Samfylkingin í ruglinu, eins og vanalega

Tilgangurinn með þessum stuðningi er að koma í veg fyrir að fyrirtæki fari á hausinn vegna þess að þau hafa ekki efni á að greiða laun á uppsagnarfresti. Þannig verði einhver störf eftir hjá fyrirtækjunum í stað þess að allir starfsmenn missi vinnuna.

Sé fyrirtækjum gert að endurgreiða þetta er þetta ekki stuðningur heldur lán. Og fyrirtæki sem eru í þessari stöðu hafa auðvitað enga möguleika á að taka á sig slíka skuldbindingu í formi láns.

Hvað koma mánaðarlaun æðstu stjórnenda svo þessu máli við? Á að refsa þeim starfsmönnum sem að öðrum kosti myndu halda störfum sínum, fyrir það að forstjóri fyrirtækisins hafi haft þrjár milljónir í mánaðarlaun? Á það að hindra að störf þeirra séu varin?

Og hvers vegna á það að bitna á þessu sama starfsfólki ef eigandi fyrirtækisins hefur einhvern tíma "átt í fjárhagslegum samskiptum" (les: verslað við) við fyrirtæki á lágskattasvæði? Þar undir fellur til dæmis að hann hafi farið í skíðaferð til Andorra!

Og hvernig í ósköpunum dettur þessu fólki í hug að gera kröfu um að fyrirtæki sem eru aðþrengd og á leiðinni að segja megninu af starfsfólki sínu upp eigi að fara að standa í því í ofanálag að skrifa einhverjar tilgangslausar skýrslur um loftslagsmál?

Tilgangurinn með þessu er einfaldur. Hann er að koma í veg fyrir að öllum sé sagt upp og fyrirtækið fari í þrot. Það er eina markmiðið með þessari aðgerð.

Það markmið má hins vegar gagnrýna, til dæmis frá því sjónarhorni að það sé ekki endilega verra fyrir samfélagið að fyrirtæki í þessari stöðu fari bara á hausinn. Starfsmenn og stjórnendur geti þá stofnað ný fyrirtæki á rústum hinna og byggt upp þegar sjálfsmorðsárásinni á efnahagslíf heimsins lýkur. Slík gagnrýni væri málefnaleg og skynsamleg, og grundvöllur einhverrar vitrænnar umræðu.

Málefnaleg gagnrýni og vitræn umræða er hins vegar ekki sterkasta hlið þessara þingmanna. Það er bersýnilegt.


mbl.is Vilja að fyrirtæki endurgreiði uppsagnarstuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Góð grein Þorsteinn. Fé er ausið úr ríkissjóði eins og enginn sé morgundagurinn á þess að nokkur heildaráætlun sé til staðar. 

Jón Magnússon, 29.5.2020 kl. 10:03

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka fyrir það Jón. Já, þessi fjáraustur orkar mjög tvímælis finnst mér. Á endanum liggur þekkingin, reynslan og tengslin hjá starfsmönnum, stjórnendum og eigendum, og eins og margoft hefur sýnt sig verður þetta grunnurinn að endurreisn starfsemi í nýjum fyrirtækjum.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2020 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband