28.5.2020 | 17:19
Samfylkingin í ruglinu, eins og vanalega
Tilgangurinn með þessum stuðningi er að koma í veg fyrir að fyrirtæki fari á hausinn vegna þess að þau hafa ekki efni á að greiða laun á uppsagnarfresti. Þannig verði einhver störf eftir hjá fyrirtækjunum í stað þess að allir starfsmenn missi vinnuna.
Sé fyrirtækjum gert að endurgreiða þetta er þetta ekki stuðningur heldur lán. Og fyrirtæki sem eru í þessari stöðu hafa auðvitað enga möguleika á að taka á sig slíka skuldbindingu í formi láns.
Hvað koma mánaðarlaun æðstu stjórnenda svo þessu máli við? Á að refsa þeim starfsmönnum sem að öðrum kosti myndu halda störfum sínum, fyrir það að forstjóri fyrirtækisins hafi haft þrjár milljónir í mánaðarlaun? Á það að hindra að störf þeirra séu varin?
Og hvers vegna á það að bitna á þessu sama starfsfólki ef eigandi fyrirtækisins hefur einhvern tíma "átt í fjárhagslegum samskiptum" (les: verslað við) við fyrirtæki á lágskattasvæði? Þar undir fellur til dæmis að hann hafi farið í skíðaferð til Andorra!
Og hvernig í ósköpunum dettur þessu fólki í hug að gera kröfu um að fyrirtæki sem eru aðþrengd og á leiðinni að segja megninu af starfsfólki sínu upp eigi að fara að standa í því í ofanálag að skrifa einhverjar tilgangslausar skýrslur um loftslagsmál?
Tilgangurinn með þessu er einfaldur. Hann er að koma í veg fyrir að öllum sé sagt upp og fyrirtækið fari í þrot. Það er eina markmiðið með þessari aðgerð.
Það markmið má hins vegar gagnrýna, til dæmis frá því sjónarhorni að það sé ekki endilega verra fyrir samfélagið að fyrirtæki í þessari stöðu fari bara á hausinn. Starfsmenn og stjórnendur geti þá stofnað ný fyrirtæki á rústum hinna og byggt upp þegar sjálfsmorðsárásinni á efnahagslíf heimsins lýkur. Slík gagnrýni væri málefnaleg og skynsamleg, og grundvöllur einhverrar vitrænnar umræðu.
Málefnaleg gagnrýni og vitræn umræða er hins vegar ekki sterkasta hlið þessara þingmanna. Það er bersýnilegt.
![]() |
Vilja að fyrirtæki endurgreiði uppsagnarstuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Þorsteinn. Fé er ausið úr ríkissjóði eins og enginn sé morgundagurinn á þess að nokkur heildaráætlun sé til staðar.
Jón Magnússon, 29.5.2020 kl. 10:03
Þakka fyrir það Jón. Já, þessi fjáraustur orkar mjög tvímælis finnst mér. Á endanum liggur þekkingin, reynslan og tengslin hjá starfsmönnum, stjórnendum og eigendum, og eins og margoft hefur sýnt sig verður þetta grunnurinn að endurreisn starfsemi í nýjum fyrirtækjum.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2020 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.