Stórfurðuleg vinnubrögð

Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi verið markmið að valda Icelandair tjóni. Eða hvernig er hægt að túlka það öðruvísi þegar skrifað er undir samning, en félagsmenn svo leynilega hvattir til að fella hann?

Eftir þessa atburðarás er hins vegar ljóst að Icelandair hefur frítt spil varðandi samninga við aðra en þetta félag. Það er ljóst að það er ekki hægt að semja við fólk sem skrifar undir, en meinar ekkert með því.


mbl.is Flugfreyjufélagið viðurkennir mistök við samningagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú vilt semsagt meina að Icelandair segi alveg satt? Skv. mínum heimildum neitaði Icelandair að breyta samningnum. Þegar hinn svokallaði Lífskjarasamanburð var ekki einu sinni í boði þá er ekkert að samþykkja. En forvitnilegt að bera saman baráttu Sjómannasambands Íslands við stjórnendur Herjólfs og FFÍ við Icelandair. Sjómenn fara fram á fækkun vinnustunda fyrir sínu kjör á meðan Icelandair fer fram á fjölgun vinnustunda hja FFÍ á sínu kjörum og samið var um 2016. Engin setur sig upp á móti karlmönnunum í Sjómannasambands í á meðan má troða konunum í svaðið.  Dapurlegt

thin (IP-tala skráð) 15.7.2020 kl. 18:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það kemur málinu ekkert við hvort Icelandair féllst á að breyta samningnum eða ekki. Samningurinn var undirritaður á því formi sem hann er. Formaður félagsins lýsti stuðningi við hann. En á sama tíma sendi hún leynilega póst á félagsmenn sem fól í sér hvatningu til að hafna samningnum. Þetta er ekkert annað en óheiðarleiki og auðvitað engin leið að gera neina samninga við fólk sem hegðar sér svona.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2020 kl. 20:12

3 identicon

Hvar kemur það fram að hún hafi kvatt félagsmenn til að fella samninginn? Hvergi,bara getgátur. Ef Icelandair breytti samningnum tilbaka eins og þeir segja afhverju létu þeir ekki félagsmenn FFÍ vita? Það er nú ekki eins og forstjóri Icelandair sé búinn að vera í litlum tölvupóstsamskiptum við sína undirmenn í FFÍ. Icelandair er að ljúga að þér

thin (IP-tala skráð) 15.7.2020 kl. 21:57

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lestu bara fréttina. Þar kemur fram að það voru send skilaboð á félagsmenn um að félagið væri ekki sátt við samninginn sem nýbúið var að undirrita. Það er ígildi hvatningar til að hafna samningnum. Samningar gilda eins og þeir eru við undirritun. Það hefur hvergi komið fram að samningnum hafi verið "breytt til baka". Tölvupóstsamskipti forstjórans koma þessu máli ekkert við.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2020 kl. 22:30

5 identicon

Lést þú sjálfur betur " Samn­inga­nefnd­in stend­ur sann­ar­lega við und­ir­skrift sína og gengst við þeim mis­tök­um sem gerð hafa verið“ og lýs­ir von­brigðum með að „beiðni um leiðrétt­ingu var hafnað“. Þú mættir þýða þetta fyrir mig ef þú sérð út úr þessu að FFÍ sé að hvetja félagsmenn til að fella.  Jú þú ert alvarlega að misskilja, ef Icelandair hefði leiðrétt þetta þá hefði forstjórinn sent póst, eins og þú veist er honum í mun að vera í góðu sambandi við félagsmenn FFÍ

thin (IP-tala skráð) 15.7.2020 kl. 23:05

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Gengst við mistökum". Hverju breytir það? Félagið sendi leynipóst á félagsmenn, á bak við samningsaðilann, með hvatningu um að fella samninginn. Það er það sem skiptir hér máli. Það að félagið hafi skýrt þetta með því að vísa í mistök breytir engu um þetta. "Ef Icelandair hefði leiðrétt ..." segir þú. Hvað ertu að tala um? Heldur þú að samningsaðilar "leiðrétti" samninga eftir á? Ég myndi í þínum sporum ekki vera að reyna að tjá mig um þetta. Annað hvort botnar þú hvorki upp eða niður í málinu, eða þá að þú kýst að reyna að klóra í bakkann fyrir hönd þessa félags með ósannindum.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2020 kl. 08:21

7 identicon

Já já bara túlka skv. eigin tilfinningu. Það kemur hvergi fram að það hafi verið sendur póstur og fólk hvatt til að fella. Rosaleg gleraugu eru með maður, En flott eins og þú segir Icelandair komið með frítt spil til að semja við aðra, næst verða það flugmenn og flugvirkjar. Síðan verður farið í símasölu frá Indlandi. Nákvæmlega sem Sjómannasambands er að berjast við stjórnendur Herjólfs þar sem vinnuveitendur eru með lítið stéttarfélag í Eyjum með einum eða tveimur félagsmönnum á launaskrá hjá sér, til að sprengja Verkalýðsfélögin. https://stundin.is/grein/11606/felagabrjotar-og-gul-verkalydsfelog-ogn-vid-lydraedi-og-velferd/

thin (IP-tala skráð) 16.7.2020 kl. 16:03

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æi, reyndu að lesa fréttina. Eða fáðu einhvern til að lesa hana fyrir þig ef þú ræður ekki við það.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2020 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband