Athyglivert verkfall

Verkfall er þegar starfsfólk tekur sig saman um að mæta ekki í vinnuna. En hvað þegar starfsmennirnir hafa allir verið reknir, samningar við stéttarfélag þeirra eru fallnir úr gildi og viðveru þeirra er ekki óskað á vinnustaðnum. Hverju breytir þá verkfallið?


mbl.is Flugfreyjur undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og þú bendir réttilega á þá er til lítils að fara í verkfall þegar fólk er búið að missa vinnuna, en í þessu tilfelli á eftir að vinna uppsagnarfrestinn, vanalega 1-3 mánuði. Að fara í verkfall núna er því það eina rétta í stöðunni.

Annað væri af svipuðum toga og þegar hagsmunasamtök heimilanna heyktust á greiðsluverkfalli um árið, og létu þá eina um það sem hvort eð er gátu ekki borgað af húsnæðislánum sínum.

Tjóninu var svo deilt niður á þá sem uppi stóðu sem góðir greiðendur, sælla minninga. Þetta er stundum kallað þrælslund.

Magnús Sigurðsson, 17.7.2020 kl. 18:18

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Magnús. Verkfall er væntanlega almennt talað það rétta í stöðunni í svona kringumstæðum. En hverju á verkfallið eiginlega að skila þegar það skiptir engu máli hvort fólkið mætir í vinnuna eða ekki? Einu áhrifin verða væntanlega þau að fyrirtækið þarf ekki að borga því kaup meðan á verkfallinu stendur.

Ég held því miður að það séu bara tómir hálfvitar sem stjórna þessu flugfreyjufélagi, og hálfvitar taka einmitt svona hálfvitalegar ákvarðanir.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2020 kl. 21:01

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mér þykir nú höfundur ganga full langt að kalla þá sem leið FFÍ hálfvita. Segir kannski meir um höfundinn.

Mér er hinsvegar ljúft og skylt að útskýra hér hvað verkfall kann að gera, eins og staðan er nú.

Ljóst þykir að um 910 flugliðar ljúka störfum nú um næstu mánðarmót. Reyndar óformlega á mánudagsmorgun n.k kl 07:00 en þá taka lítt þjálfaðir flugmenn við öryggisvörslu um borð í vélum ákveðins flugfélags.

Á meðan eru hinsvegar um 36 enn starfandi flugliðar sem ljúka störfum síðar. 

Ljóst má vera að téðir flugmenn eru nú að ganga í störf flugliðanna. óumdeilt.

Komi hinsvegar til verkfalls er ljóst að það mun fá stuðning, ekki bara hér innanlands, þá í innanlandsflugi og með öðrum stuðningi. Heldur hitt að þá mun hin Norræna verkamannasamband styðja við kröfum FFÍ hér á landi og mö0gulega neita að afgreiða vélar þess flugfélags sem nú í morgun rak alla flugliða og sleti viðræðum um kjarasamning, einhliða. 

Það víst ekki að útskýra nánar fyrir höfundi og gestum hans hvaða smá ves það mun hafa fyrir flugfélag eitt hér á landi.

Geri orð Jóhanns Svarfdælings frá því í frægum útvarpsþætti hjá Svavari Gests hér um árið , að mínum "þú ert eins og hálfviti". 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 00:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

En hverju á verkfallið eiginlega að skila þegar það skiptir engu máli hvort fólkið mætir í vinnuna eða ekki?

Vinnandi fólk hefur ekki margar leiðir til að vekja athygli á kjörum sínum eftir að það hefur verið rekið, -satt er það.

Þessi verkfalls leið virðist því vera leið hetjunnar sem berst til síðasta blóðropa.

Það eru orðin nokkur ár síðan ég hef flogið, en síðast þegar ég flaug varð ég ekki var við annað en flugfreyjur Icelandair ynnu fyrir sínum launum á útopnu.

Í gegnum tíðina hafa þær ekki einungis boðið mig velkominn um borð á því ástkæra og ylhýra, strokið mér blítt um vangann til að bjóða mér kaffi, þegar ég hef dottað, -þær voru, og eru að ég held, ennþá, -andlit flugfélagsins.

Þetta er slæm staða sem upp er komin, fyrir alla aðila. Flugfreyjur og Icelandair segjast vera komin upp að vegg. Hvort flugmenn telja sig hafa svigrúm til að setja á sjálfstýringu og ganga í þeirra störf á eftir að koma í ljós.

Hvað mig varðar þá valdi ég alltaf Icelandair, -ef það var í boði,- ekki einungis vegna þess að flugfreyjur gætu sagt nafnið Icelandair á lýtalausri ensku.

Heldur vegna þess að þetta er íslenskt flugfélag, -og erlendis fannst mér ég vera kominn hálfa leiðina heim eftir að hafa verið boðinn velkomin um borð, vísað til sætis, og var farinn að hlusta á íslensku lögin.

Magnús Sigurðsson, 18.7.2020 kl. 06:58

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki ætla ég að kalla þig hálfvita Sigfús, en flugfreyjurnar eru það. Þær standa frammi fyrir þeim kosti að ganga frá kjarasamningi sem er umtalsvert betri en það sem þær fengju annars staðar. Þær vita að samþykki þær ekki samninginn fer félagið annað hvort á hausinn eða semur við aðra. Samt fella þær samninginn. Það er ákaflega hálfvitalegt. Nú er búið að segja þeim upp og félagið þarf ekki að þiggja vinnuframlag þeirra lengur. Það er enginn kjarasamningur í gildi heldur. Auðvitað geta þær reynt að koma af stað einhverjum verkalýðsfélagafíflagangi erlendis en ég efast þó frekar um að þessi systurfélög séu til í slíkt. Það væri annað mál ef um væri að ræða flutning starfa erlendis, félagsleg undirboð eða eitthvað slíkt, ekki bara flugfélag sem er að reyna að lifa af kórónuveiruna og hefur hlotið til þess stuðning annarra starfsmanna, bara ekki þessa forréttindahóps sem fær full laun og fríðindi fyrir að vinna hálfan mánuðinn. 

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2020 kl. 09:44

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verkfallsboðun þýðir að engir félagsmenn, sem hefur áður verið sagt upp störfum, fá greidd laun í uppsagnarfresti eða atvinnuleysisbætur, heilar eða hálfar eftir atvikum.

Kolbrún Hilmars, 18.7.2020 kl. 14:19

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki gott að sjá þig Þorsteinn kalla flugliða hjá einu flugfélagin hálfvita. Það eru stór orð.

Það er sem er rétt í málinu er að margir flugliðar voru tilbúnir að samþykkja þennan samning sem jú lækkaði laun um 22-32% á ársgrundvelli og bætti við 13 mánuðunum í vinnu, kauplaust. Auk þess sem hann gaf af sér enn minni hvíldarákvæði.

Margir af þessum sömu flugliðum skildu þetta og voru til í slaginn.

Það var hinsvegar framkoma, svik og annað sem felldu samninginn. Þær/þau fengur einfaldlega nóg. Þannig að mínu viti var það frekja flugfélagsins sem felldi samninginn. Ekki kjörin.

Á meðan enn eru starfsmenn í starfi/á uppsögn þá gildir kjarasamningurinn, því verður líklega valið að fara í verkfall. 

Sú aðgerð gæti hinsvegar farið lant með að fella n.v kt flugfélagsins og þar með eignir okkar flestra, bundið í lífeyrissjóðunum. 

Í samningum þurfa báðir að sýna samningsvilja. Get ekki séð en að hér hafi annar aðlill átt að færa fórnir. Hinn mátt allt annað.

Hafðu svo engar áhyggjur, Norræna flutningamannasambandið er klárt í samúðaraðgerðir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 16:31

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég fer ekkert ofan af því að þetta er hálfvitalegt og kemur starfsmönnunum sjálfum verst. Ef allt fer á versta veg fer flugfélagið á hausinn. Þá er það eina sem stendur til boða samningurinn sem Play hefur gert, og felur að sögn í séru 30% lægri laun en hjá WOW, sem aftur voru 30% lægri en hjá Icelandair. Hinn valkosturinn er væntanlega strípaðar atvinnuleysisbætur. Vitanlega er ekki allt þetta fólk hálfvitar, en mér sýnist þeir sem leiddu þetta vera það. Og bíta svo höfuðið af skömminni með því að skrifa undir samning og senda síðan félagsmönnum leynipóst með þeim skilaboðum að samninganefndin hefði reyndar ekki meint neitt með því að skrifa undir.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2020 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband