Fyrirtækin eru háð Facebook

Stórfyrirtæki sniðganga Facebook til að þrýsta á um ritskoðun. Ástæðan er sú að fyrirtækin sjálf verða fyrir þrýstingi. Þrýstingurinn kemur frá þeim sívaxandi hópi fólks sem aðhyllist viðhorf sem eru andstæð frjálslyndi. Í raun eru þetta fasísk eða hálffasísk öfl og hegða sér samkvæmt því.

En vegna hinnar gríðarsterku stöðu sem Facebook hefur sem auglýsingamiðill komast fyrirtækin ekki upp með það í langan tíma að sniðganga miðilinn. Sniðgangan getur þó haft þau áhrif að Facebook hverfi frá því tiltölulega frjálslynda viðhorfi gagnvart málfrelsi sem fyrirtækið hefur hingað til fylgt.

Þannig mun þessi sniðganga í það minnsta auka áhrif fasískra og hálffasískra afla í samfélaginu. Við lifum á varhugaverðum tímum.


mbl.is Gæti sniðganga gert út af við Facebook?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, við lifum á varhugaverðum tímum. Þeir sem stjórna fréttastofunum ættu að temja sér gagnrýnna viðhorf, og reyna að vekja umræðu um þetta í staðinn fyrir að fylgja í hlýðnispekt einhverri tízkubylgju sem komin er af stað, sem meðal annars beinist að Facebook. Auk þess held ég að auglýsingar séu ekki það eina sem mótar skoðanir í einhverja átt, það er svo miklu fleira, og aldrei er hægt að ná utanum það allt. 

Það eru mörg dæmi í sögunni um það að svona boð og bönn virki jafnvel öfugt. Þetta er mjög mikilvægt og stórt mál. Ég er svo sannarlega sammála því að við lifum á varhugaverðum tímum. 

Það er eins og fólk láti hræðsluna stjórna sér of mikið. Það ræðir ekki saman, þöggun ríkir um ákveðin mál, og stór hópar myndast sem eltir eins og hjörð. Við þurfum meiri umræður en ekki minni um viðkvæm mál, ekki bann við málflutningi heldur frelsi til að tjá sig. 

Ingólfur Sigurðsson, 2.7.2020 kl. 00:21

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega. Þetta er akkúrat áhyggjuefnið núna og fordæmin úr sögunni eru ekki upplífgandi. Við stefnum hraðbyri inn í dapurlega tíma. Þetta er ekki eina vísbendingin um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.7.2020 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband