21.5.2020 | 18:52
Árangur Íslands mjög lélegur
Fyrirsögnin og þessi umfjöllun er talsvert villandi.
Markmiðið með aðgerðum er að fletja út kúrfuna, þannig að pestin gangi yfir sem hraðast en án þess að heilbrigðiskerfið hætti að ráða við hana.
En á einhverjum tímapunkti virðist þetta markmið hafa gleymst, og þess í stað hafi stjórnvöld tekið að einblína á að koma smitum niður í núll. Það leiðir það eitt af sér að pestin blossar upp aftur og til verður vítahringur hindrana og afléttinga.
Íslendingar hrósa sér af góðum árangri. En þvert á móti er árangurinn lélegur: Kúrfan hefur ekki verið flött út, heldur er hún horfin!
Örari afléttingar verri fyrir efnahaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu semsagt að fleiri veikist af banvænum sjúkdómi?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2020 kl. 19:15
Vil ég að fleiri veikist?
Heldur þú það Guðmundur?
Áttar þú þig ekki á að sjúkdómur sem hefur náð þessari útbreiðslu mun á endanum sýkja flestalla?
Spurningin er bara sú hversu hratt það gerist. Minnsta tjónið verður ef það gerist hæfilega hratt til að heilbrigðiskerfið ráði við það.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2020 kl. 20:11
Ég las bara það sem þú skrifaðir og gat ekki skilið það öðruvísi en gagnrýni á að núna mælist nánast engin ný smit. Þú mátt leiðrétta mig ef það er misskilningur.
En ertu þá að segja núna að þú viljir ekki að fleiri veikist?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2020 kl. 20:19
Ég er að segja að á endanum munu flestir sýkjast, og því er markmiðið að láta það ferli ganga eins hratt yfir og hægt er, án þess að ofbjóða heilbrigðiskerfinu. Það að koma smitum niður í núll, aðeins til að sjá þau blossa upp aftur þegar landið er opnað, er skammgóður vermir. En þetta er kannski of flókið fyrir þig? Eða kannski þú ímyndir þér að hægt sé að halda landinu lokuðu um alla framtíð? Það væri svosem eftir öðru.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2020 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.