ofan það. Hvort óljósar staðhæfingar á borð við "Mammon ræður. Skynsemin ekki" eiga við um slíkt er mér nú ekki alveg ljóst. Eru þetta ekki bara innantómar og merkingarlausar staðhæfingar?
Þorsteinn Siglaugsson, 21.7.2020 kl. 18:46
Það er í það minnst ekki mikil skynsemi að brjóta 25.gr laga 80/1938 ítrekað og svo 4. gr sömu laga og ætlast svo til að viðsemjandi fallist á allar kröfu.
Ef þú hefur fólk í vinnu og vilt hafa það í vinnu og gefur út yfirlýsingar um slíkt en kemur svo öðruvísi fram, þá ert þú ekki beint skynsamur og lætur þinn mannauð þig litlu skipta. Meginmálið er þá hagnaður umfram allt.
Öll fyrirtæki stærri en SME hafa launaskala til að byggja eftir. Þar telst til fjölda háskólagráða, reynsla og mögulega aldur. Greitt er aukalega fyrir einstaka frammistöðu. Því er launataxti víst hluti af nútíma rekstri þegar kemur að launkostanði.
Aðalmálið er þetta, hvað sem þú kannt að ólmast við, flugfélag eitt, sem búið er að mylja undir af Rikissjóði, nýtti sér aðtæstður í samfélaginu, já heiminum ef þú vilt, til að ýta á og leggja áherslur á kröfur, sömu kröfur og voru upp við lok síðasta kjarasamnings (launatöfluhlutarins). Flugfélag þetta ákvað svo að beita annarra starfsgrein gegn annarri og um leið að koma á fót öðru "verkalýðsfélagi" til að hóta.
Það bar árangur.
Hefði ekki borið árangur fyrir 6 mánuðum.
Það var ekki skýnsamlega hjá flugfélaginu.
Þar eð launakostnaður flugliða er tæplega 10% af heildarlaunakostnaði flugfélagsins, fyrir um 28% starfsmanna sama flugfelags, þá snerist þetta um hag, ekki líf fyrirtækis.
Það er stundum kallað mammon í minum huga.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.7.2020 kl. 19:52
Þú getur auðvitað tekið hvern og einn kostnaðarlið og haldið því fram að það skipti ekki máli hvort hann lækkar eða ekki. Málið snýst um að félagið verður að ná niður kostnaði alls staðar. Einnig launakostnaði flugfreyja.
Meginmálið í rekstri allra fyrirtækja er hagnaður. Fólk fjárfestir í fyrirtækjum til að hafa af því arð. Ég hugsa að fáir séu þér sammála um að það sé óskynsamlegt að vinna að því markmiði.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2020 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.